Vikan


Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 44, 1943 7 Lögskipaðar ljósmæður í Rvík. Framhald af bls. 3. bjuggu þau í Efra-Holti í Reykjavík. Meðal barna þeirra var Jensína, kona Ásgeirs Ey- þórssonar kaupmanns og María, móðir Matthíasar læknis Einars- sonar. Solveig andaðist 1886.. Sólveig Ólafsdóttir frá Hliði í Reykjavík var fyrst skipuð ljósmóðir í Kjós 1884, en síðan, 1886, í Reykjavík. Hún var fædd 14. október 1861 og gift Bjarna trésmið Jakobssyni. Hún and- aðist 24. júní 1898. Sesselja Sigvaldadóttir, móð- ir Sigvalda Kaldalóns tónskálds og þeirra bræðra, var skipuð ljósmóðir í Reykjavík 1887. Hún var fædd 3. maí 1858 að Hvann- eyri í Borgarfirði og tók próf í ljósmóðurfræði 1885 hjá Schierbech landlækni. Sigldi hún svo til fæðingarstofnunarinnar í Kaupmannahöfn og tók þar próf með fyrstu einkunn 1887. Hún sótti um lausn frá embætti 1903. Fyrir og um aldamótin 1900 voru í Reykjavík tvær ljósmæð- ur, sem vér höfum ekki fundið heimildir fyrir að væru lögskip- aðai'. Það eru þær Guðrún Tóm- asdóttir og Sesselja Ólafsdóttir. Þórunn A. Björnsdóttir varð ljósmóðir í Reykjavík 1897. Hún var fædd 30. des. 1859 að Vatns- horni í Skorradal í Borgarf jarð- arsýslu. Tæpra 23 ára lauk hún prófi í ljósmóðurfræðum í Rvík. Tók hún þá strax að fást við Ijósmóðurstörf og var lögskip- uð 1883 í Lundarreykjardals- og Fitjasóknum í Borgarfirði og tveim árum síðar í Bæjar- og Hvanneyrarsóknum i sömu sveit. Hún sigldi til framhalds- náms á fæðingarstofnunina í Kaupmannahöfn árið 1890 og útskrifaðist þaðan með beztu einkunn 30. maí 1891. Eftir það tók hún aftur til starfa hér heima og var tvö síðustu árin áður en hún flutti til Reykja- víkur Ijósmóðir í Þingvallasveit. Tvisvar fór hún áftur utan til þess að fullnuma sig, fyrra skiptið 1911, á fæðingardeild og Ijósmæðraskóla Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn og 1926 og var þá á fæðingarspítölum í Bergen og Osló. Hún andaðist 23. nóv. 1935. Árið 1922 var hún sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar. Þórdís J. Carlquist varð lög- skipuð ljósmóðir í Reykjavík haustið 1904. Hún er fædd 19. október 1879 að Hofi í Svarfað- ardal í Eyjafjarðarsýslu. Fór hún ung til föðursystur sinnar, Snjólaugar Þorvaldsdóttur frá Krossum, konu Sigurjóns Jó- hannssonar á Laxamýri. Haust- ið 1902 fór Þórdís til Reykjavík- ur og hóf ljósmóðurnám hjá Jónassen landlækni, en gekk til sængurkvenna með Þórunni Björnsdóttur ljósmóður. Þórdís tók próf 5. jan. 1903 og sigldi um haustið til framhaldsnáms á fæðingarstofnunina í Kaup- mannahöfn og lauk prófi þaðan í október 1904. Kom hún þá strax heim og fékk skipunar- bréf 1. nóv., en byrjaði ekki að vinna fyrir alvöru að Ijósmóður- störfum fyrr en um áramót 1905. Hún hefir alltaf síðan haft kennslu ljósmæðranema á hendi og er svo enn. Þórdís giftist 1915 Axel Vilhelm Carlquist, kaupmanni í Reykjavík. Árið 1939 var Þórdís sæmd riddara- krossi Fálkaorðunnar. Þuríður