Vikan


Vikan - 12.08.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 12.08.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 32, 1943 svona litlu úr að spila, þá er hann heldur ekki sparsamur; það var faðir hans. Hann heldur sig líka ekkert að jarðræktinni, og hvaðan getur hann þá búist við að fá tekjur? Bændur, sem eru kærulausir um jörðina sína, fá alltaf lélega uppskeru, það getur maður sagrt sér sjálfur. En nú, þegar Pierce hefir fengið sér konu, þá verður þetta allt saman öðru vísi — það er að segja fyrst konan hans vill taka þátt í því með honum. Það liggur fyrir yður mikið verkefni frú Maloney, fallegt og göfugt verkefni. Það er víst, að það kemur hér annar blær yfir allt og góðir andar fylgja húsinu. Það er líka skemmtilegra fyrir yður að skapa yðar eigin heimili sjálf, heldur en að taka við því i fullkomnu ásigkomulagi eftir aðra. Finnst yður það ekki? -— Það er mikið betra og skemmtilegra." Barbara hristi höfuðið. „Það þýðir ekkert, ég mun ekki geta áorkað neinu hér. Það gera fyrst og fremst börnin — þau hata mig, þau vissu ekki af því, að þau ættu að fá stjúpmóður og þess vegna er þeim illa við mig.“ „En það hlýtur að lagast, þegar fram í sækir, þau fá þá ást á yður og það bætir mikið fyrir veru yðar hér. Patrik er góður drengur, það er hann sannarlega og Ethnee litla getur verið inndæl stúlka, þegar hún vill. Nei, þér skuluð trúa mér, það verða engir erfiðleikar með þau, það vinnst allt með þolin- mæðinni!“ „Þau munu aldrei geta liðið mig, og ég mun aldrei kunna við mig hér í Glenns-kastala." Barbara sagði þetta með mikilli sannfæringu, en gamli presturinn hristi aðeins höfuðið. „Þetta er aðeins undir yður sjálfri komið,“ svaraði hann og var mjög alvarlegur. „Þér vinnið áreiðanlega ást barnanna, bara ef þér leggið yður eftir því — á sama hátt fer yður að þykja vænt um heimili mannsins yðar, það er yður sjálfri fyrir beztu. Ég skal ekki hafa á móti því, að þetta getur reynt mikið á yður, og þér veriðið að taka á allri yðar þolinmæði — allri yðar nær- gætni. Ég veit, að yður tekst vel til, frú Maloney, ef þér af heilum huga viljið vinna að því. Lífs- hamingja ykkar allra fer eftir því. Og einhvern tíma í framtíðinni yerður ef til vill hægt að segja um yður, eins og sagt er í orðskviðunum: „Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar, og etur ekki letinnar brauð. Synir henn- ar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni“.“ Gamli presturinn ræskti sig á meðan hann talaði og Barböru fannst, sem hann væri að halda yfir sér stólræðu, en hún vissi, að þetta var af góðri hugsun gert. Hún hló feimnislega. „Ég er hrædd um, að ég bregðist vonum yðar. Ég er ekki nógu þróttmikil til þess. Það þarf að vera meira en meðal duglegur kvenmaður til að geta gert þetta hús vistlegt, og annast hér allt, þannig að það geti talist viðunandi." „Þér vitið þó, hvar allir geta fengið Styrk í sinni baráttu," gamli maðurinn horfði fast á Barböru. „Sjáið þér til frú Maloney, maður getur alltaf treyst honum. Og ég skal ekki trúa öðru, en þér með yðar yndislegu fegurð, getið ekki vanið manninn yðar, og haft vald yfir honum. Guð hefir ekki gefið yður fegurð yðar að til- gangslausu. Fríðar konur valda æfinlega annað hvort gæfu eða ógæfu — það eru gömul sann- indi, sem ekki verður á móti mælt. Þér verðið að koma Pierce á það að spara og vekja hjá honum löngun til að búa vel í haginn fyrir ykkur. Og þér skuluð sjálfar hafa á hendi fjármál öll og gæta peninganna. Og hlustið þér nú á, hvað ég segi yður: Það munu ekki líða mörg ár þangað til Glenns-kastali verður óþekkjanlegur staður frá því sem hann er nú, og sú breyting veit ég að verður yður að þakka, og það er vissulega göfugt af yður að keppa að því marki. Það er ófrávíkjanlegt skilyrði til að öðlast hamingju að skilja hlutverk sitt