Vikan


Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 04.11.1943, Blaðsíða 4
4 VTKA.N, nr. 44, 1943 Rödd samvizkunnar. r Ilöngum og skuggalegum fangelsis- ganginum heyrðist þungt fótátak. Fangavörðurinn nam staðar við klefann nr. 5. Það glamraði í járnhurð- inni um leið og hún opnaðist. Einum ný- um fanga var hrundið inn í klefann, sið- an var dyrunum skellt í lás aftur. Fanginn stóð kyrr um stund, ringlaður, svo litaðist hann um í klefanum, sem var dimmur og óvistlegur. „Ó, guð minn góður!“ stundi hann. „Að þetta nýja ár skuli byrja á þennan hátt! Ó, að þetta skyldi henda mig.“ Hann rýndi út í myrkrið, og þá varð honum skyndilega Ijóst, að hann væri ekki einn í klefanum. Tveir aðrir fangar lágu í fletum sínum og fylgdust með hverri hreyfingu hans. „Góðan daginn, bræður!“ kallaði nýi fanginn. „Það gleður mig, að ég skuli ekki vera aleinn hér!“ „Hversvegna gleður það þig, bjáninn þinn? sagði yngri fanginn og reis upp í fleti sínu. Leið þér ef til vill ennþá verr utan fangelsismúranna?“ „Nei, þar hafði ég það eins gott og ég gat frekast á kosið. 1 gær héldum við hátíðlegt nýárskvöldið — en í dag sit ég í fangelsi! Nú sitja börnin mín og konan og gráta sáran,“ sagði hann og þurrkaði tár, sem runnið höfðu niður kinn- hans. „En guð mun ekki líða annað en að sannleik- urinn sigri. Ef til vill eruð þið líka komnir hingað inn af misskilningi ? Við skulum ekki örvænta, en bíða þolinmóðir, guð mun bráðum frelsa okkur---------.“ „Nei, vinur minn,“ sagði eldri fanginn, sem inni var, „héðan kemst maður ekki svo auðveldlega. Ég er nú búinn að sitja hér í f jóra mánuði, og hver veit, hve lengi ég fæ að vera hér ennþá.“ „Mánuði!“ stundi nýi fanginn. „Ég hefi ekkert illt gert af mér. Það hefir enginn leyfi til þess að handtaka saklausan mann og halda honum í fangelsi frá konu og börnum--------.“ Hann brast í grát, svo kraup hann á kné og krossaði sig og fór að biðjast fyrir hátt og innilega. „Aumingja ræfillinn!“ sagði ungi fang- inn hæðinslega. „Hann trúir ennþá á guð og hefir auk þess lært bænirnar heima hjá sér, án þess þær hafi komið honum að nokkru gagni. Heyrðu nú, garmurinn þinn, lofaðu okkur að vera lausum við þessar andlegu hugleiðingar! Hér er engin kirkja!“ „Hvað kemur það þér við, þótt hann biðjist fyrir,“ sagði eldri fanginn, sem verið hafði með honum í klefanum. Ungi fanginn muldraði einhver óskiljan- leg orð ofan í barminn til svars; og ný- komni fanginn snéri sér að honum og sagði: „Undrar þig það, að ég skuli biðjast fyr- ir? Hefir þú aldrei beðið til guðs í erfið- leikum þínum?“ „Nei, það hefir mér aldrei komið til hug- ar! Bænin veitir mér hvorki peninga né frelsi. Þú skalt bara biðjast fyrir í hundr- að ár — en þrátt fyrir það munt þú aldrei losna úr þessu fangelsi." „Jú, þú skalt sjá það, að ég verð látinn SMÁSAGA eftir A. Alaverdjanz laus,“ svaraði nýi fanginn; „ég hefi ekkert brotið af mér —.“ „Hversvegna varstu þá handtekinn, og látinn hingað inn?“ „Ég veit það ekki — þeir hljóta að hafa tekið manna feil. — Og þessvegna bið ég guð minn um að frelsa mig héðan aftur. — Þú ert að sjálfsögðu líka kominn hingað án saka!“ „Ég hefi engu stolið,“ svaraði ungi fanginn. „Ert þú ákærður fyrir þjófnað?" „Já, ég seldi silfurbelti úti á torgi. Og ég var tekinn fastur og því haldið fram, að ég hefði stolið beltinu.“ „En það var ekki rétt, þú hefir átt það?“ „Auðvitað. Það er að segja; ég fékk það hjá vini mínum. Og segjum nú svo, að ég hafi ekki haft leyfi til þess að selja það, var það þá samt ekki betra, en að deyja úr hungri?