Vikan


Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 14

Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 14
14 ekki þagað heilan dag og hétu honum spesíu, ef hann gœti það. Karli gekk öllum vonum betur að þegja, svo hinir fóru að verða hræddir um, að hann mundi vinna og leituðu því ýmsra bragða, til að koma honum til að tala. Seinast fóru þeir að segja hvor öðrum sögur um það, að þeir, sem lengi þegðu, misstu stundum málið. E>á rauf karlinn þögnina, og sagði: „Ekki þori ég að þegja lengur; ég veit ekki, nema guð minn góður straffi mig þá og taki af mér málið.“ Varð hann svo af veðfénu, en hélt málinu. öfugmælavísur. Gkjngutóu grönnu hár gerðu í net að skubba, búðu til úr blýi flár en beyki þunnt í kubba. Fljóta burtu flæðisker, fljúga upp reyðarhvalir; blágrýtið er blautt sem smér, blý er hent í þjalir. ÍAð stökkva yfir sauðarlegginn. Það litur svo út i fljótu bragði, að þetta sé hægur vandi, en það er sá hængur á, að lista- maðurinn á að bregða fingrunum undir távörpin á akóm sínum og stökkva svo yfir sauðarlegg eða eitthvað því um líkt, án þess að sleppa tök- unum. Likný í Þjórsárdal. í Þjórsárdal fyrir ofan Stóranúp er klettur einn, sem Likný heitir; það var tröllkona, sem leitaðist við að verja mönnum umferð um dalinn, með því að hlaða grjótgarð yfir um þveran dal- tnn, en hvað henni gekk til þess, vita menn ekki. Tröllkonan var of lengi að því starfi, svo hana dagaði uppi, og á mynd hennar að vera á klettinum Likný. Dýrhóll. ‘Á Lágheiði í Ólafsfirði er hæð ein, sem Dýr- hóll heitir. Hann dregur nafn af því, að einu ainni lá þar bjamdýr. Meðan dýrið hélt sig þar, gekk maður einn yfir heiði með atgeirsstaf i hendi. Þegar dýrið varð vart við manninn, stóð það upp og hristi sig, en lagðist aftur, er það Sá atgeirsstafinn. Nú gekk maðurinn inn i Heiðar- höll (hóll ?), og mætti þar manni einum úr Fljótum, sem ætlaði út í Ólafsfjörð. Maðurinn, sem utan að kom, varaði hinn við bjarndýrinu, og léði honum geirstaf sinn. Síðan gekk maður- inn út heiði, og er hann kom út að Dýrhól, stóð bjamdýrið upp. Gaf það sig ekkert að honum, en tók á rás inn heiðj, og linti ekki fyrr, en það náði manninum, sem inn yfir gekk, skammt fyrir framan Þrasastaði og drap hann þar. V egg ja-útburður inn. Maður var á reið á ásum hjá Síðumúla í Hvít- ársíðu. Hann vissi ekki fyrri til en útburður kom að honum og segir: „Veggja-sleggja'heiti ég;. á mig Geir og Gunna; á bak mun ég fara og bráðla ríða kunna.“ Hljóp hann þá upp á lendina á hestinum og sligaði hann. Þessa vísu er og sagt, að útburður hafi kveðið, en ekki vita menn, hver drög til hennar liggja: „Er ég skjótur, eins og valur, undirförull, sem kjói; föðurland mitt er Flókadalur, fæddur er ég á Mói." Svar við orðaþraut á bls. 13. NOREGUR. NOT AR OFLÁR RASKA - E I N N A ^^ ‘ GRUNA UNAÐS ROFIÐ Svör við spurningum á bls. 4. 1. Bólu-Hjálmar (Hjálmar Jónsson frá Bólu). 2. 136 kílómetrar. 3. Árið 1928. 4. Hann var belgiskur og var uppi frá 1822 til 1890. 5. Hann hét Courbet. 6. Árið 1939. 7. Móðgun. 8. Hún vex einkum I Miðjarðarhafslöndunum. 9. Þar var stjómarskrá Norðmanna samþykkt 17. maí 1814. 