Vikan


Vikan - 09.12.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 09.12.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 49, 1943 Hólabiskupinn nýi Framhald af forsíðu. Kristskirkja í Landakoti. Hún er ein veglegasta byggingin í Reykjavik, fullgerð 1929 og vígð af van Rossum kardinála í júlí það ár. spítalans í Stykkishólmi. Nýi skólinn í Hafnarfirði var reistur 1938 og 1939 var lokið við það af Karmelsklaustrinu í Hafnarfirði, sem byggt verður fyrst um sinn. Marteinn biskup Meulenberg lézt 3. ágúst 1941 og var jarðsunginn 11. ágúst. Hólabiskupinn nýi, Jóhannes Tryggvi Gunn- arsson, er fæddur í Reykjavík 3. ágúst 1897, sonur Gunnars kaupm. Einarssonar, Ásmunds- sonar í Nesi við Eyjafjörð, er var þjóðkunnur merkismaður á sinni tíð. Móðir biskups var Jó- hanna, dóttir Friðriks útvegsbónda Jónssonar á Ytri-Bakka við Eyjafjörð. Jóhannes biskup fór utan til Danmerkur árið 1903 og gekk í skóla St. Andresar í Ordup við Kaupmannahöfn. Tveir bræður hans voru þar þá í sama skóla. Hann kom heim aftur 1906 og fór þá um haustið í Landakotsskólann, en sigldi aftur 21. júní 1911 og þá til Schimmert í héraðinu Limburg í Suður-Hollandi og gekk í mennta- skóla, sem tilheyrði reglu Montfortbræðra. Þar , var hann í sex ár. Síðan var hann eitt ár i ung- bræðrastofnun í Meerssen og gekk þar í Maríu- regluna. Þá fór hann til Oirschot í héraðinu Norður-Brabant og var þar í sex ár, tvö við heim- spekinám og fjögur við guðfræðinám. Heim kom hann snöggvast 1919. Hann var prestvígður 1 Hollandi 14. júní 1924 og kom heim til íslanda í júli og gerðist prestur við kaþólska söfnuðinn í Reykjavik. Tvö ár stundaði hann nám i nor- rænu við Háskóla fslands. Um tíma gegndi hann, um þessar mundir, prestsstörfum í Hafnarfirði. Var hann siðan prestur í Reykjavík og kenndi við Landakotsskóla. f desember 1934 sigldi hann og var í átta mánuði í Þýzkalandi, sér til heilsu- bótar. 1939 fór hann til Þýzkalands, Hollands, Belgíu og Englands. Jóhannes biskup hafði verið heilsuveill síðan árið 1939 og í júní 1941 fór hann til Ameríku, til þess að reyna að fá þar bata. Hann var vígð- ur Hólabiskup 7. júlí 1943 í St. Patrekskirkjunni í Washington, af A. G. Cicognani erkibiskupi af Laodikeu, sem er sendiherra páfa í Bandaríkjun- um. Vigslubiskupar voru: John M. McNamara, biskup af Washington og Peter L. Ireton, biskup af Richmond í Virginíu. Gamli Landakotsspítalinn var fullgerður 1902, en nýi spitalinn 1935; byggt hefir verið ofan á hann síðan myndin var tekin. 23. júlí. En 7. júní 1929 hafði séra Meul- enberg verið skipaður fulltrúi páfa hér á landi og 28. sama mánaðar biskup á Hól- um. Séra Meulenberg var vígður biskup af van Rossum kardínála 25. júlí 1929. Var það fyrsta helgiathöfnin, sem fram fór í Kristskirkju í Reykjavík og hafði kaþólskur biskup ekki áður verið vígður hér á landi. Nýi Landakotsspítalinn var fullgerður árið 1935 og sama ár var lokið byggingu Gumla kirkjan i Landakoti. Séra Fredriksen vígði hana á jóladag 1897. kver og ýmislegt fleira. Hann var ákaf- lega duglegur maður og fjörmikill, gædd- ur miklum hæfileikum og hjálpsamur, svo að af bar. Skólinn var í fyrstu haldinn í prestshúsinu, sem nú er, og var á allri neðri hæðinni, en árið 1909 var nýi skól- inn byggður. Séra Meulenberg var úti í Kaupmanna- höfn meðan stríðið 1914—18 stóð yfir, en séra Servaes gegndi hér prestsstörf- um, ásamt öðrum. Árið 1919 kom séra Meulenberg aftur og hóf starf sitt á ný og var hann, við fyrstu komu kardínála van Rossum hingað til lands, skipaður postullegur prefekt á Islandi, 12. júní 1923. Árið 1924 settist kaþólskur prestur að í Hafnarfirði, að Jófríðarstöðum og 1926 Marteinn biskup Meulenberg var fæddur 30. októ- ber 1872 í Hillensberg á Þýzkalandi, rétt við landamæri Hollands. Faðirinn var þýzkur kaup- maður, en móðirin hollenzk. Meulenberg nam í menntaskóla í Hollandi og gekk að loknu stúd- entsprófi í reglu Montforbræðra, en stundaði guðfræðinám í Algier og lauk þar embættisprófi og var vígður til prests 1899. Skömmu síðar varð hann menntaskólakennári í Limburg i Hollandi, en gerðist 1901 aðstoðarprestur i Hróarskeldu í Danmörku. 1903 var hann sendur hingað til lands, og vann hann hér geysimikið starf fyrir söfnuð sinn, enda var hann hinn mesti atorkumaður. Meulenberg var skipaður postullegur praefectus á Islandi 12. júní 1923, fulltrúi páfa 7. júní 1929 og 28. sama mán. biskup á Hólum. Vígði van Rossum kardínáli hann til biskups 25. júli 1929, í Kristskirkju í Reykjavík. Meulenberg biskup var íslenzkur þegn, ritaði og talaði íslenzku, var há- menntaður og gáfaður, fjörmikill og framúrskar- andi hjálpfús. — Hann andaðist 3. ágúst 1941. var þar byggður spítali. Skömmu síðar var byrjað á byggingu hinnar nýju Krists- kirkju í Landakoti í Reykjavík, en hún var fullgerð 1929 og kardínáli van Rossum kom hingað á því ári og vígði kirkjuna séra Jón Servaes og séra Marteinn Meul- enberg af reglu Montfort bræðra. Prestar þessir sömdu sig að háttum landsmanna og lærðu íslenzku og kom hún í störfum þeirra, við hlið latínunnar, í stað dönsku. Séra Meulenberg gaf út á íslenzku bænabók, kaþólsk fræði, barnalærdóms-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.