Bárðardóttir var lög- skipuð ljósmóðir í Reykjavík árið 1905. Hún er fædd 14. ágúst 1877 að Raufarfelli undir Eyjafjöllum. Foreldrar hennar voru Bárður Pálsson bóndi og Ólöf Ólafsdóttir kona hans. Þuríður dvaldi að mestu í for- eldrahúsum, þar til hún sigldi til Kaupmannahafnar árið 1902. Tók hún þar þátt í ýmsum nám- skeiðum, aðallega í verklegum fræðum, en stundaði ljósmóður- nám við fæðingarstofnunina 1904—1905 og lauk þaðan prófi 1905. Kom hún þá strax hingað heim og hóf ljósmóðurstörf í Reykjavík og hefir stundað þau óslitið síðan. Þuríður var kenn- ari Ljósmæðraskólans í Reykja- vík 1905—1931 og prófdómari við sama skóla, sem nú ber nafnið Ljósmæðraskóli Islands, frá 1931. Hún hefir verið mjög athafnasöm í félagsmálum ljós- mæðra, formaður Ljósmæðra- félags Islands frá stofnun þess, árið 1919, og ritstjóri Ljós- mæðrablaðsins frá upphafi. Ár- ið 1938 var Þuríður sæmd ridd- arakrossi Fálkaorðunnar. I janúar síðastliðnum sendu stjórnir Ljósmæðrafélags Rvík- ur og Ljósmæðrafélags Islands bæjarstjórn Reykjavíkur bréf, þar sem með skýrum rökum var sýnd nauðsyn þess að setja á stofn mæðraheimili í Reykja- vík, „sakir þeirra átakanlegu erfiðleika, sem umkomulausar mæður hafa við að stríða.“ Bærinn stofnaði heimilið í sumar og 15. júní kom fyrsta stúlkan þangað. Þuríður Bárð- ardóttir er húsmóðir heimilis- ins, og er það í Tjarnargötu 16, en Árni Pétursson er læknir þess. Dvelja stúlkurnar á heim- ilinu 2—4 vikur fyrir fæðingu, ala síðan börn sín á fæðingar- deild Landsspítálans og eru svo á mæðraheimilinu 1—2 mánuði á eftir. Er hinn mesti myndar- bragur á heimilinu og þessi ný- breytni til mikils sóma fyrir alla þá, sem að henni hafa stuðlað. Þórunn Björnsdóttir, Þórdís J. Carlquist og Þuríður Bárðar- dóttir hafa allar haft verklega ljósmæðrakennslu á hendi, en hún var eingöngu falin í því, að ljósmæðraefnin fengu að ganga með hinum lögskipuðu ljós- mæðrum við fæðingu og hjúkr- un sængurkvenna í Reykjavík, þangað til fæðingardeild Lands- spítalans tók til starfa seint á árinu 1930. Lögskipuðu ljós- mæðurnar voru fastsettir kenn- arar í verklegri kennslu frá 1912 og enn fá nemendur fæð- ingardeildar Landsspítalans að nokkru að fylgja einni ljósmóð- ur í bænum, Þórdísi J. Carlquist. Núverandi stjórn Ljósmæðra- félags Islands skipa: Formaður Þuríður Bárðardóttir, gjaldkeri Sigríður Sigfúsdóttir, ritari Jó- hanna Friðriksdóttir. Ljósmæðrafélagi íslands hef- ir alltaf verið mjög annt um að bæta menntun ljósmæðra og ávallt verið frumkvöðull að lenging kennslu ljósmæðraskól- ans og aukinni fræðslu ljós- mæðra á margan hátt. Uppgjafahermaður 21 árs. Clyde Brenst er gekk í herinn 18 ára gamall, en missti vinstri fótlegg- inn í orustu á Guadalcanal. Japanskt skip að sökkva. Þessi mynd sýnir japanskt skip, sem var sökkt af amerískum kafbáti. Þetta skip var samt aðeins eitt af átta skipum, sem var sökkt á sama tíma.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.