Vikan


Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 44, 1943 Pósturinn Lóa Eiríksdóttir á bréf í vanskil- nm á skrifstofu Vikunnar. Kæra Vika! Mér virðist þú stundum svo anzi minnisgóð að mig langar til að vita, hvort þú manst það, sem ég get ekki munað. Eftir hvern er vísan „Heim- þrá manna er heiðin greið," sem fékk einu sinni fyrstu verðlaun í vísna- samkeppni, sem „Nýjar Kvöldvök- ur“ stofnuðu til fyrir löngu síðan? Svar: Hún er eftir Benedikt Ein- arsson, en hann var fæddur 18. ágúst 1852 á Hallanda á Svalbarðs- strönd. Hann bjó lengi að Hálsi í Eyjafirði. Vísan er svona í „Stuðla- málum“: Heimþrá mann er heiðin greið, huldir liggja þræðir anda hans, er leiða leið ljúft á Sigurhæðir. Svar til „Fróðleiksfúss“: Það er ekki gott að dæma um það, sem þér eruð að spyrja um, þegar allar aðstæður eru huldar þeim, sem svara á. Væri ekki reynandi að lesa tvo fyrstu békkina utanskóla á einu ári og taka síðan próf upp í þriðja bekk. En sjálfsagt er að athuga vel, hvað lesið er i skólanum áður en byrjað er á þessu. Svar til „Sveitastúlku“: Skólagjöld í Húsmæðraskóla Rvík- ur eru sem hér segir: Heimavist, í 9 mánuði, kr. 1100. Heimanganga, í 4% mánuð, kr. 600. Kvöldnámskeið, 5 vikur, kr. 80,00. Svar tii „E. H.“: Við getum ekki fengið upplýsingar um það, sem þér viljið fá a,ð vita. Svar til „Fáfróðs": Þetta er svo umfangsmikil spum- ing og auk þess er það, sem þér spyrjið um svo miklum breytingum háð, að við getum ekki svarað henni. Kæra Vika! Viltu gjöra svo vel og svara eftir- farandi spurningu. Hvaða númer hlutu vinning í Happdrætti verk- stjórasambands Islands, sem dregið var í hjá lögmanninum í Reykjavik 15. des. 1942. Með fyrirfram þökk. Ég sjálfur. Svar: Það voru þessi númer (birt án ábyrgðar!): 3714, 6616, 549, 3155, 2912, 3931, 198, 5931. Svar til „Vordísar": Þau kostuðu kr. 15 á ári og eina krónu í lausasölu. Kæra Vika! Ég veit að þú ert mjög fróð. En af því að ég vona, að ég fái svar við spurningum mínum sem ég hefi lagt fyrr þig þá langar mig að segja þér mjög gott ráð til að ná vörtum af. Ég hefi séð að þú ráðleggur margt en ég hefi aldrei séð þig birta það ráð sem ég nú segi þér. Ég hefi sjálf reynt þetta með mjög góðum árangri. Ég skar í sundur hráa kartöflu og hráan lauk. Síðan lét ég þetta á skál og lét það liggja á skálinni i hálfan sólarhring. Af þessu samsulli myndaðist safi sem ég siðan bar á vörturnar sem voru nokkuð margar. Þetta endurtók ég fjögur kvöld i röð og eftir það fóru þær að smáminnka. Eftir rúma viku voru þær allar farn- ar. Ég ráðlagði þetta stúlku sem hafði ljóta vörtu á neðri vör og hún fór að ráði mínu og vartan hvarf. Þetta vona ég að verði fleirum að liði sem hafa þessar leiðinlegu vörtur. Spurul. Katrín mikla. H.f. Leiftur hefir nýlega gefið út bók um Katrinu miklu eftir Gina Kaus, en Freysteinn Gunnarsson hef- ir þýtt bókina á islenzku. Þetta er mikið rit og skemmtilegt og fylgja því ágætar myndir. Bregður það ljósi yfir ástand það, sem rikti í Rúss- landi á 18. öld. Katrín II. Alexejeva (1729—96) hét réttu nafni Sofia Frederika Augusta og var dóttir þýzks fursta. Hún trúlofaðist rússneska ríkiserf- ingjanum Karl Peter Ulric. Árið 1744 gerðist hún grisk-kaþólsk, og ári seinna giftist hún ríkisarfanum. — Hjónabandið var ekki hamingjusamt. Það var ætlun Katrínar miklu að gera Rússland að menntuðu stórveldi, „upplýst einveldi," samkvæmt kenn- ingum Voltaire. 1762 heppnaðist þess-. ari fögru og gáfuðu konu að steypa Pétri III. af stóli. Hann var myrtur. Katrín var nú á 34. aldursári einráð í Rússlandi. Með mörgum endurbót- um fyrir áhrif hins upplýsta tíma, gerði hún Rússland að raunverulegu stórveldi. Samtímis lét hún leiðast ut í mesta ósiðlæti, og skipti oft um elskhuga. Af þeim hafði Potemkin mest áhrif á stjómaraðferðir hennar. Katrin er ein af merkiskonum sög- unnar, framúrskarandi gáfuð, en án allrar siðferðislegrar festu. Katrín tekur á móti sendiherra Tyrkja. Stórsleði Katrínar. í heimsstyrjöldinni Eftir Jaroslav Hasek Góði dátinn Svejk. Síðara bindi. Fyrra bindið seldist upp á svipstundu. Allir, sem eiga það, þurfa líka að eignast seinna bindið. Bókin er nú öll komin út á íslenzku eftir hinn vel þekkta þýð- ara Karl ísfeld. — Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.