Vikan


Vikan - 03.02.1944, Page 1

Vikan - 03.02.1944, Page 1
Hafnarf jörður — hraunbœrinn við höfnina góðu íbúatala Hafnarfjarðar er nú um fjögur þúsund, þaðan eru gerðir út ótta togarar og fimmtán vélskip, og þar er all-mikið hafnarmannvirjci í smíðum. Bœrinn á vönd- uð skólahús og verið er að byggja ráð- hús. í því er kvikmyndasalur og skilyrði fyrir leikstarfsemi mun stórum batna, þegar smíði þess er lokið. Vönduð sundlaug var vígð síðastliðið sumar. Hafnarfjarðarbær gaf út 1933 Sögu Hafnarfjarðar, eftir Sigurð Skúlason, í tilefni þess, að þá var tuttugu og fimm ára afmæli kaupstaðarins. Er þetta stór bók og afar- mikill fróðleikur í henni og hér byggt á þeirri frásögn, svo langt sem hún nær. 1 upphafi er mjög skemmtilega lýst jarðmyndunar- sögu staðarins og þaðan er eftirfarandi kafli: „Nú sóttu jöklarnir aftur fram, fáguðu grágrýtisásana „ . A.. . _. . .... umhverfis Hafnarf jörð og surfu bæjarstjóri Hafnarfjarðar. af þeim hraungárana. Af mylsn- Hafnarfjörður. unni myndaðist sandur og leir, sem síðar gat orðið efni í mold og jarðveg. Að lokum tóku jökl- arnir að réna. Þeir eyddust upp eftir fjöllunum og hurfu að lok- um algerlega á þessum slóðum. f>egar jökulbreiðan hvarf um- hverfis Hafnarfjörð, var eftir gróðurlaus auðn, þar sem skipt- ust á jökulsorfnar klappir og jökulurðir með sandi og leir. Hef- ir þá verið þar ærið óbyggilegt um að litast. Síðan tók landið að síga í sjó, og laugaðist það þá í öldum hafsins. Gekk sjór nú langt inn yfir ásana upp af Hafnarfirði, og mun þá hafa verið nálega 80 metra dýpi þar, sem nú er Hafn- arfjarðarbær. Sjórinn hreinsaði mjög til eftir jökulinn, raðaði hnullungunum í Framhald á bls. 3.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.