Vikan


Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 42, 1943 alltaf talað um hann í bréfum sínum. Það hlaut að vera vinskapur, sem eftirleiðis yrði að leggj- ast niður. „Jæja — svo þú ert Ethnee,“ sagði hann vin- gjamlega við ungu stúlkuna. ,,Við munum eiga eftir að verða góðir vinir, er það ekki ? Það gleð- ur mig, að þú skulir vilja vera hjá okkur.“ Hann horfði nú stöðugt upp eftir garðinum þangað sem Barbara stóð á bak við eplatréð. „Það er sérstaklega vinalegt af þér, að vilja iofa mér að vera hjá ykkur.“ sagði Ethnee. „Ég gæti ekki afborið það, að þurfa að skilja við Barböru." Burton svaraði ekki. Hann var nú kominn í blómagarðinn, þar sem Barbara var. Það skein geðshræring úr augum hans. Nú var sú stund runnin upp, sem hann hafði beðið eftir í níu ár. „Viltu ekki bíða hérna, og ekki koma lengra?“ sagði hann við Ethnee. Svo gekk hann fram hjá Revelstone lávarði og hneigði sig um leið, án þess að staðnæmast hjá honum og hélt áfram til Barböru, sem stóð undir blómskreyttu trénu, hreyfingarlaus og stirðnuð, eins og hún væri orð- in að steini. Burton gekk fást að henni og rétti fram hönd sína. Hann varð þess var, að bæði Ethnee og Revelstone lávarður höfðu snúið við, og gengu nú burtu niður stiginn, til þess að hann gæti ver- ið einn með Barböru. Hann vissi, að nú mundi hann njóta áhrifamestu stundar í lífi sínu, nú þegar hann hitti þá konu, sem hann hafði elskað og beðið eftir í níu ár. „Barbara!" kallaði hann og greip um kaldar hendur hennar. „Lof mér að sjá framan í þig, Barbara! Ó, guð, hve ég er búinn að þrá þetta augnablik!“ Rödd hans var þrungin ást og innileika. Ást hans var heit og einlæg; en var það bara hugar- burður, sem hann sjálfur hafði skapað sér, eða var það í raun og veru æskuást hans, sem talaði ? Það var spurningin, sem Barbara velti fyrir sér, meðan hún snéri andliti sínu hægt að honum. Burton horfði á hana, og þau þögðu bæði. Ilmurinn steig upp frá blómunum og blandað- ist loftinu, og frá skóginum heyrðist fagur fugla- söngur. Utan af engjunum heyrðist jarm í litlu lömbunum, þegar þau voru að kalla á móður sína. Allt umhverfið söng og vitnaði um nærveru vorsins, en sorgmætt hjarta Barböru var fullt af angist. „Barbara!" Howard nefndi nafn hennar með djúpri viðkvæmni í röddinni, en henni fannst vanta meiri ilmþnmginn ástarhreim í róm hans, og hún vissi strax, hvað hafði komið fyrir. Howard Burton hafði orðið fyrir vonbrigðum! Hann hafði búist við að finna æskuna og fegurð- ina héma á bak við eplatréð, en í staðinn hafði hann hitt þar miðaldra konu, föla og þreytulega. Hana tók þetta mjög sárt fyrir hans hönd, hún fann meira til með honum en sjálfri sér! Hún skildi, að nú hafði ljúfasti draumur Howards að engu orðið; skýjaborgir hans hrunið til rústa á sama hátt og hennar eigin hamingja hafði beðið skipsbrot endur fyrir löngu. Hana langaði mest til að segja honum, að hún skildi þetta allt sam- an, og hversu þungt henni félli það hans vegna. Hana langaði til að hughreysta þennan stóra og sterklega mann, sem hjá henni stóð, líkt og hún mundi hafa hughreyst bam, sem glatað hefði uppáhalds leikfangi sínu. En hún vissi ekki, hvað hún ætti að segja, og á meðan hún stóð þama á báðum áttum um það, hvað hún ætti að gera, tók Howard allt í einu hönd sinni um mitti henn- ar og kyssti hana. Hún fann til sárrar blygðunar — mjög sárrar blygðunar — því henni fannst — hún vissi, að Howard hafði aðeins kysst hana af skyldu, af því að honum fyndist hann verða að leika þetta hlutverk fyrir hana, sem í rauninni var ekki lengur annað en svipur þeirrar stúlku, sem hann hafði elskað í æsku. „Sýnist þér ég ekki hafa breytzt mikið, Howard?