Vikan


Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 08.07.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 27, 1943 5 Framhaldssaga 6 Konan í Glenns'kastala ASTASAGA - Pierce hikaði andartak. „Það var mynd af einum úr Romney ættinni, sem hékk þama,“ sagði hann að lokum, „mynd af langömmu minni. Hún hét Ethnee. Ég held að amma hafi heitið eftir henni. Víð skirum oftast dætur okkar þessu nafni. Það er alltaf einhver Ethnee í fjölskyldunni------.“ Hann þagnaði og leit á hana, og svipur hans var einkennilega eftirvæntingarfullur. ,,Af hverju hefir þessi mynd verið flutt?“ Pierce beit á vörina. ,;Af mjög eðlilegam ástæðum," svaraði hann, stuttur í spuna. ,,En komdu nú — ég ætla að sýna þér það sem eftir er af húsinu — þetta er stór, gömul bygging. Ég hugsa, að þér þyki falleg útskoma arinhillan í setustofunni. Hún er líka hreinasta listaverk." Barbara brosti vingjamlega. Hún stóð kyrr og litaðist um. „Nú getur þú ekki fylgt mér eftir, Pierce! Ég var einmitt að ákveða i huganum, hvemig ég ætti að útbúa þetta herbergi. Nú veit ég, hvaða hús- gögn ég á að hafa!“ Hún komst ekki lengra, því að hurðinni var skyndilega hmndið upp og inn komu tvö böm, drengur og telpa. Þau virtust illa uppalin — villt og óreglusöm, og eftir útiliti þeirra að dæma var það bersýnilegt að þau hefðu verið úti allan daginn. Bömin þutu beint til Pierce, án þess að taka eftir Barböm, sem þau fóru framhjá. En Pierce breiddi faðminn á móti þeim og þrýsti þeim að sér með áköfum blíðulátum. Hann rak upp hljóð af gleði. Barbara leit forvitnislega á þau. Stúlkan var blíðleg og óvanalega fögur. Litarháttur hennar var dökkur og svipurinn hreinn og ákveðinn, hárið dökkbrúnt og augun blá og skær. Dreng- urinn var líka hrífandi. Hann var um það bil níu ára og hafði hörundslit systur sinnar, en augu hans voru jafn vel enn fegurri. Þau vom hnotubrún og augnaumbúnaðurinn allur fingerð- ur. Hann bar höfuðið hátt og tígulega og svipur hans allur bar með sér mikið skap og festu, ef til vill hroka og ótakmarkað sjálfstraust. Barbara hugsaði, að þarna væm bróðurdóttir og bróðursonur Pierce, en þá heyrði hún, að þau kölluðu hann pabba. Hún snéri sér skyndilega við og gekk til þeirra. Hún horfði á hinn háa, dökka mann og bömin tvö, sem héldu í hendur hans, og hún skildi í einni svipan að þetta voru böm Pierce. Hún hafði gifzt ekkjumanni. Barbara fann blóðið stíga sér til höfuðs. Hún var ofsareið. Pierce hafði ekki rétt til að fara á bak við hana — og tæla hana á þennan hátt. Hún tók höndunum um höfuðið. Það var kökk- ur í hálsinum, sem kvaldi hana, og hún gat engu orði upp komið. Hana langaði mest til að gráta, en var of þóttafull til að geta það. Þessi böm skyldu ekki sjá hana með tár á hvörmunum. Þessi óstýrilátu og villtu böm skyldu í framtíðinni hlakka yfir öðm en því. >!