Vikan


Vikan - 12.08.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 12.08.1943, Blaðsíða 11
VTKAN, nr. 32, 1943 11 Höfundurinn: Agatha Christie Framhaldssagas Lejnianlíiniir BiM --------------17-------------- „Nei, það er undarlegt. Hún hefir hent henni einhversstaðar frá sér. Við verðum að reyna að fá ungfrúna til að muna, hvar hún hefir látið hana. Hér höfum við ekki meira að gera.“ Ellen var í forstofunni, þegar við komum niður. Poirot kvaddi hana mjög kurteislega. tJti við dymar sneri hann sér við og sagði: „Eg geri ráð fyrir, að þér vitið það, að ung- frú Buckley var trúlofuð flugmanninum Michael Seton?“ Hún starði undrandi á hann. „Hverjum ? Þessum, sem svo mikið er talað um í blöðunum ?“ „Já.“ „Það vissi ég ekki. Að hugsa sér það! Trúlof- aður ungfrú Nick.“ „Undrun hennar virtist vera fullkomlega eðli- leg,“ sagði ég, þegar við vorum komnir út. „Já, ekki bar á öðru.“ „Kannske svo sé í raun og veru,“ sagði ég. „Og bréfin svo að segja við nefið á henni? Nei, vinur minn.“ „Allir em ekki eins og Hercule Poirot," hugs- aði ég. „Við erum ekki með nefið niðri í þvi, sem kemur okkur ekki við.“ En ég sagði ekkert. „Hún er mér ráðgáta — þessi Ellen,“ sagði Poirot. „Mér líkar þetta ekki. Það er hér um eitthvað, sem ég ekki skil, að ræða.“ 14. KAFLI. Hið dularfulla hvarf erfðaskrárinnar. Við fórum beint á hressingarhælið. Nick virtist undrandi yfir að sjá okkur strax aftur. „Já, ungfrú,“ sagði Poirot, eins og hann væri að svara undrunarsvipnum á andliti hennar. „Svona er ég. Mér skýtur alltaf upp aftur. Og það er bezt að segja yður fyrst frá því að ég er búinn að koma skjalasafni yðar i röð og reglu. Nú er það ekki lengur í óreiðu." „Það mátti vist varla dragast lengur,“ sagði hún og gat ekki varizt brosi. Þér eruð vist reglusamur og snyrtilegur, Poirot?“ „Spyrjið Hastings, vin minn.“ Forsaca * Poirot: °S Hastings vinur ® * hans em nýkomnir til St. Loo í sumarleyfi. Nick Buckley býr á Byggðarenda. Hún hefir fjómrn sinnum á skömmum tima lent í lífsháska og vekur þetta forvitni Poirots. Hann lætur hana nú segja nákvæmlega frá atburðum síðustu daga og hverjir séu vinir hennar. Nick er þeirrar skoðunar, að þetta séu allt tilvilj- anir, er fyrir hana hafa komið. Poirot gmnar, að Nick leyni þá einhverju. Poirot og Hastings fara á laun að Byggðarenda og hitta þar ókunnan mann, Croft, nábúa Nick, og fara heim með honum. Kona hans er veik, en lætur sér mjög annt um allt, er snertir Nick. Litlu síðar heimsækja þeir Vyse lögfræðing og þar beinir Poirot talinu að Nick og Byggðarenda. Nick hafði boðið þeim heim um kvöldið til þess að horfa á flugeldasýningu, og þar kynnast þeir Maggie, sem Nick hefir fengið til að vera hjá sér. Þetta sama kvöld er hún myrt í garðinum á Byggðarenda. Nick verður ör- vingluð og áfellir sjálfa sig fyrir að hafa fengið hana til að koma. Það verður úr að Nick er flutt þá þegar um kvöldið í hress- ingarhæli. Poirot og Hastings ræða um, hver sé morðinginn. Þeir álita, að Nick leyni þá einhverju. Þegar þeir heimsækja hana í hressingarhælið, fá þeir að vita, að hún hefir verið trúlofuð Michael Seton flugmanni, sem er nýdáinn, en hann hafði beðið hana að leyna trúlofun