Vikan


Vikan - 12.08.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 12.08.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 32, 1943 13 Telpunni þótti afskaplega gaman að leika sér að apanum, sem götuspilarinn var með. ShirleyTemple- myndir. Myndin til hægri: Prófessorinn langaði til að gefa Broshýr fallega brúðu. Dægrastytting ■ iiniiiiiiiiuiimiiiiiuiimniiiniiiiP' Orðaþraut. ÁS AR KINN T AÐI V AR A S P A R ASK A PINN ANDI UNG A Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan- frá og niður eftir, myndast nýtt orð, og er það hafn á frægum stjórnmálamanni. Sjá svar á bls. 14. Að bera á brúðarstóli. Ef það er stúlka, sem á að bera á brúðarstóli, þá taka tveir karlmenn höndum saman í kross og tekur stúlkan sér þar sæti. Því næst tekur hún sinni hendi utanum hálsinn á hvorum karl- mannirium og í þeim stellingum bera þeir hana til og frá. Sömu skil gera stúlkur karlmönnum, þegar svo ber undir, en annars hafa karlmenn miklu sjaldnar þá ánægju, að sitja á brúðar- stólnum, en konur. Ævintýri Georgs í kínverska ræningjabænum. 24. Það voru mikil vonbrigði fyrir vini Georgs að verða að hætta við að ráðast á varðmanninn, sem hafði verið hálfsofandi. En í síðasta skeytinu, sem kom frá Georg hafði hann skipað þeim að fela sig fljótt af því að hinir ræningjamir voru á leið að kofanum. Þeir vom vel vopnaðir og mundu einskis svífast og skipverjamir á vömflutninga- skipinu vildu ekki eiga það á hættu að missa menn að óþörfu í þessari viðureign. Þeir drógu sig því í hlé aftur og biðu átekta. Þeir földu sig bakvið geymsluskúr, þar sem ómögulegt var, að ræningjamir sæju til þeirra. Þá kom nýtt skeyti frá Georg: Lausn á bls. 14. Að bera á gullstóli. Að bera á gullstóli er skylt þeirri list, sem seinast var lýst, þótt tilgangurinn sé allt annar. Það era oftast karlmenn, sem hafa þann sóma að setjast á gullstólinn, en hann er alveg eins og brúðarstóllinn: víxllagðar hendur tvéggja manna. Gullstóllinn hossast nú til og frá, eftir því sem burðarmennimir hreyfa hendumar. Sá sem situr í honum, er því á einlægu iði, og er það list hans að detta ekki, því ekki má hann styðja sig með höndunum. Þegar minnst varir, sleppa, burðarmennirnir tökum, og dettur þá sá, sem á stólnum sat, kyliiflatur, ef hann uggir ekki að sér. Aftur hefir hann leyfi til að styðja sig við burðarmennina, í því þeir eru að sleppa tök- um. ef hann kemur því við. (Isl. skemmtanir). Síðasta vísa Stefáns frá Hvítadal. Vér hittum nýlega mann úr Dölunum, sem sagði oss þessa vísu og fullyrti, að Stefán skáld frá Hvítadal hefði ort hana rétt fyrir andlátið. Hún er með snilldarbragði og sver sig að því leyti í ættina: Siglan felld og fallinn byr, feigðarveldin toga. Glaðir eldar eins og fyr undir kveldið loga. Konan með rauðu húfuna. Á prestssetri einu var próventukona öldruð. Hún átti oft í brösum við vinnufólkið, og var stundum grátt leikin af vinnumanni þeim, er Jón hét. Hún hézt við hann skömmu fyrir andlát sitt, að hún skyldi hefna á honum misgjörða við sig. Skömmu eftir dauða kerlingar varð Jón úti, en líkið fannst ekki fyrr, en löngu síðar, og var það þá grafið; um nóttina eftir var gröfin rifin upp aftur og kistan brotin. Var svo lík hans grafið í annað og þriðja sinn, en ávallt fór á sömu leið um líkið, að því gagnaðist ekki að liggja i gröfinni. Presturinn tók það þá til bragðs, að hann lét líkið í poka, og lét hann vera á hurðarbaki í kirkjunni. Liðu nú fram tímar, þangað til ein vinnukona prests, er Guðrún hét, glataði tóbaksdósum sínum. Um kvöldið fór hún að bera sig illa yfir missi sínum, svo að prestur bauð henni loksins nýjar dósir og tóbak í, ef hún færi þá út í kirkju og sækti þangað beina- pokann. Hún lét sér það ekki í augum vaxa, og sótti pokann. Um nóttina kom Jón til hennar og mælti: ,,Illa hefir þú farið með beinin mín; og hlýtur að bæta mér það að fullu; láttu nú sjá og farðu á nýársnótt út i kirkju, og segðu við konuna með raúðu húfuna: fyrirgefðu beina- grindinni, sem liggur að hurðarbaki." Guðrún gjörði eins og henni var boðið fór út í kirkju á nýársnótt; var hún þá full af fólki og þekkti hún ekkert af því, og var þar með kona með rauða húfu. Guðrún gekk til hennar, og skilaði til hennar sömu orðum, sem henni voru lögð í munn. Konan svaraði með harðri rödd: ,,Já.“ Morguninn eftir sagði vinnukonan presti upp alla sögu. Vom þá enn grafin bein Jóns, og var ekki hreift við gröfinni eftir það. (J. Á. þjóðsögur). Fyrsti kossinn Framhald af bls. 4. yfir sjálfum mér, hversu barnalega hlýtt mér varð til hennar, svo hlýtt, að mér hefði mest langað til að biðja hennar. Ég hafði þó haft þá skoðun fyrr, að ég skyldi hugsa mig um tvisvar, áður en ég héti konu eiginorði, en svo blindur var ég þá, að slík hugsun hvarflaði ekki að mér. Mér fannst ráðning allra minna fram- tíðardrauma vera falin í hinum fallegu brúnu augum hennar, og þegar hún talaði, fann ég sælukenndan unað streyma um mig. Ég óskaði þess með sjálfum mér, að ferðin tæki aldrei enda, en ég vissi líka full vel, að hún var bráðlega búin — að- eins eftir stutta stund. Allt í einu staðnæmdist lestin. Við litum út um gluggann og kölluðum til lestar- þjóns, og spurðum hann hvers vegna lestin hefði stanzað svo skyndilega, en hann svaraði því til, að eitthvað hefði brotnað í vélinni. Allir urðu æfir út af því að geta ekki haldið ferðinni áfram, en ég var svo hjartanlega ánægður. — Ég vonaði, að bilunin væri það mikil, að lestin yrði að vera kyrr fram eftir nóttunni. Mér var nóg að komast á skrifstofuna um morgun- inn. Það getur verið, að ég hafi horft heldur mikið á ungfrúna, ég hafði enga dómgreind á sjálfum mér í návist hennar. Ef til vill hefir henni verið það ógeðfellt, hversu fast ég blíndi í augu hennar, því nú lagðí hún sig fyrir og lokaði augunum. Eins og ég hefi áður sagt, herra dómari, þá hefi ég alla tíð verið óframfærinn við ungar stúlkur, félagar minir hafa gert óspart grín að mér fyrir það. Og þótt ég væri orðinn 32ja ára gamall, hafði ég aldrei kysst eina einustu stúlku. — En þessi munnur. — Nei, ég gat ekki sigrast á freistingunni. Ég er ekki lauslátur, því vona ég, að þér

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.