“ Hún vildi láta hann sjá, að hún skildi vel hugarástand hans. En Howard lét það ekki á sig fá. Hann var alltof heiðarlegur maður og stór- látur til þess, að breyta áformi sínu við Barböru, enda þótt hann hefði orðið fyrir ofurlitlum von- brigðum, þegar hún sneri að honum, og hann sá andlit hennar, en nú var hann líka fullkomlega búinn að átta sig. Að sönnu var Barbara ekki ung lengur, en hann var nú líka búinn að siíta bamsskónum, og hafði hann verið svo heimsku- legur, að imynda sér, að hann mundi hitta hana sem unga blómarós, þegar hann kæmi heim, þá var það aðeins hans eigin bamaskap að kenna. — Barbara átti enga sök á því. Þar að auki var hún líka alltaf fögur kona. „Breytzt — ekki vitund!" Hann reyndi að tala af sannfæringu. „Mér sýnist þú líta mjög yndis- lega út!“ Henni fannst þetta ekki betra en löðrungur, því Barbara vissi, að fyrir níu ámm hefði hann taiað á allt annan hátt. Hinn hlýji, viðkvæmi og innilegi hljómur var nú horfinn úr rödd hans, hann reyndi að vera vingjarnlegur, en hann tal- aði ekki frá hjartanu, það fann hún, og hún titr- aði af harmi og sál hennar var særð, því hun hafði- áður vitað, hvað það var að vera elskuð. Og hún vissi, að viðmót Howards til sín var ekki sprottið af ást — aðeins af kurteisi. „Eigum við ekki að koma inn? Þú hlýtur að vera þreyttur eftir svona langt ferðalag?" Hún reyndi að vera róleg og bera eðlilega umhyggju fyrir gesti sinum, én Howard hristi höfuðið. „Það er svo ljómandi fallegt og yndislegt héma í blómagarðinum. Og ég vil líka fá að vera svo- litla stund einn með þér, Barbara. Heldurðu ekki, að Revelstone fari bráðum? Það liggur við, að hann hangi hér hjá þér allar stundir." Barbara roðnaði ög þykktist við. „Revelstone lávarður er gamall, margreyndur vinur minn, Howard! Hann hefir alltaf verið mér svo góður síðan Pierce dó; hann hefir hjálpað mér á svo margan hátt!“ „En nú skal ég sjálfur hjálpa þér! Þú hefir átt erfiða daga hér í þessu leiðinlega húsi!“ „Hefir þú ekki líka átt svona daga?“ j.O, ég veit ekki, hvað ég á um það að segja.“ Hann hló léttilega „Ég hefi nú í raun og veru alltaf verið mjög ánægður í þessari löngu bar- áttu og erfiðleikum, sem ég hefi átt í. Ég hefi að vísu unnið mikið og lagt mikið að mér; þú mátt ekki ímynda þér, að ég hafi alltaf setið aðgerðarlaus og haldið að mér hönd- um!“ Barbara roðnaði aftur. Hún hafði einnig unnið, þótt hún ekki héldi því á lofti. Glenns-kastali mundi ekki líta svona út, sem hann gerði nú, ef Barbara hefði ekki unnið og sparað í þessi níu ár, sem Howard hafði verið í burtu. Henni féll illa allt yfirlæti, og henni féll ekki vel í geð svipur Howards, þegar hann talaði með lítilsvirðingu um heimili hennar. „Við munum áreiðanlega geta fengið góð húsa- kynni í borginni," hélt Howard áfram,“ fyrir utan fallega litla býlið, sem ég er að hugsa um að kaupa upp í sveit; og við munum hafa fallega og góða bifreið til þess að aka í á milli — við lifum sem sagt eins góðu og fullkomnu lífi og mögulegt er, því hvað sem um Rhodesia má segja, verður því aldrei neitað, að hún hafi fyllt vasa mína gulli." „Ég held næstum, að ég kæri mig ekkert um íbúð í London — þó getur það verið!" Barbara horfði alvarlega á unnusta sinn. „Ég er ekkert orðin heimtufrek,. Howard. Þessar skemmtanir og lystisemdir heimsins eru hættar að ginna mig.“ Erla og unnust- inn. Oddur: Fyrst ég hefi alla þessa peninga núna, hefi ég ákveðið að Oddur: Ég þekki yndislegustu stúlkuna í heim- gifta mig. Ég er hamingjusamasti maðurinn i heiminum. inum. Blómleg heimasæta. Ég hlakka til að eignast Skrifstofumaðurinn: Þú ert það núna, en þú þekkir ekki lífið. lítið hús og að fá góðan mat, eins og mamma bjó til í gamla daga. t ........ 1 ............ M—..— I, ! >■<...... ' ■■ ----' ■ M—I Oddur: Strákarnir dauð- Erla; Elskan mín, ég á engan dósamat núna. Svo við öfunda mig af því, að eiga verðum að fara út að borða. — Það er líka miklu skemmti- svona heimiliselska kær- legra. ustu, eins og Erla er. Oddur: Það er alveg stórfínt! Oddur: Ekki koma með reikninginn strax. Mig langar til að njóta matarins!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.