Vikan


Vikan - 12.08.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 12.08.1943, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 32, 1943 pvhcti vtocinn ^-= ..■■■■..S MÁSAOA ECTIK OIOBfi O. - ••• r i no 11 iip^aiiíii au stóð hlið við hlið fyrir réttinum. Ungfrú Ida Elby, hafði stefnt unga manninum fyrir móðgun við sig, er þau eitt sinn höfðu verið tvö ein saman í járn- brautarklefa á ferðalagi. Þetta var í fyrsta sinn, sem þau sáust eftir að það gerðist. Dómarinn var gamall, virðulegur öld- ungur með gullspangargleraugu. Hann var grár fyrir hærum, og skegg hans nærri hvítt. Hann hafði mörgu merkilegu kynnzt í bænum, þessi tuttugu ár, sem hann var búinn að gegna dómaraembætti þar, og hann þekkti orðið nálega hvern mann með nafni. Með aldrinum varð hann enn friðsamari, en hann hafði verið á sínum yngri árum, og hafði hann þó aldrei verið strangur dómari. Honum þótti fyrir því að þurfa að dæma þunga dóma, og kaus jafnan að miðla málum og sætta andstæðingana á friðsaman hátt, þegar hann sá sér það fært, stöðu sinnar vegna. Hann vissi, að sá ákærði hafði verið bókhaldari hjá stóru verzlunarfyrirtæki, síðastliðin tíu ár. Og ef hann hlyti nú dóm, þá gat ekki hjá því farið,. að nafn hans yrði birt í blöðunum, og það mundi spilla mannorði hans. Báðir málsaðilar stóðu nú hreyfingar- lausir fyrir framan dómarann, það voru aðeins nokkur skref á milli þeirra. Hann var hár og gjörfilegur, og hafði hraustlegt útlit, og hún var mjög fríð og vel vaxin, snyrtilega klædd, og laus við alla til- gerð. Það var eitthvað ferskt og heillandi við hana. Varir hennar voru rauðar og angandi. Þau fluttu mál sitt án allra vitna. Þau urðu sjálf að vera vitnin. „Þér hljótið að sjá það, ungi maður,“ sagði dómarinn, „að ungfrúin hefir ríka ástæðu til að draga yður fyrir dómstól- inn.“ „Já, herra dómari, mér er það ljóst, svaraði sakborningurinn. „En ég gat ekki annað en gert það.“ Dómarinn leit hvast á hann upp undan gullspangargleraugunum, -en þrátt fyrir það bar andlit hans engin einkenni þess að hann væri reiður. „Þetta er ekki nóg útskýring, góði maður,“ sagði hann svo. „Ef þjófur, sem hefði brotist inn og stolið einhverju, segði sem svo fyrir rétti: „Já, en dómari góður, ég gat ekki annað en stolið.“ Hvernig findist yður það hljóma ? Nei, þetta er ekki fullnægjandi skýring á málinu, þér sjáið það sjálfur. Þér verðið að tala um þetta eins og það liggur fyrir, til þess að hægt sé að taka afstöðu til þess.“ Ungi maðurinn roðnaði og leit niður fyrir fætur sér. „Ég veit það, herra dómari, að ég kom ókurteislega fram við ungfrú Elby, en ég vík ekki frá því, sem ég sagði. Ég gat ekki annað. Dómarinn hleypti brúnum. „Ungfrú Elby vill ekki með nokkru móti taka kæru sína aftur, svo málið verður því að halda áfram. Látið mig nú heyra vörn yðar í því, og hvernig þetta atvik- aðist.“ Bókhaldarinn ræksti sig og hóf mál sitt: „Það var yndislega fagurt vorveður. Ég hafði ákveðið að fara þennan sunnudags- morgun til Bangsby, til þess að sjá hin undurfögru kirsiberjatré, sem þar eru.“ Hann tók sér málhvíld, en hélt svo áfram: „Já, sem sagt, ég ætlaði að fara til Bangsby. Ég tók mér far á þriðja far- rými með járnbrautinni, sem þangað gengur. Ég fékk mér sæti í mannlausum klefa, og ætlaði að njóta þar kyrrðar og næðis. Lestin átti að leggja af stað tíu- mínútur yfir sex um morguninn, en með næstu ferð, sem var klukkan átta, vissi ég að mundi verða fullskipað og því kaus ég heldur fyrri ferðina, til að lenda ekki í þeim troðningi, sem alltaf er á sunnudög- um, þegar fólk er að þyrpast í ferðalögin. Ég hafði unnið langt fram á nótt og var bæði þreyttur og syf jaður, svo mér datt í hug að leggja mig og sofna á leiðinni til þess að vera frískari um daginn í Bangsby. Ég setti hattinn fyrir andlitið og lokaði augunum. Litlu síðar var hurðinni hrundið upp, og ég heyrði það gegnum svefninn, að einhver kom inn í klefann. Ég var hálf úrillur og.vonsvikinn út af því að fá ekki að hafa næði, en þegar ég var þess var, að það var ung stúlka, sem inn hafði komið, og sat þar á bekk and- I VITIÐ ÞEB ÞAÐ? i 1. Eftir hvern er þetta erindi? Fegurð hrifur hugann meira’, ef hjúpuð er, z , svo andann gruni ennþá fieira’ en augað sér. I 2. Hvað hét brúður Akkilles? 