Vikan


Vikan - 12.08.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 12.08.1943, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 32, 1943 15 Þegar kona . . . Framhald á bl3. 15. hefir margt verið reynt í þess stað. Aether, sem er notaður á sama hátt og chloroform, hefir þann kost, að hann dregur minna úr hriðunum, en hins vegar þarf meira af honum og hann er ekki eins fljótvirkur og þægi- legur i notkun. Hefir hann því ekki náð að útrýma chloroforminu. Glaðloft dregur ekki, að talið er, neitt úr hríðunum og hefir þann kost, að hægt er að gefa það miklu fyrr í fæðingunni, en það er aftur á móti dýrt og fyrirferðármikið og útheimt- ir sérstök áhöld. Það er því ekki nógu einfalt og handhægt í notkun. Aðrar deyfingaraðferðir, eins og innspýting lyfja í æðar, mænu og taugabrautir eða endaþarminn, hafa allar haft sína annmarka og ekki náð að ryðja sér til rúms. Fram til þessa hefir engin aðferð náð að útrýma chloroform- deyfingunni. „Casablanca Camellía“. Hér sést Eleanor Parker kvik- myndaleikkona með blómi því, sem nefnt hefir verið „Casablanca Camell- ia" til heiðurs Roosevelt forseta, eftir að hann fór hina minnisstæðu flugför til Casablanca í Marokko. Nuffield lávarður. Þetta er mynd af brézka mann- vininum Nuffield lávarði, sem stofn- að hefir sjóð með 40,000,000 dollara og á að verja honum til styrktar læknisfræðilegum rannsóknum. „EN ÞAÐAN KOMA LJÓS HIN LOGA- SKÆRU“. Framhald af bis. 7. próf í Kaupmannahöfn 1917 í rafmagnsverkfræði. — Hann dvaldi síðan eitt ár í Noregi og tvö ár í Svíþjóð við rafmagns- verkfræðistörf, en réðist 1. febrúar 1920 til Reykjavikur- bæjar, sem eftirlitsmaður með rafmagnslögnum og varð 1. júní 1921 rafmagnsstjóri og hefir gengt því embætti síðan. Hann er kvæntur Láru Árnadóttur, Sveinssonar, fyrrum kaupmanns á ísafirði, og konu hans Guð- rúnar Brynjólfsdóttur frá Mýr- um. Þetta er einkennisbúningur kvenna, sem eru i þjónustu Bandarikjaflotans. gh Gashitarinn EK A VIÐ HITAVEITU SEM BORG- AR SIG NIÐUR Á EINU ÁRI. GH-GASHITARINN vinnur hita, sem ella tap- ast með útblástursgasi Dieselvéla og sem nemur um þriðjungi þeirrar olíu sem vélin brennir. GH-GASHITARINN hitar upp vatn, sem nota má til upphitunar eða neyslu. GH-GASHITARINN var smíðaður í fyrsta skipti fyrir sundlaugina á Siglufirði — 1940 — og hefir reynst svo vel, að nú ný- verið hafa borist pantanir frá ýmsum stöðum á landinu. GH-GASHITARINN sparar sig í mörgum tilfell- um upp á einu ári — miðað við kola- kyndingu sem þyrfti til framleiðslu sama hita. GH-GASHITARINN er byggður eftir flóknum og nákvæmum útreikningum fyrir mis- munandi vélastærðir. GH-GASHITARINN á heima víðast hvar þar sem Dieselvélar eru starfræktar — svo sem við Diesel-rafstöðvar — í hrað- frystihúsum — mótorskipum — verk- smiðjum og víðar. Vér eigum enn efni í nokkra GH-GASHITARA og getum tekið að oss smíði þeirra ef samið er strax. Vélsmiðjan Jötunn h.f. Hringbraut. — Sími 5761. SKRÍTLUR. Robinson er dálítið f jarhuga. Fyrir nokkrum dögum sat hann i veitinga- húsi og er þjónninn í annað sinn rétti að honum matseðilinn, sagði hann: „Nei, þakka yður fyrir, ég kæri mig ekki um að lesa á meðan ég borða.“ Nýgifta konan, við vinstúlku sína: Maðurinn minn talar svo mikið upp úr svefninum, að ég er viss um að ég gæti haft upp úr honum hans helgustu leyndarmál. Vinstúlkan: Minnist hann nokkum tíma á mig. „Maðurinn, sem ég giftist, verður að vera hetja,“ sagði ekkja nokkur. „Það má hann til með að vera,“ sagði meinyrtur piparsveinn, sem hún var að tala við. Telpa, sem var að skoða dýragarð, sagði þegar hún sá zebradýr: „Sjáðu, mamma, þarna er hestur í baðfötum.” Jóna: Hann afi er 90 ára gamall! Finnst þér það ekki merkilegt? Sigga: Merkilegt? Nei! Það verð- ur að gá að því, hvað það hefir tekið hann langan tima að verða svona gamall! „Mamma", spurði lítill drengur, „geturðu sagt mér, hvað verður um eldinn, þegar hann deyr?" „Nei.’ekki frekar en hvað verður um hann pabba þinn, þegar hann fer út á kvöldin." Amerísk kona að athuga strand- vamabyssu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.