þeirra, af ótta við frænda sinn Sir Matthew Seton mill- jónamæring. Af öllu þessu dregur Poirot ýmsar ályktanir, og fær leyfi Nick til að fara að Byggðarenda og leita að erfða- skránni, sem hún veit ekkert, hvar er niður- komin. Þar hitta þeir Ellen og ræða við hana um atburðinn, óg af hverju hún hafi ekki verið úti kvöldið áður til að horfa á flugeldana. Þeir leita nú víða í húsinu og finna þar loks mörg bréf frá unnusta Nick. 1 þeim finna þeir sönnun þess, að Michael hafi arfleitt hana, og þykir Poirot það vera góðar upplýsingar fyrir þá. Stúlkan horfði spyrjandi á mig. Ég komst ekki hjá því að gefa nákvæma lýsingu á ýmsum sérkennum Poirots og dyggð- um hans og endaði með því að hæla honum mjög fyrir eitt frægasta málið, sem hann hafði leyst af sinni alkunnu skarpskyggni og ná- kvæmni. Poirot steinþagði og hlustaði brosandi á frá- sögn mína. Þegar ég hafði lokið máli mínu, sagði hann: „Þetta var vel mælt og drengilega. Og allt er það hverju orðinu sannara. Hugsið yður, ung- frú, ég er alltaf að reyna að fá Hastings til þess að skipta hárinu í miðju. Sjáið bara, hve þessi skipting fer honum illa!“ „Þá eruð þér líklega ekki mjög hrifinn af mér, Poirot, því að ég er undir sömu sökina seld og Hastings! En Freddie hlýtur að vera yður að skapi, þvi að hún skiptir i miðju!“ „Hann var einmitt að dáðst að henni fyrir skömmu,“ sagði ég illgimislega,“ og nú skil ég, hvemig á því stendur!" „Við skulum nú hætta þessu rausi,“ sagði Poirot. „Við erum hér í alvarlegri erindagerðum. Ungfrú góð, ég finn hvergi erfðaskrána yðar.“ „Nú!“ Hún hnyklaði brúnimar. „En gerir það nokkuð til? Þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég ekki dauð ennþá! Og erfðaskrá kemur ekki til greina fyrr en maður er dauður!“ „Það er alveg rétt!“ sagði Poirot. „En samt sem áður hefi ég áhuga á þessari erfaskrá yðar. Mér hefir dottið dálítið í hug i sambandi við hana. Hugsið, ungfrú! Reynið að muna, hvar þér settuð hana — hvar þér sáuð hana síðast!“ „Ég held, að ég hafi ekki sett hana á neinn sérstakan stað,“ sagði Nick. „Eg hefi aldrei neitt á vísum stað. Ég hefi sennilega hent henni i ein- hverja skúffu.“ „Þér hafið þá ekki sett hana í leynihólfið?“ „Leyni hvað?“ Ellen þjónustustúlka segir, að það sé leyni- herbergi eða hólf í gestastofunni eða bóka- herberginu.“ „Hvaða bull er þetta!“ sagði Nick. „Ég hefi aldrei heyrt neitt um það. Sagði Ellen þetta?" „Já. Það er svo að sjá að hún hafi þjónað á Byggðarenda, þegar hún var ung stúlka. Mat- sveinninn á að hafa sýnt henni þetta.“ „Ég er fyrst að heyra þetta núna. Ég ímynda mér að afi mundi hafa vitað það, en ef svo hefir verið, þá hefir hann að minnsta kosti þagað yfir því. Og ég er viss um, að hann mundi hafa sagt mér það. Emð þér sannfærður um, Poirot, að Ellen hafi ekki skrökvað þessu öllu?“ „Nei, ungfrú, ég er ekki sannfærður um það. Minnstu ávallt mildu sápunnar i Ozolo Desinfector er ómissandi í vaska, sal- emi og í upp- þvottarvatnið. Ilmurinn gjör- breytir híbýl- um yðar. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Simi 3183. Avallt fyrirliggjandi. ffiinkaumboð: Jóh. Karisson & Co. Sími 1707 (2 línurj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.