1 3. Hverrar þjóðar var tónskáldið Robert | Schumann ? [ 4. Hvað þýðir orðið „markahlennar" í = | fomu máli? i i 5. Hvað er langt frá Reykjavik fyrir i Hvalfjörð, að Ferstiklu ? i 6. Hvenaer var Núpsskóli stofnaður og = i hver stofnaði hann? ' | i 7. Hvaða erkihertogi var myrtur í Sara- i jevo rétt fyrir heimsstryjöldina fyrri? i i 8. Hvaðan em tölustafir þeir, sem við É notum, runnir ? 5 i 9. Hvað hét sonur Primos konungs i i Trjóuborg? | 10. Hver var Vertumnus? Sjá svör á bls. 14. —miiininnnmnmmmnmnnnni-— spænis mér, gætti ég þess að láta ekki heyra á mér neina vanstillingu. Ég sá, að ljóst hár hennar fauk til og frá, af vind- inum, sem stóð inn um opinn gluggann. Ég verð að játá það, að ég er alltaf veikur fyrir ungum og fríðum stúlkum, en þó er ég manna óframfærnastur við þær. Og ég er viss um það, að ég hefði ekki haft uppburð í mér til þess að ávarpa hana, þrátt fyrir það, þótt allt hennar fas og við- mót hefði töfrandi áhrif á mig, ef mér hefði ekki hugkvæmst að bjóða henni að loka glugganum fyrir hana. Ég beygði mig yfir hana út að glugg- anum, og spurði, um leið og ég gerði mig líklegan til þess að loka honum: „Gerir trekkurinn yður ekki óþægindi, ungfrú?“ „Jú, dálítil,“ svaraði hún, og Ieit með þakklæti til mín, fyrir hugulsemina, að mér virtist. Ég Iokaði því glugganum vandlega. Og nú óx mér hugrekki um allan helming, við fórum að spjalla saman um alla heima og geima, og samtalið hélst óslitið alla leið til Bangsby, en þangað fór hún eins og ég. Á járnbrautarstöðinní skildust leiðir okkar og við kvöddum hvort annað, og gengum sitt í hvora áttina. Um kvöldið klukkan sjö, eftir þennan dásamlega dag, var ég aftur staddur á stöðinni, og beið eftir lestinni til heimferð- ar. Ég hafði borðað góðan mat og drukkið mjólk, og aðeins eitt einasta glas af öli. Lestin var fullskipuð af glöðu og syngj- andi fólki, aðeins einn klefi var auður, og þar settist ég ánægður yfir því að geta verið einn út af fyrir mig, og geta hugsað um þá dýrðlegu náttúrufegurð, sem ég hafði notið um daginn. En þá voru dyrnar allt í einu opnaðar, og sama stúlkan kom inn, og hafði verið í klefanum hjá mér um morguninn. Ég verð að játa það, að mér var ekkert vel við komu ungfrúarinnar, því mér fannst hún trufla mig. En mér fannst það sjálfsögð kurteisi af mér að taka henni vel, og reyndi því að brjóta upp á ein- hverju umtalsefni. Við töluðum um fegurð landslagsins og þess háttar. Og ég komst brátt að raun um, að hún hafði mikinn áhuga einmitt á þeim málum, sem eru mér mjög hugleikin. Það eru ferðalög um fallegar byggðir að sumarlagi. Hún hafði verið í Bangsby um daginn eins og ég, en hún dvaldi hjá frænda sínum, sem er skólakennari þar, en hann býr ekki í sama bæjarhluta og ég var í, og þess vegna hittumst við ekki á meðan við dvöldum þar. Ég verð að segja yður það í einlægni, herra dómari, þótt hún heyri það líka, að ég varð ástfanginn af þessari stúlku, þegar hún sat þarna hjá mér í klefanum. Og ég dáðist að áhuga hennar á þeim málefnum, sem við ræddum um. Algengara er að stúlkur á hennar aldri hugsi aðeins um fín föt og dansleiki, og geti varla um ann- að talað. En raunar er ég næsta undrandi Pramhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.