Vikan


Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 21.10.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 42, 1943 13 r Ýmsir kvikmyndaleikarar Humphrey Bogart í myndinni , ,Malta-f álkinn * ‘. Loretta Young og David Nivern í myndinni „Fomar ástir". Til vinstri er sænski þolhlauparinn Gundar Hágg; í miðjunni Signe Hano, sænska filmstjarnan, til hægri er Cecil B. De Mille, kvikmynda-framkvæmdarstjóri i Hollywood. — Þessi mynd var tekin í samsæti, sem Hágg var haldið í Hollywood. Aðeins ein eldspýta að koma fyrir kattarnef. Annað hugsaði ég ekki um. Léttasta verkið mundi verða, að bera Denton út í bifreiðina hans. Ég sat svo- Xitla stund og velti þessu fyrir mér fram og aftur. Svo hóf ég verkið. Ég þóttist nú vera búinn að þrauthugsa hvert smáatriði í sambandi við þetta. Danton mun hafa fallið á hnakkann, er hann datt á gólfið. Þegar ég tók hann upp, sá ég, að hann hafði fengið sár aftan á hvirfilinn, og það hafði runnið úr því blóð. Á milli hússins og vegarins var há lima- girðing, og þéttir runnar, svo ég gat haldið verki mínu áfram án nokkurrar hættu á, að sæist til mín. Ég opnaði dyrnar á bif- reiðinni og lyfti Danton upp í framsætið. Klukkan var rúmlega eitt, þegar ég ók af stað ofur rólega og gætilega. Það var óskemmtileg ökuferð fyrir mig með Danton kaldan og stirðnaðan við hliðina á mér. Ég var búinn að hugsa mér, hvernig ég gæti sloppið í burtu — ég valdi fáfarna leið út í sveitina, langt frá þjóð- veginum. Það var ótrúlegt, að bjarminn frá brennandi bifreiðinni mundi vekja eftirtekt •strax, og um það fail, sem fólk yrði komið á staðinn, mundi eldurinn vera orðinn svo magnaður, að ógjörlegt yrði að slökkva hann. Þegar askan svo loksins væri orðin köld, svo hægt væri að skoða bifreiðina, mundi enginn geta fundið sárið á hnaklca Dan- tons. Að sjálfsögðu mundi Knowels, Harri- man og ég verða yfirheyrðir, sömuleiðis fjórði gesturinn, sem verið hafði með í spilamennskunni. En þrátt fyrir það, þótt ég hefði snúið við heim til Dantons til að uá í vindlaveskið mitt, var engin ástæða til að leggja meiri grun á mig en hina, sem með honum höfðu verið um kvöldið. Ég gat vel sagt, að ég hefði ekkert komið í húsið til Dantons aftur, af því að ég hefði orðið þess var á leiðinni, að ég væri með vindlaveskið á mér. Þannig var ég búinn að hugsa þetta alltsaman, að það eina sem ♦ ♦ ♦ Framhald af bls. 4. dygði væri aðeins, að vera nógu ákveðinn og óskammfeilinn. Næturloftið var orðið kalt, og ég fór að spyrja sjálfan mig, hvort ég hefði nú ekki hagað mér heimskulega, og hvort ekki hefði verið betra að hringja á lögregluna og segja henni alla málavexti. En nú var það orðið of seint. Nei, þegar á allt var litið, fannst mér, ég hafa gert það eina rétta, sem hægt var að gera úr því, sem komið var. Ég hafði ekki hreyft við peningum Dantons — og ég hafði verið svo hygginn að taka hatt- inn hans með — svo allt benti til þess, að maðurinn hefði lagt einn af stað í bifreið- inni. Ég er enginn morðingi, það skyldi aldrei á mig sannast, að ég væri glæpamaður. Þannig leit ég á þetta þá, og svona lít ég á það nú, þegar aðeins er eftir einn tími milli jarðlífs míns og — eilífðarinnar. Mér er það ljóst, að það er sannleikur, sem sagt er, að örlögin verði ekki flúin. Þegar morðingi hefir hugsað ráð sitt gaumgæfilega, að hans áliti rökrétt, þann- ig, að honum finnst óhugsandi, að verkið verði sannað á hann, þarf ekki nema ofur- litla yfirsjón til þess að eyðileggja öll hans vel hugsuðu áform. Og þannig var það með mig. Smá gá- leysi — og aðeins vegna þess verð ég nú að kveðja þennan heim. Ég stóð og horfði á bifreiðina, sem ég hafði helt yfir benzíni, og Danton er sat saman knýttur í framsætinu rennblautur af benzíni frá hvirfli til ilja. Ég gekk nokkur skref frá, til þess að verða ekki fyrir blossanum, þegar ég kveikti í; ég vissi að það mundi geta orðið sprenging eins og í púðurbirgðum, þegar logandi eld- spýtan snerti bifreiðina fljótandi í benzín- inu. Ég þreifaði niður í vasa minn eftir eld- spýtunum . . . þá rann það upp fyrir mér, að Knowles hafði beðið mig um eldspýtu um leið og ég skildi við hann á veginum, — og hann hafði ekki skilað mér stokkn- um aftur. Og þess vegna verð ég nú að deyja. Hefði ég látið Bruce Danton liggja kyrr- an, þar sem hann lá — á gólfinu í her- bergi sínu — hefði ef til vill verið litið svo á, að um innbrot hefði verið að ræða. Og þá hefðu menn sennilega ekki grunað mig um verknaðinn. En þegar Bruce Danton finnst í bifreið sinni langt frá alfaraleið, rennandi blautur af benzíni og með sár á hnakkanum — það er allt önnur saga. Lögreglan mun finna fingraför mín á stýrishjóli bifreiðarinnar, eða einhvers staðar annars staðar, og þgð mun vera hægt að rekja sporin til mín á margan ann- an hátt. Nú er klukkan kortér gengin í sex. Fólk fer bráðum að ganga til vinnu út á engjarnar á sveitabýlunum. Ég sé í anda, þegar einhver bændanna kemur að bifreið- inni og horfir undrunaraugum á benzín- blautt líkið í framsætinu. Hin starfsama lögregla mun kalla á Scotland Yard, sér til aðstoðar í þessu morðmáli . . . Dyrabjallan og síminn munu hringja án afláts í íbúð minni. Knowles mun hringja. Harriman mun hringja. Þeir munu halda, að ég sé farinn út. Og á þeirri stundu verð ég líka að sönnu farinn út — út í eilífðina. />•••.................................... ■MMMiiiiiiiiiiMMMt^ Dægrastytting | kmmiiiiiimiiimimmmmiiimiii iiiiiiitiiiiiiiiiiiiMiMMMMiiiMtfrai^^ Orðaþraut. OT AR FLÁR ASK A INN A RUN A N AÐS OFIÐ Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig-, að séu þeir stafir lesnir ofan- frá og niðureftir, myndast nýtt orð, og er það nafn 4 landi, sem Þjóðverjar hafa hemumið. Sjá svar á bls. 14. Guð straffar þagmælskuna. Einu sinni var ógurlega kjöftugur karl sem alltaf var eitthvað að mærðra. Veðjuðu piltar nokkrir við hann eitt sinn um það, að hann gæti

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.