Vikan


Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 10
10 ...... ur i Ifl mi i IB, nu 1IIII L 1II VIKAN, nr. 44, 1943 L i s t i n s .................... MatseðiIIinn. Hamborgarskinke. Reykt svínslœri er afvatnað og síð- an soðið, að því loknu látið inn í heit- an ofn og brúnað. Ofurlitlu af sjóð- andi vatni bætt á; öðruhvoru þarf að ausa yfir steikina, og er hún soðin i 3 kl.st. Þegar steikin er tilbúin, er stráð yfir hana góðu lagi af flór- sykri og síðan látin x ofn með góðum yfirhita, til þess að sykurinn brúnist. Framreidd með brúnni kjötkraftsósu, brúnuðum kartöflum og soðnu græn- *neti, Hvít sagósúpa. 1% 1. vatn, 70 gr. sagógrjón, börkur af hálfri sítrónu, 2 egg, 50 gr. sykur, 1 teskeið sherry, 100 gr. sveskjur, 50 gr. rúsínur, safi úr hálfri sítrónu. Suðan er látin koma upp á vatn- inu, sagógrjónunum þá stráð út á og Stöðugt hrært í þar til sýður. Soðin Við mjög hægan eld í 10 mín. Sítrónu- börkurinn er soðinn með í 5 mín., en tekinn upp úr áður en súpan er fram- reidd. Sveskjumar og rúsínumar em soðnar sér í 10 mín., síðan er súp- unni smátt og smátt hellt yfir á eggin, sem áður hafa verið hrærð hvít með sykrinum. Vatnið, sem rús- inumar og sveskjumar vom soðnar í, er ekki notað. Sheiry og sítrónusaf- anum er blandað í við framreiðsluna. (tJr matreiðslubók Helgu Thorlacius). Hásráð. Að hreinsa giugga-gler. Alls konar duft, vökvar og sápur em notaðar til þess að hreinsa með glugga, en það er vel hægt að kom- ast af með vatn og sóda. Ofurlítill Sódi er settur í volgt vatn. 2—3 rúður em þvegnar í einu með váskaskinni Og burstað vel út í öll hom með öijúkum bursta. Siðan eru rúðumar þerraðar og loks nuddaðar með dag- blöðum, þangað til þær eru orðnar gljáandi. Munið, að það er bezt að þeyta rjóma í djúpri skál. Köflótt efni, er alltaf mjög í tízku bæði í kjólum og kápum. Þessi tví- skipti kjóll er hvít- og bláköflóttur. Jakkinn er fóðraður með hárauðu silki og beltið er einnig rautt. Listin að lifa má vel teljast með fögrum listum. Hún er fólgin í því, að hafa sem mest gott af hverjum hlut, að njóta þess, sem náttúran lætur í té, og koma svo miklu góðu til vegar hér á jörðunni, sem auðið er. Það er mikill vandi að lifa far- sæll, til þess þarf mikla list. Það er með þessa list eins og með flestar aðrar listir: hún er að mestu leyti náttúrugáfa, en vér getum þó lært hana að nokkm leyti. Foreldrar og kennarar geta kennt oss hana dálítið, en mest getum vér þó kennt oss hana sjálfir. Stórir gimsteinar em svo fágætir, að það er eigi ómaksins vert að leita þeirra; en svo er eigi um farsældina, hún er miklu heldur eins og smáu gimsteinamir, sém oft finnast, og má safna saman og búa til úr fallegan og eigulegan skrautgrip. Farsældin er fólgin í því, að njóta ýmissa smá- ánægjustunda, sem fyrir geta komið, og sem vér eigi megum ganga fram hjá, af þvi að vér viljum hafa stór- kostlegar unaðssemdir. Það eru eigi auðæfin, sem gera lífið yndislegt, heldur smekkvísi, menntun og umfram allt athygli og viðkvæmt hjarta. Þetta tvennt er alveg nauðsynlegt; en ef menn hafa það til að bera, þá geta menn ávallt verið farsælir, þó að annars sé allt af skomum skammti. Þótt menn vinni baki brotnu, geta menn haft djúp- settar hugsanir og næma fegurðar- tilfinningu. Smekkvísi og fegurðartilfinning er mönnum alveg nauðsynleg; þetta hvortveggja gerir heimilin miklu skemmtilegri og viðkunnanlegri. — Jafnskjótt og menn stiga fæti inn fyrir dyr hjá kunningja sínum, finna menn, hvort fegurðartilfinningin ræð- ur þar, því að þar sem farið hefir verið eftir henni, þar er allt eitthvað þægilegra og viðkunnanlegra, án þess að hægt sé að gera sér ijósa hug- mynd um, hvemig á því stendur. — En þetta getur legið í því, að þar eru bióm í gluggum, fögur mynd á a ð I i f a. ♦ ................................—^ veggnum, bækur á borðinu, húsgögn- in þægileg og smekkleg, þótt eigi séu þau dýr og mörgum öðrum, sem bendir á að heimilisfólkið kunni list- ina að lifa. Það er því skylda hvers manns, að reyna að læra þessa mikilvægu list, hvemig að á að fara til þess að lifa farsælu lífi. Ef menn kunna hana, þá geta menn haft gleði og unun af lífinu, hversu fátækir sem þeir em. Heimurinn þarf alls eigi að vera neinn „eymda-“ eða „táradalur", ef vér ekki sjálfir viljum það; vér höf- um mikið vald yfir því, hver forlög vor verða. Þótt vér séum blásnauðir, höfum vér þó skynsemi og tilfinn- ingu, og ef vér látum þetta hvor- tveggja koma fram, eins og vér hyggjum réttast, þá gerir það okkur ánægða með sjálfum oss og aflar okkur virðingar hjá öllum góðum mönnum. Listin að lifa er mest áríðandi I heimilislífinu. Hið helzta skilyrði fyr- ir því, að heimilið sé farsælt, er, að þar sé viðkunnanlegt og notalegt. — Þar sem ófriður er og deilur, óregla og sóðaskapur, þar verður allt ógeð- fellt. Þá er maðurinn kemur heim frá vinnu sinni, þá er það eigi meira en sanngjamt, að þar sé þrifalegt og svo skemmtilegt, sem efnin leyfa. Það er heimskuleg sparsemi hjá hús- freyju, ef hún tímir eigi að kaupa ýmsa smámuni, sem gera laglegt í herberginu og era til prýðis. Ef hún eigi hirðir um að hafa snoturt heima fyrir, kann manni hennar að þykja þar leiðinlegt og fara burtu til þess að vera með kunningjum sínum. CÚr bókinni ,,Sparsemi“.) SVISSNESK ÚR í miklu úrvali hjá Sigurþór Hafnarstræti 4. <r—..■■■.................. s s I 5 E Minnslu ávallt I i i mildu sápunnar NOTIÐ eingöngu Heildsölubirgðir: GUÐMUNDUR ÓtAFSSON áCO. Auaturstræti 14. — Siml 5904. HIGHLATHERING PERFECTLY CLEANSINC LEAVES HAIR SOFT •miiluiiiHit iim joassofl. uiiura •

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.