Vikan


Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 13
VTKAN, nr. 44, 1943 13 Ýmsir kvikmyndaleikarar Oliva de Havilland og Errol Plynn í kvikmyndinni „Þeir hnigu til foldar.“ Michael Redgrave og Valerie Hob- son í myndinni „Um Atlants ála.“ John Hubbard og Carole Landis í kvikmyndinni „Hamfarir." Miriam Hopkins og Brian Don- levy í myndinni „Á refilstigum.* Rödd samvizkunnar. Framh. af bls. 4. „Hættu nú þessu harmakveini, og segðu okkur heldur, hvað hefir gerst!“ kallaði ungi fanginn. ..Hvers vegna ertu að vola?“ „Hversvegna skyldi ég ekki gráta? Ég er sakaður um að hafa myrt mann, og ég verð sendur í fanganýlendu. — Hvað verð- ur þá um vesalings konuna mína og börnin?“ „Og þú hefir ekki myrt neinn, er það?“ spurði fanginn. „Nei, nei, það veit guð! En dómarinn staðhæfir, að ég hafi myrt einhvern pen- ingamann, og vegabréf mitt hafi fund- ist í herbergi hans —.“ „Þegiðu!“ hrópaði ungi fanginn með æðislegum hljóm í röddinni. Hann snéri sér til veggjar og dró tepp- ið upp fyrir höfuð og ætlaði að reyna að sofna; en alla nóttina, meðan skósmiður- inn svaf sínum réttláta svefni, lá hann vakandi og velti sér órólegur um fletið. — Næsta morgun vaknaði ungi fanginn, oftir ónæðisaman svefn. Hann heyrði skipandi rödd fangavarðarins kalla til skó- smiðsins og segja honum að fylgjast með sér — hann átti að fara til hegningar- hússins. Skósmiðurinn grét og bar sig aum- lega; hann talaði um konu sína og um vesalings börnin sín. En fangavörðurinn lét sem hann heyrði ekki kveinstafi hans. Ungi fanginn hélt að hann væri að missa vitið, hann átti í harðri baráttu við sjálf- an sig, og stundi þungt af geðshræringu. „Ert þú veikur?“ spurði gamli fanginn óttasleginn. En ungi fanginn anzaði ekki. Hann spratt upp úr fletinu og starði til dyranna, hann greip í járnrimlana svo fast að hnúar hans hvítnuðu. Fangavörðurinn kom hlaupandi að dyr- unum og horfði hvasst á fangann. „Látið skósmiðinn lausan!“ hrópaði hann hásri röddu. „Hann er saklaus! Það er ég, sem framdi morðið! Ég stal vega- bréfinu frá skósmiðnum og skildi það eft- ir hjá þeim myrta! Peningana hefi ég grafið! — Tár og bænir skósmiðsins hafa vakið rödd samvizkunnar í brjósti mínu! — Það er ég einn, sem er sekur! “ — ^imi iia ■■ i n •• '•imi ■■■rrnimim n n mn ■iiiiiiiiiiiiiiimiiii Dægrastytting amiNinininiNiiiiiiiiiiimniiiin uniiiiiiniiiniimmiunnnn heyrði ekkert, leiddist honura og kallaði háttx „Getur nú enginn af öllum þeim djöflum, sem hér eru samankomnir, gefið mér í staupinu?" VUJ það gáfu smiðirnir sig fram, og endar svo sagan. Þjóðtrú. Ef maður kveður i rúmi sínu, þá tekur maður framhjá. Ef ólétt kona hleypur mikið, þá verður bamið lofthrætt. Ef maður fær áblástur á varir, þarf ekki annað en fara í eldhús, og kyssa hjónin þrisvar, og kveða þetta í milli: < „Heill og sæll, hór minn; er húsbóndinn heima? Ég skal kyssa snös þina, ef þú græðir vör mína.“ Orðaþraut. REIF T AÐI RUN A Á S A R FINN AGLI ARFI LIN A OTAR R A N A Þegar settur er strompur (reykháfur) í ný- bygð eldhús, eða lagðar hlóðir, skal gæta þess, að gera það með útfalli; annars verður eldhúsið reykjarrass mesti. Ef mann kitlar í iljur, verður maður hræddur um konu sina. Ef maður er neðarlega hærður á hálsinum verður hann auðmaður. Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan- frá og niðureftir myndast nýtt orð, og er það heiti á vissum tima sólarhringsins. Sjá svar á bls. 14. Drykkjurúturinn í helvíti. Einu sinni voru tveir menn að smíða stórsmíði í smiðju. Að áliðnum degi kom drykkjumaður nokkur á sama bæinn; hann var svo illa til reika, að hann valt sofandi af hestbaki og ofan í hlað- bleytuna. Tóku smiðimir hann þá, báru hann inn í smiðju og lögðu hann þar á viðarkolabyng; svaf hann þar, þangað til dimmt var orðið. En um það bil, sem smiðirnir hættu að smíða, en höfðu þó ekki slökt eldinn, fór drykkjurúturinn að nimsk- ast; fóru þeir þá út í horn og létu ekkert til sín heyra. Drykkjurúturinn þreifar þá allt í kring um sig. finnur kolin undir sér og sér í eldglæð- umar hálfslokknaðar; hugðist hann þá vera dauð- ur og vaknaður upp í helvíti; hann reis upp við olboga og hlustaði um stund. En þegar hann Ef maður gengur með hendurnar fyrir aftan bakið, þá teymir maður djöfulinn, og er það illt verk. Að kyssa fótinn á páfanum er að taka, sitjandi um öklann á öðrumhvor- um fætinum á sér, keyra hann upp að munni og kyssa á tæmar .... Vel þykir líka gjört að signa sig sitjandi með öðmm hvorum fætinum. (Isl. skemmtanir). Nátttröllin hjá Hlíðarenda. Hjá Hlíðarenda í Bárðardal em klettar nokkr- ir, sem sagt er að séu nátttröll, og þau hafi dagað uppi, er þau voru að ná sér í menn til átu. (J. Á. Þjóðsögur), „Þú nýtur þess, guð, ég næ ekki til þín.“ Karl og kerling bjuggu á einum bæ. Eitt sinn um sumar áttu þau úti mikið hey hálfþurrt eða meira, en rigningarlega leit út, og fóm þau

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.