Vikan


Vikan - 07.10.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 07.10.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 40, 1943 11 Höfundurinn: Agatha Christle Framhaldssaga i „Vyse lét ekkert uppi um innihald erfðaskrár- innar. Hann var alltof „formlegur" í tali sínu.til þess, að það væri viðeigandi. En það er lítil ástæða til að efast um, að þetta er einmitt það plagg. Það er vottfest, sagði hann mér, af þeim Ellen Wilson og manni hennar." „Við erum þá komin aftur að hinu gamla við- fangsefni," — sagði ég, „þessari frú Rice." ,,Já, — þeirri vandræða-gátu!" „Frederica Rice," tautaði ég, alveg út í hött, „það er fallegt nafn." „Pallegra, heldur en það, sem vinir hennar kalla hana. Freddie —," hann gretti sig, — það er ekkert við það, — fyrir unga konu." „Það er ekki um margar styttingar að ræða, á nafninu Frederica," sagði ég. „Það er ekki eins og um Margrétar-nafnið, þar sem um er að velja ótal gælunöfn, t. d. Maggí, Magga, Manga, Gréta o. s. frv. „Stendur heima! Jæja, Hastings, líður þér skár núna, — þar sem nú er eitthvað farið að gerast?" „Já, auðvitað. Segðu mér eitt: Áttir þú von á þessu?" „Nei, — ekki beinlinis. Ég hafði ekki gert neina ákveðna áætlun um gang málsins, með sjálfum mér. Ég bjóst aðeins við ákveðnum arangri af þessum hrekk, — en tildrögin til þessa árangurs hljóta síðan að skýra sig sjálf." Ég játaði þessu fyrir kurteisis sakir, þó ég væri eiginlega úti á þekju. „Hvað var það, sem.ég ætlaði að fara að segja, rétt í því, að símabjallan hringdi?" tautaði Poirot tyrir munni sér. „Já, — það er rétt — bréfið frá henni ungfrú Maggie. Eg ætlaði að líta á það aftur. Mig minnir að í því sé eitthvað, sem mér kom einkennilega fyrir." Ég tók bréfið upp og rétti honum. Hann las það í annað sinn. Eg gekk um gótí i stofunni á meðan. Mér varð litið út um glugg- ann. Skemmtisnekkjurnar voru í kappsiglingu á flóanum. Allt í einu hrökk ég við, því að Poirot hrópaði upp, eitthvað, sem ég gat ekki greint. Ég snerist á hæli. Poirot hélt höndum um höfuð sér og réri fram og aftur og til hliða, eins og hann tæki út ofsa- legar kvalir. „Æ, æ," stundi hann. „Það er eins og ég hafi verið alveg steinblindur. „Hvað er nú að?" „Flækja, sagði ég það ekki? Allt eintóm flækja? En það er öðru nær! Þetta er allt svo einfalt, sem orðið getur. En ég endemis klaufi, •að sjá þetta ekki." „Drottinn minn dýri! Hvers konar kastljós er hetta, sem svona skyndilega hefir verið varpað & allt öngþveitið?" „Bíddu, bíddu! Talaðu ekki! Ég verð að raða þessu niður í huga mér. Raða því öllu niður á nýjan leik, i ljósi þeirra uppgötvana, sem ég hefi nú gert, svo alveg óvænt." Hann þreif upp spurningaskrána, og renndi ¦augunum yfir hana, þegjandi. Varir hans bærð- ust þó í sífellu, eins og hann væri að tauta eitt- hvað. öðru hvoru kinkaði hann kolli, íbygginn. Siðan lagði hann blöðin frá sér aftur, á stólinn, ¦og lokaði augunum. Seinast hélt ég, að hann væri sofnaður. En allt í einu andvarpaði hann og leit upp. „Sei, sei já!" sagði hann, „þetta fellur allt, hvað í annað, eins og fótur í sokk. Allt þetta, sem hefir verið að þvælast fyrir mér. öll þessi smáatvik, sem mér hafa fundist óeðlileg. Öll falla þau, hvert í annað, hvert á sínum stað." „Átt þú við, að þú vitir nú, hvernig í öllu liggur?" „Svo að segja. Ég ski), nú allt, sem nokkru máli skiptir. Að ýmsu leyti, hafa ályktanir mínar verið réttar. Hins vegar hafa margar þeirra verið óralangt frá réttri leið. En nú er þetta allt skýrt. Ég ætla að senda símskeyti — spyrja tveggja spurninga. — En það er ekki þess vegna: ég veit svörin fyrir fram, — ég hefi þau hérna!" Og um leið sló hann hendinni á enni sér. „Og þegar þú færð svörin?" spurði ég. Ég var nú fárinn að gerast forvitinn. Hann stökk á fætur. „Heyrðu, Hastings, — manst þú ekki eftir því, að ungfrú Nick hafði orð á því, að sig langaði til að koma upp sjónleik að Byggðarenda? Nú skulum við stofna til slíks sjónleiks þar í kvöld. En það verður þá sjónleikur, sem Hercule Poirot býr til leiks." Hann glotti við. „Þú skilur, Hast- ins, — það verður að vera draugur í þeim leik. Já, — draugur, afturganga. Að Byggðarenda hefir aldrei sést draugur fyrri. En nú skal verða draugagangur þar í nótt. Nei —," ég ætlaði að skjóta inn spurningu, — „ég segi ekkert meira. 1 kvöld leikum við þennan skopleik okkar, Hast- ings, — og opinberum sannleikann. En nú er í mörgu að snúast — ákaflega mörgu að snúast. Hann þaut út úr stofunni. 