(Hana nú, Ethnee. Farðu nú niður, Patrick! Ég var búinn að segja, að þið ættuð að vera í kennslustofunni í kvöld, þangað til ég kæmi til ykkar. Ég sagði líka, að ég ætlaði að segja ykkur það, sem mundi koma ykkur mjög á óvart." Pierce talaði hægt og ákveðið, og leit ótta- sleginn öðm hvoru til Barböm. En Ethnee horfði Forsaga: Howard Burton kemur að kveðja Barböm Carvel. Hann er að fara til Suður-Afríku. Hún bjóst við, að hann mundi biðja sin og varð fyrir miklum vonbrigðum, er hann gerði það ekki. Þegar hann er farinn heimsækir Barbara móður hans. Er Barbara kemur heim, hefir Pierce Maloney verið fluttur þangað, en hann meiddist í bifreiðarslysi þar rétt hjá. Vinur Maloney, Revelstone lá- varður, heimsækir hann, og Pierce segir honum, að hann sé ástfanginn í Barböru og muni byrja nýtt líf, ef hún vilji giftast sér. Revelstone er ekkert hrifinn af þessu og flýtir sér að kveðja. Pierce tjáir Barböru ást sína og þau giftast skömmu seinna. Hann gefur henni stórgjafir og er þau giftast var veizla haldin hjá Ann frænku hennar. Þegar Barbara er að búa sig í brúð- kaupsferðina, kemur frú Burton upp til hennar og ásakar hana fyrir trúleysi gagn- vart Howard. Áður en hún fer lofar Bar- bara að lána henni peninga. 1 brúðkaups- ferðinni eys Pierce út peningum í skemmt- anir, en þegar Barbara biður hann um 150 pund verður hann hvumsa við, en 'lætur hana hafa ávísun. Síðan fara þau til Ir- lands. Þegar þau koma í Glennskastala verður Barbara fyrir miklum vonbrigðum, er hún sér, hve allt er fátæklegt og tötra- legt. þrjózkulega á hann og lét brýmar síga, svo að stór hrukka myndaðist milli þeirra. „Hvers vegna ættum við að sitja uppi í kennslu- stofu? Höfum við ekki alltaf mátt vera þar sem við vildum. Og það, sem þú ætlar að segja okkur, kærum við okkur ekkert um að heyra. Við vitum vel, að þú ætlar að gefa okkur nýja móður, en móðir okkar er dáin, og við viljum enga aðkomna móður. „Svona, svona Ethnee, vertu nú stillt!“ Pierce lagði hendumar á herðar dóttur sinnar, en hún tók viðbragð og hristi hann af sér og brast í ákafan grát. „Ég vil ekki sitja á mér! Hvers vegna hefurðu tekið ókunnan kvenmann hingað inn á heimilið? Og þar við bætist, að hún er ensk. Við viljum ekki hafa Englending hér. Er það ætlun þin, að við tökum þessa konu sem móður. Að hún komi í stað móður okkar, sem var af Ashlen-ættinni frá Downey-kastala — eins írsk og nokkur getur verið. Ég get aldrei sætt mig við, að kalla enska konu móður mína, og ég veit, að Patrick getur það ekki heldur. Og hvers vegna vilt þú gifta þig aítur, pabb'i, og gera okkur, bömin þín, óhamingjusöm ? “ Og eftir það brast hún í óstjómlegan grát og Barbara gat ekki annað en vorkennt veslings baminu, þrátt fyrir reiði sina. Patrick litli lagði litlu brúnu handleggina sína um herðar systur sinnar og reyndi að hugga hana. „Hættu að gráta," sagði hann huggandi. „Ég veit, að þú getur stillt þig. Það, sem hefir komið fyrir, verður ekki aftur tekið. Og þrátt fyrir allt,“ — hann lyfti dökka kollinum sinum þótta- fullur og það mátti kenna klökkva i röddinni. „Þrátt fyrir allt höfum við eina tryggingu, að þótt faðir okkar eignaðist son, þá verð ég erf- inginn að Glenns-kastala. Það á ég að þakka f rumburðarréttinum. ‘ * „Þegiðu, Pat — heyrirðu það, þegiðu." Pierce lyfti krepptum hnefa og hann var mjög rauður af reiði: „Ég er reiður ykkur báðum — ég er ykkur mjög reiður, farið samstundis upp í kennslustofu. Og svei mér, ef ég skal ekki hegna ykkur bráðlega. Það megið þið vera viss um.