“ „Mæðuleg stuna heyrðist frá nýa fang- anum. „Ég sé, að það er eitthvað, sem þyngir samvizku þína,“ sagði hann. „Bið guð og I VITIÐ ÞÉR ÞAÐ ? I 1. Eftir hvem er þetta erindi: Ég er eins og kirkja á öræfatind, svo auð, sem við hinzta dauða; þó brosir hin heilaga Maríu-mynd, þín minning, frá veggnum auða. | 2. Hvað er langt frá Reykjavík, kringum f Hvalfjörð, að Króksf jarðarnesi ? = 3. Hvenær voru hér sett lög um ríkisút- = gáfu námsbóka? | 4. Hvehær var samband íslenzkra bama- | kennara stofnað? | 5. Hvenær var gengið frá samningum við | Höjgaard & Schultz um framkvæmd | hitaveitunnar ? | 6. Hverrar þjóðar var tónskáldið Igor | Stravinsky, og hvenær var hann i | fæddur. | 7. Hvar eru sítrónur mest ræktaðar? | 8. Hvenær tóku bolsévikar völd á Rúss- I landi ? | | 9. Hvað er talið að margar miljónir | manna tali rómönsk mál? | 10. Hvenær var síðast borgarstyrjöld á | Spáni? Sjá svör á bls. 14. | imiiiiitiHiiiiiiiiiiiniMiiiimiiiiminiminiimniHiniminiiiKniiiimiinHiHinH játa þú fyrir honum syndir þínar, og hann mun hjálpa þér —.“ „Syndir mínar!“ greip ungi fangínn fram í. „Hver segir, að ég hafi brotið af mér?“ „Nei, það segi ég heldur ekki,“ svaráði nýi fanginn hæglátlega. „Ég er fátækur skósmiður, og — Hann þagnaði skyndilega, því hann sá, að ungi maðurinn kipptist við og fölnaði, þegar hann nefndi orðið „skósmiður.“ „Ert þú — skósmiður?" stamaði hann, hvar áttu heima?“ „Ég á heima á Völugötu. Hefir þú nokkurntíma komið á vinnustofu mína?“ „Nei, nei, aldrei. Ég kannast ekkert við þig, ekki einu sinni götuna, sem þú átt heima í; ég spurði þig bara —.“ Ungi maðurinn ráfaði að fleti sínu, eins og drukkinn maður, fleygði sér þung- lega niður í það og breiddi teppið upp fyrir höfuð. Skósmiðurinn horfði um stund á hann; svo sagði hann við gamla fangann: „Ég vil biðja fyrir þessum unga manni!“ Hann kraup á kné og bað lengi og innilega. — Nokkru seinna kom fangavörðurinn inn. „Skósmiður,“ sagði hann, „dómarinn bíð- ur eftir þér!“ Skósmiðurinn fylgdist með honum út úr klefanum. Hurðin var ekki fyrr fallin aft- ur, en ungi fanginn kastaði ofan af sér teppinu og starði fram fyrir sig ógnandi á svipinn. „Ég vil ráðleggja honum, að láta mig í friði með bænir sínar! Ég var kominn á fremsta hlunn með að játa allt —.“ Og hann breiddi teppið aftur upp fyrir höfuð. Það liðu nokkrar klukkustundir. Ungi fanginn varð æ órólegri; hann byrjaði að ganga óþolinmóðlega um gólfið í klefanum, og hann hlustaði við og við eftir, hvort hann heyrði ekkert hljóð fram á fangelsis- ganginum. f þá fimm daga, sem gamli fanginn 'hafði haft hann að herbergisfé- laga, hafði hann aldrei séð unga manninn, í slíkum hugaróróa sem np; hann hafði þvert á móti verið uppblásinn af hroka, stundum hafði hann verið gáskafullur og sagt ýmsa reifara. Og þegar gamli fang- inn eitt sinn hafði spurt hann um, hvort hann hefði ekki samvizkubit, hafði hann svarað hæðnislega: „Samvizkubit! Ha, ha, ha! Það eru að- eins heimskingjar, sem þjást af því. Ég er ekki svo vitlaus, að ég fari að með- ganga!“ Það var byrjað að dimma, þegar glamr- aði í klefahurðinni og skósmiðurinn var leiddur aftur inn. Hann hallaði sér þung- lamalega á fleti sitt, byrgði andlitið í hönd- um sér og stundi mæðulega. „Guð verði vesalings konunni minni og börnunum líknsamur í nauð þeirra! Hvað skyldi nú verða um þau? Ætli þau fái nú nokkuð að borða?“ Pramhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.