rétt í lifinu." Hann talaði af sannfæringu hins fullorðna og lífsreynda manns. Að svo mæltu tók hann í hönd Barböru og kvaddi hana. Barbara var gestur Revelstones lávarðs. Hún átti ekki heitari ósk en þá, að hún með einhverju móti gæti létt mæðu hans og raunir. Hún hafði meðaumkun með honum, og hún vildi gera allt, sem í hennar valdi stæði til að hjálpa honum. Henni var hlýtt til hans og hún vissi, að hann var einmana, en henni fannst hann alltof ungur til þess að líf hans væri komið í rústir, eða að hann liti svo á það, og það út af kvenmanni, sem hafði svikið hann fyrir mörgum árum. Hún vissi líka, að hann mundi vera búinn að vera, ef hann tapaði algjörlega lífsgleði sinni, og hvaða þýðingu hafði það fyrir hann að liggja í volæði út af því sem löngu var liðið? Barbara hugsaði með sér, hvemig hún gæti komið því við, að bjóða honum heim til þeirra Pierce, svo að hann gæti haft gleði af þvi. Hún taldi sér trú um, að henni mundi takast, að fá hann til þess að lita með bjartari augum á lífið, og ef hún gæti það, þá var tilgangi hennar náð. „Eruð þér hamingjusamar i Glenns-kastala, frú Maloney ?“ spurði Revelstone lávarður allt í einu, og reif Barböru upp úr hugsunum hennar. Þetta var sama spurningin og lafði Bridget hafði lagt fyrir hana tveimur dögum áður; en Revelstone lávarður spurði ekki af forvitni eins og hún, held- ur af meðaunkvun með henni. ,',Ég er hrifin af Irlandi,“ svaraði hún. „Og þótt ég hafi ýmislegt við Glenns-kastala að athuga, þá er mér heimili mitt mjög kært fyrir því. Ég mundi ekkert hafa móti því, að við hefðum meiri peningaráð. Þér skiljið það mætavel,“ bætti hún við. „Maður er nú einu sinni þannig gerður, að manni finnst eitthvað vanta á, ef lítið er um pen- ingana. Það er ekki hægt að lifa á ástinni einni saman. Að vísu eru þeir ekki undirstaða ham- ingjunnar, það er ástin fyrst og fremst.“ Revelstone horfði fast á hana. Nei, maður getur ekki keypt gæfuna fyrir pen- inga, hversu mikið sem maður á af þeim,“ sagði hann rólega, „og maður getur heldur ekki höndl- að hana með ofríki. Ég veit, að þið Pierce eruð hamingjusöm, því það er af ást sem þið giftust.“ Hann dreypti í vínglasið sitt, og sneri sér aftur að Barböru. „Þér gætuð haldið, að ég ætli að fara að spá hrakspám, frú Maloney, en lífiö er að minni skoðun harmleikur frá upphafi til enda; við læðumst aftan að okkur sjálfum og drögum hvert annað í skuggann. Við göngum alla tíð grímuklædd um leiksvið lífsins og lifum á sjálfs- blekkingum. Ég vil engan hrella, en það er öllum fyrir beztu að vera við því búinn, að hamingjan g4tur verið hverful. Hún getur brugðizt jafnt ungum og gömlum, ríkum og fátækum — öllum.“ „En hvað segið þér um ástina?“ spurði Bar- bara. „Ástin er eilíf.“ Revelstone yppti öxlum. „Það er ekki á mínu færi að svara til um hana,“ svaraði hann, „því að ég hefi ekki slíka reynslu í ástamálum. Það eru mörg ár síðan að ég þekkti til þeirra hluta.“ Erla og unnust- inn. Erla: Elsku Oddur minn! Finnst þór ekki, að þú ættir að biðja forstjórann um kauphækkun? Oddur: Guð minn góður, Erla veit ekki, að ég er að hugsa um þetta alla daga, en hefi bara ekki kjark i mér til þess! Skrifstofumaðurinn: Oddur, forstjórinn sagði, að þú ættir að fara með þennan pakka til Kláusar forstjóra. Oddur: Ég er orðinn þreyttur á að vera Kláus forstjóri: Þetta gekk senditik fyrir forstjórann. Það er bezt að Hérna er króna fyrir hlaupin! ég noti nú tækifærið til að biðja Kláus forstjóra um vinnu. Hann er svo mikill mannþekkjari, að hann sér undir eins að ég er til annars skapaður en vera í svona sendiferðum. nú fljótt, drengur minn! Oddur: Ég var að hugsa um að segja hon- um hver ég væri, en svo fannst mér betra að kasta ekki krónunni, því að ég gat fengið mér góðan drykk fyrir hana.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.