19. KAFLI. Poirot stofnar til sjónleiks. Það var all furðulegur söfnuður, sem í boði var að Byggðarenda þetta kvöld. Ég hafði naumast séð Poirot allan daginn. Mið- degisverð hafði hann borðað einhvers staðar útí, en boð haf ði hann gert mér' um það, að hann vænti mín að Byggðarenda klukkan 9 um kyöld- ið. Því var bætt við, að ekki þyrfti ég að vera veizluklæddur. Allt var þetta líkast heimskulegum draumi. Eg kom á tilteknum tima, og var mér þegar vísað inn í borðstofuna,. Og þegar ég fór að litast þar um, sá ég að þarnff voru komnir allir, sem Poirot hafði skráð á spurninga-lista sinn, frá A. til I. (J. var auðvitað undanskilíð, „þar eð slík persóna. fyrirfannst engin"). Þarna var jafnvel komin frú Croft, 1 einskonar örkumla-stól. Hún brosti við mér og kinkaði kolli. „Þetta kemur manni á óvænt," sagði hún glað- lega. „Og þetta er tilbreyting fyrir mig, verð ég að segja. Ég held, að ég fari að reyna að koma ofurlítið út, öðru hvoru. Allt er þetta runnið und- an rifjum Poirots. Annars finnst mér það hálf óhugnanlegt. En Vyse lagði áherzlu á að ég kæmi." • „Vyse?" sagði ég og gat ekki dúlið undrun mina. Charles Vyse hallaði sér upp aS vegg, skammt frá okkur, og var Poirot að ræða við hann í hálf- um hljóðum og virtist vera talsvert niðri fyrir. Eg litaðist um1 stofunni áftur. Já, þarna voru allir. Ellen hafði komið rétt á eftir mér og hafði sezt á stól fram við dyr. A öðrum stól sat maður hennar, vandræðalega keikur, og virtist vera móður. En Alfred litli, sonur þeirra, var á sífelldu iði á milli foreldra sinna. Hinir þátttakendurnir sátu umhverfis borðið. Frederica, svartklædd, Lazarus við hlið hennar, George Challenger og Croft hinum megin við borð- ið. Ég sat skammt frá borðinu og nálægt frú Croft. Og nú settist Charles Vyse i öhdvegi við borðsendann, en Poirot tók sér sæti hjá Lazarus. Það var ljóst að leikstjórinn, — eins og Poirot hafði nefnt sjálfan sig — ætlaði sér ekki að hafa á hendi áberandi hlutverk í leiknum. Charles Vyse virtist hafa tekið að sér einskonar fundarstjórn. Ég var að velta því fyrir mér, hvað það mundi nú vera, sem Poirot ætlaði að punda á hann, hon- um að óvörum. Hinn ungi lögfræðingur ræskti sig og stóð upp. Hann var alveg eins og hann átti að sér að vera, hlutlaus, „formlegur", — kaldur og ákveðinn. „Þessi fundur okkar hér í kvöld er all-óvenju- legs eðlis," tók hann til máls. „En tildrögin eru einnig óvenjuleg. Að sjálfsögðu á ég við þaii til- drög, sem eru í sambandi við fráfall frænku minn- ar, ungfrú Buckley. Að sjálfsögðu mun fara fram likskoðun, — enginn efi virðist á þvi leika, a3 eitur hafi orðið henni að bana, og að ejtrið hafi verið sent henni í þeim tilgangi, að ráða hana af dögum. En þetta atriði er í verkahring lögregl- unnar, og skal ég ekki fara frekar út í það hér. Lögreglan mun og sennilega fremur óska þess, að ég geri það ekki. Þegar allt er með felldu, þá er erfðaskrá fram- liðinnar manneskju ekki lesin upp fyrr en að af- staðinni jarðarför, en samkvæmt sérstakri ósk herra Poirots hefi ég nú í hyggju að lesa þessa erfðaskrá upp, áður en jarðarförin fer fram. Með Öðrum orðum, ég ætla að lesa hana hér og nú, á þessum fundi. Sú er ástæðan til þess, að sérhverju ykkar hefir verið sérstaklega boðið hingað. Eins og ég drap á í upphafi máls míns, þá eru tildrög- in mjög óvenjuleg og réttlæta það, að hér er breytt út af venju. ¦ Sjálf erfðaskráin barst mér i hend.ur með all- óvenjulegum hætti. Þó að hún sé dagsett í febrú- armánuði siðastliðnum, barst hún mér í pósti fyrst í morgun. Ekki leikur þó neinn vafi á því, að hún er skrifuð með rithönd frænku minnar, — mér kemur ekki til hugar að efast um það, — og þó að hún sé mjög óformlegt plagg, er löglega frá henni gengið í votta viðurvist." Hann þagnaði og ræskti sig að nýju. Allra augu mændu á hann. Hann hélt á stóru, g^ilu umslagi í hendinni, og dró upp úr því pappírsörk. Við sáum öll að þetta var venjulegt bréfsefni húsráðandans á Byggðar- ' enda og eitthvað á það skrifað. „Erfðaskráin er mjög stutt," sagði Vyse. Hann hafði síðan viðeigandi þögn, áður en hann hóf lesturinn: „Þetta er hinnsti vilji og erfðaskrá Magdölu Buckley. Ég legg svo fyrir, að allur kostnaður skuli greiddur og tilnefni frænda minn, Charle3 Vyse, umráðamann eigna mmna. Allar eigur minar ánafna ég, að mér látinni, Milfred Croft, í viðurkerihingar og þakklætisskyni fyrir hjálp- sémi hénnaf við föður minn, Philip Buckley, —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.