Vikan


Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 27, 1943 piiíii m fi IIIII L I U Leikföng, sem kosta ekkert. Eftir dr. Garry Cleveland Myers. Matseðillinn. Falskur héri. 250 gr. nautakjöt, 250 gr. magurt svínakjöt, 60 gr. tví- bökumylsna, 2 egg, 3 matsk. rjómi, yz 1. mjólk, 100 gr. flesk, salt, pipar. Kjötið er látið fara þrisvar sinnum i gegnum söxunarvél, og er síðan hrært % tíma, ásamt tvíbökumylsn- unni, eggjunum, rjómanum og krydd- inu. Ofnskúffa er smurð vel. Farsið gert sem líkast héra í laginu, og fleskræmum stungið í það langs eftir hryggnum. Sett í skúffuna, sem síðan er sett inn i vel heitan ofn og látið brúnast. Mjólkin hituð og henni helt yfir, þegar hérinn fer að brúnast. Steikt í % tíma. Sósan:. 3 dl. soð, 1% dl. rjómi, 25 gr. smjör, 15 gr. sagómjöl, 1 mat- skeið tómatlögur, 1 matskeið þeyttur rjómi. Sagómjölið er hrært út með rjóm- anum og þessum jafning síðan bland- að saman við kjötsoðið, hellt í pott og látið sjóða, ásamt tómatleginum, smjörið sett út í, og salt, ef með þarf, að síðustu er þeyttur rjómi lát- inn í sósuskálina, um leið og hún er borin fram. Eplagrautur. 375 gr. þurrkuð epli, eða 1 % kg. ný epli, 2 y2 dl. vatn, y2 kg. strásykur. Séu notuð ný epli, eru þau þvegin og skorin í sundur; þurrkuð epli þarf einnig að þvo, og svo eru þau látin liggja í vatni yfir nóttina og síðan soðin í því. Þegar þau eru orðin vel meyr, eru þau sigtuð gegnum gata- sigti. Sykurinn settur í síðast. Borð- aður kaldur með rjómablandi. Þetta er einstaklega hlýleg, en þó létt dragt, sem gott er að vera í á mildum sumar- og haustdögum. — Jakkinn er úr drap-litaðri nylon-ull, tvíhnepptur, með beinhnöppum. Krag- inn og boðangarnir úr köflóttu ullar- efni og pilsið og vasalokin einnig. Köflótt virðist ætla að verða mjög í tízku í sumar. Konan (við götustrákinn): „Hvað heldurðu að hún mamma þin mundi segja, ef hún heyrði þig tala svona ljótt ?“ Drengurinn: ■ „Hún mundi segja: „Guði sé lof!“.“ Frúin: „Því ætti hún að segja það, óhræsið þitt?“ Drengurinn: „Af því að hún hefir verið vita heymarlaus í tuttugu ár!“ Skemmtilegustu leikföngin finnur bamið, sem nýfarið er að skríða, oft í eldhúsinu. Pottar og pönnur, lok og könnur taka öllu öðru fram í augum þess. Bamið getur bagsað við þær, danglað þeim saman svo að syngur i og gert úr þeim alls konar leikföng. Það getur líka sett smærra dót ofan I potta og könnur og flutt það úr einu ílátinu í annað. Slík leik- föng kosta ekert, og það er auðvelt' að dauðhréinsa þau í sjóðandi vatni. Það er ekki hægt að fá betri leik- föng handa börnum innan fjögra ára fyrir minna en tugi króna. Festið spotta í létta pönnu með handfangi og horfið á bamið draga. hana fram og aftur. Skeiðar era til á flestum heimilum. Bindið nokkrar þeima á spotta og lofið barninu að leika sér að þeim. Haldið saman smá- spottum utan af pökkum og lánið baminu þá. Löngu áður en það hefir lært að hnýta hnút, hefir það lag á að festa þá í leikföng sín. Nokkrar smáspýtur, festar á spotta, er ágæt jámbrautarlest. Kaffikönnur, haframjölsbaukar, skóöskjur og alls konar tréöskjur, Húsráð. tGeoGieer^._______@0 Gætið þess að sópa saman öllu óþörfu, eldfimu rusli og koma því á réttan stað, svo ap engln hætta sé á, að það valdi brana, ef óvarlega er farið með eld. Allur er varinn góður (svo að ekki sé nú minnst á þrifnað- inn að því að losna við ruslið!). stórar og smáar, yfirleitt öll ílát, sem ekki eru hættuleg barninu, eru hin ákjósanlegustu leikföng. Þegar böm- in eldast, læra þau að búa sér til alls konar leikföng úr þeim. Fleygið ekki blöðum, allra sízt myndablöðum. Börnum á fyrsta og öðru ári þykir gaman að blaða i þeim og skoða myndimar. Þegar þau eru orðin þriggja eða fjögra ára, þykir þeim gaman að klippa út myndirnar og líma þær inn i bók. Á þeim aldri ættu börnin að fá sín eigin skæri, en gæta verður þess að hafa þau oddlaus. Þá ætti barnið að fá lím. Þér getið búið til handa því hveitilím. Geymið hvítan umbúðapappír, sem til fellur handa barninu til að krota á. Gefið því litkrít, tréblýantur getur verið hættulegur fyrir börn innan fjögra eða fimm ára aldurs. Ef þér hafið ekkert lágt borð handa því, þá setjið blöðin á gólfið og látið bamið krota á það þar. Og lofið barninu svo að vera sem mest í friði við leiki sina. Þannig geta þau unað tím- um saman, sjálfum sér og foreldr- unum til gagns bg gamans. Jurtalitun. Skrifstofan „Islenzk ull“ hefir ný- lega gefið út lítinn bækling eftir Kristínu Þorsteinsdóttur. Heitir hann „Jurtalitun“ og birtum vér hér eina forsögn úr honum: „Itrækiberjalyng (Empetrum). Gulbrúnir litir. 100 gr. band. 2 gr. krómsúrt kalí. 2 gr. vínsteinn. 300 gr. krækiberjalyng. Bandið er soðið í vatni með króm- súra kaliinu og vínsteininum y2 klst. Lyngið er soðið 1-—2 klst. og því næst síað frá. Þá er bandið soðið í litnum 1—2 klst. Látið kólna niðri í, en hrært i við og við. Ljósari blæ- brigði fást með því að sjóða það skemur." N0TIÐ eingöngu * LINÍT PERFECT LAUNDRY STARCH JUIMWil JIW- ilUfl- ■ lllJilll ■ MJ —i conow woKþmFm LnxfuníMU STÍFELSI Heildsölubirgðir: GUOMUNDUR ÓLAESSO _______ EFR3 Austurstræti 14. '— Sími 5904. Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinnað ánægju. Heildsölublrgðir: Agnar Norðf jörð & Co.h.f. Sími 3183. Dr.lheol. JÓ\ HELGASON: ‘sáS'* Árbækurnar skýra frá öllu því helzta, er gerzt hefir í Reykjavík í 150 ár.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.