10. Svartur Þórðarson á Hofstöðum í Þorska- firði. Einn hinna mörg þúsund hermanna, sem létu lífið undir hinni brennandi afrísku sól. SKRÍTLUE Maður einn sá sveitapilt láta hund sinn leika listir og sagði: „Hvemig ferðu að þessu drengur minn ? Mér er ómögulegt að kenna mínum hundi nokkum skapaðan hlut." Drengurinn leit á manninn og svaraði með hægð: „Aðalatriðið er að vita meira en hundurinn." Hann: „Þú ert aldrei góð, nema þegar þig vantar peninga." Hún: „Já, ég er oftast góð." „Hélztu sparnaðarræðu yfir henni, eins og þú ætlaðir?" „Já.“ „Nokkur árangur?" „Já, ég er hættur að reykja." „Konan mín skilur mig ekki. En þín?" „Ég veit það ekki. Ég hefi aldrei heyrt hana nefna þig á nafn." VIKAN, nr. 42, 1943. Vikunnar. Lárétt skýring: 1. við. — 2. á buxum. — 9. amboð. — 12. tveir samstæðir. — 13. ökumann. — 14. hæðir. — 16. fisk. — 17. fremur lagleg. — 20. sletta. — 22. málningu. — 23. mánuður. — 25. byrgi. — 26. úthald. — 27. rífast. — 29. fálm. — 31. óhrein- indi. — 32. hata. — 33. blástur. — 35. eyðslu. — 37. fljótgeðja. — 38. kænar. — 40. kaðall. — 41. sagði fyrir. — 42. skefur. — 44. lampi. — 45. vatnsfall. — 46. óhrein. — 49. fljótt. — 51. ull. — 53. viðutan. — 54. atviksorð. — 55. bókfær. — 57. snös. — 58. stjóm. — 59. endurtekið. — 60. agn. — 62. urg. — 64. hrópa. — 66. verkur. — 68. landshluti.---69. ber vel aldurinn. — 71. ámælir. — 74. ofmælt. — 76. kyrrð. — 77. dúkar. — 79. hnuplaði. — 80. sagnmynd. — 81. leiði. — 82. kennimenn. — 83. fljót. Lóðrétt skýring: 1. bára. — 2. fyrirlíta. — 3. saur. — 4. ungviði. — 5. sund. — 6. orka. — 7. matarílát. — 8. skemmtun. — 10. skurður. — 11. pæla. — 13. ráp. — 15. kaf. — 18. feitmeti. — 19. eyða. — 21. ílát. — 23. skæli. — 24. tré. — 26. hinn þrúðgi Ás. — 28. íbúar sérstakra landa. — 28. örskots- stund. — 30. fót. — 31. neðsti hluti hússins. — 32. höll. — 34. rekkjuvoð. — 36. bragðgott. — 38. viturs. — 39. staurs. — 41. í homi. — 43. dá. — 47. hamingja. — 48. þá sem heita sama. — 49. blóð. — 50. tvíhljóða. — 52. ekki borðandi. — 54. erjur. — 56. baggi. — 59. Ijúka upp. — 61. mannorðs spell. — 63. leiða. — 64. ólæti. — 65. alda. — 67. þras. — 69. trúir ekki. — 70ö gras. — 72. fugl. — 73. pípa. — 74. benda. — 75. lyfti- efni. — 78. tveir samstæðir. — 79. sk.st. Lausn á 204. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. róm. — 3. svarkur. — 9. sek. — 12. ös. — 13. náið. — 14. úrum. — 16. fæ. — jj. skjall. — 20. gnæfir. — 22. áum. — 23. sjá. — 25. ata. — 26. ort. — 27. skörp. — 29. ill. — 31. em. — 32. skó. — 33. net. — 35. dýr. — 37. ið. — 38. Reykjanes. — 40. tó. — 41. rellu. — 42„ rifta. — 44. fley. — 45. alda. — 46. kræfa. — 49. ógift. — 51. ló. — 53. sjóðurinn. — 54. sá. — 55. ljá. — 57. als. — 58. enn. — 59. pál. — 60. ást. — 62. kotin. — 64. ger. — 66. arf. — 68. goð. — 69. sel. — 71. skraut. — 74. skilja. — 76. næ. — 77. flón. — 79. skyr. — 80. ól. — 81. inn. — 82. Landsýn. — 83. ort. Lóðrétt: — 1. röst. — 2. ósk. — 3. sálm. —• 4. vil. — 5. að. — 6. kú. — 7. urg. — 8. rana. — 10. efi. — 11. kæri. — 13. naut. — 15. mæti. — 18. jám. — 19. sjö. — 21. fald. — 23. skóku. — 24. amar. — 26. orð. — 27. skyldfólk. — 28. peninginn. — 30. lýt. — 31. eiðfall. — 32. sel. — 34. tef. — 36. rósamál. — 38. reyrs. — 39. stafn. — 41. rek. — 43. alt. — 47. æja. — 48. aðsog. — 49. óreið. — 50. inn. — 52. ójá. — 54. sár. — 56. ásar.---59. pell. — 61. traf. — 63. tog. — 64. geir. — 65. asni. — 67. full. — 69. skyn. — 70. malt. — 72. kæn. — 73. tóa. — 74. ský. — 75. jór. — 78. N.N. — 79. S.S.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.