“ Ethnec herti enn meir grátinn og Patrick leit þrjóskulega á föður sinn. „Þú getur barið mig á meðan ég stend," hróp- aði drengurinn og dökk augu hans leiftruðu af bræði, „um það er mér alveg sama. Ég mun aldrei verða vinur nýju_ konunnar þinnar — aldrei." „Gáðu að, hvað þú segir, Patrick." Rödd Pierce var hás af reiði. „Ég hef aldrei verið harður við ykkur, en þið freistið mín of mikið." „Vertu ekki reiður við drenginn, Pierce." Bar- bara gekk til manns síns og rödd hennar var köld, en varir hennar heitar. „Ég' áfellist börnin ekki og ég hef meðaumkvun með þeim.“ „Við kærum okkur ekki um samúð þína, frú Maloney." Ethnec hætti að gráta og snéri sér snögglega að Barböru, líkust pardusdýri. „Við — við hötum yður!“ Það var þjáning í orðunum. Svo tók hún skyndilega hönd bróður sins. „Komdu Pat, okkur er hér ofaukið — bæði mér og þér. Við skulum korna." Þau leiddust til dyranna. Þau voru föl af geðs- hræringunni og augu þeirra glóðu af reiði, en Barbara gat ekki annað en dáðst að fíngerðum vexti þeirra. Þau voru svo frjáls og yndisleg, ög þrátt fyrir að föt þeirra voru rifin og óhrein og skór þeirra gatslitnir, voru þau yndisleg, að henni fannst. Pierce beið, þangað til dyrnar höfðu iokast eftir bömunum hans, svo snéri hann sér, næst- um ruddalega að Barböru og stóð og horfði á hana, án þess, að segja neitt. Hún stóð á miðju gólfi og hann mátti vera viss um, að hún var reið. Kinnar hennar voru rauðar og augun leiftruðu og Pierce sýndist hún vera hærri en hún átti að sér. Hún var ekki lengur hamingjusöm brúður — henni hafði verið gert rangt og hún var harmi þmngin. „Barbara — Barbara — —.“ Hann gekk til hennar og ætlaði að þrýsta henni að sér, en Barbara hratt honum frá sér. „Snertu mig ekki,“ hrópaði hún og á rödd hennar skildi Pierce að hún var mjög reið. Hvers vegna sagðir þú mér ekki, að þú værir ekkju- maður og ættir tvö börn? Ég hefði aldrei gifst þér, ef ég hefði vitað það.“ „Það var einmitt þess vegna, að ég sagði þér það ekki.“ sagði hann ákafur. „Ef til vill hef ég gert skakkt í því að leyna þig þessu — kannske er það óheiðarlegt, ég veit það ekki. En heldur þú, að ég hafi ætlað að vera þér vondur eigin- maður ? Ég missti konu mína, þegar Pat var aðeins hálfs árs. Skilur þú ekki, að þú varst mér meira en nokkur kona — lifandi eða dáin. Ég elska þig af öllu mínu hjarta, Barbara. Það var eins og ég væri gripinn brjálæði. Ég gerði mörg axarsköft eftir að ég fór að kynnast þér, bara fyrir þetta — freistaði drottins, kallaði reiði hans yfir mig og braut boðorð hans.“ Hljómfagra röddin hans titraði og hann horfði bænaraugum á Barböm, en hún lét engan bil- bug á sér finna. „Þú hefir blekkt mig,“ sagði hún og var bitur í röddinni, „og því mun ég aldrei gleyma og get ekki fyrirgefið það.“ „Barbara! Vertu ekki svona harðbrjósta við mig!“ sagði hann og var mjög æstur. Allir menn blekkja aðra, á einn eða annan hátt! Og hvað illt hefi ég í rauninni gert þér? Ertu hrædd um, að bömin muni valda þér óþægindum? Ég get full- vissað þig um það, að svo muni ekki verða. Og ekki getur þú orðið afbrýðisöm vegna veslings

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.