Vikan


Vikan - 03.02.1944, Page 3

Vikan - 03.02.1944, Page 3
VIKAN, nr. 5, 1944 3 Fríkirkjan í Hai'narfirði. 20. apríl 1913 var samþykkt á fundi, sem haldinn var í barnaskólanum, að stofna fríkirkjusöfnuð fyrir íbúa Hafnar- fjarðarbæjar, Garða- og Bessastaðahrepps. Fyrsta guðsþjónusta safnaðar- ins var haldin nokkrum dögTim síðar í Templarahúsinu, því að þá var engin kirkja í Hafnarfirði. Kirkjubyggingin var hafin í ágústmánuði 1913 og sáu S.f. Dvergur, Flygenring & Co. um smíðina. Séra Ólafur ólafsson vígði fríkirkjuna 14. desember 1913 og varð hann prestur safnaðarins, en bjó í Reykjavík og var iíka þjónandi prestur þar. Hafnarfjörður Framhald af forsíðu. marbakka, eins og sjá má merki til f raman í ásunum suðvestan við Hafnarf jarðarbæ, er leirinn barst þangað, sem dýpra var. Að lokum reis landið smám saman úr sævi, unz sjávarborð komst niður að nú verandi sjáv- armáli eða nokkuru lægra. Á þessu skeiði hlýnaði óðum, og varð um tíma fullt eins hlýtt og nú er. Breiddist þá gróður um nágrenni Hafnarf jarðar, og komu þar upp birkikjörr. Varð þar þá allblómlegt og byggilegt. Seint á þessu skeiði varð eldgos í Búr- felli skammt frá Kaldárseli, og rann þá hraun niður dældirnar næst Hafnarfirði og út á Álfta- nes. Þá rann einnig Kapelluhraun fyrir sunnan Hafnarfjörð. Við þetta urðu mikil gróðurspjöll í umhverfi fjarðarins, og ræktun- arskilyrði versnuðu.“ „Hamarinn rís fyrir botni f jarðarins. Þar sem hann er hæst- ur, heitir hann Austurhamar. •Þaðan gefur sýn í allar áttir. Fyrir fótum áhorfandans liggur fjörðurinn og sunnan við Hval- eyri með býlum sínum. Nær sést Hvaleyrargrandi með Skiphól og tjörninni landmegin. Síðan kemur Öseyri og grasbýlin, sunnan. fjarðarins, vafin nýrækt, en bak við eru blásin holt, sem bíða eftir því, að mannshöndin brjóti þau til ræktunar. Norðan megin fjarðarins sést Garðahverfið og nær kaupstaðurinn í hæfilegri fjarlægð . . . Fáir af þeim, sem koma til Hafnarfjarðar, fara út á Hvaleyrarhöfða og er þar þó glæsilega fagurt á sólríkum sum- ardegi. Til norðausturs blasir við f jarðarbotninn með kaupstaðn- um á bak við. Til norðurs sést syðsta byggð Álftaness, þar sem mest- ber á Garðahverfinu, um vöfðu hvanngrænum túnum, með kirkjuna miðsvæðis. Bak við Garðahverfið helzt hin tignar- lega fjallabaksýn, og er hún óslitin alla leið austur á móts við Vífilsstaði. Ber þar vitanlega langmest á Akrafjalli, Skarðs- heiði og Esjunni. Vestur undir Garðahverfi byrjar vesturendi Garðahrauns, og yfir hrauntaglið sést greinilega byggðin á Skóla- vörðuhæðinni í Reykjavík. Vest- ast á hraunbrúninni stendur Bali, þá kemur Hraunhvammur, aust- ar er Skerseyri, þá Brúsastaðir, en síðan Eyrarhraun. Þar næst koma Langeyrarmalir ... 1 kring um húsin er sléttur malarbás undir hraunbrúninni. Litlu austar er Langeyri ... en síðan tekur við samfelld byggð kaupstaðar- ins allt frá Fiskakletti og suður undir Flensborg." Það er ságt, að svo megi heita, að fyrir 1400 sé engin bókfest vitneskja til um Hafnarfjörð. Getið er eins skips, sem þangað kom frá Noregi 1391 og annars, er sigldi þaðan 1394. En nýtt tímabil er talið hefjast í sögu verzlunarstaðarins í Hafnarfirði, þegar enskt kaupfar sigldi þang- að 1413. Hét sá Ríkarður, er fyrir því var, og verzluðu marg- ir við hann „niðri við Sundin.“ Uppúr þessu varð mikil erlend sigling til Hafnarfjarðar. Sagt er, að sumarið 1415 hafi sex skip frá Englandi legið þar. Síðar á þeirri öld hófst samkeppni milli Hansakaupmanna og Englendinga um verzlunina í Hafnar- firði og þá fóru hollensk skip að koma þangað. Svo fór að lok- um, að þýzkir kaupmenn boluðu Bretum frá firðinum. í annálum er sagt frá orustu, sem háð var í Hafnarfirði í byrjun 16. aldar, milli Englendinga og Hamborgarmanna. Þýzkir kaupmenn áttu hús og vörubirgðir í Hafnarfirði og byggðu þar kirkju. Á árun- um 1585—1603 lögðu þýzkir farmenn 2650 fiska til kirkjunnar. 1608 skipaði Danakonungur, að rifnar skyldu tafárlaust allar byggingar, sem Þjóðverjar áttu hér á landi og stóðu á jaró- Framhald á bls. 7. Þjóðkirkjan í Hafnarfirði. Á Hvaleyri var kirkja fyrr á tímum. Þjóð- verjar byggðu kirkju i Hafnarfirði á 16. öld og er talið, að hún hafi staðið eitthvað fram á 17. öld. Um þjóðkirkjubygginguna segir svo í Sögu Hafnarfjarðar: „Kirkjan var gerð úr steinsteypu og var vandað til hennar í hvívetna. Uppdrátt að byggingunni gerði Rögnvaldur Ólafs- son, húsameistari i Reykjavík, og réð hann mestu um útlit kirkjunnar. En yfirsmiður var Guðni Þorláksson, og leysti hann starf sitt prýði- lega af hendi. Á miðri jólaföstu var kirkjan búin til vígslu. Var síðasta guðsþjónusta haldin í Garðakirkju 23. sunnudag eftir trinitatis 1914 (þ. e. 15. nóvember), og skömmu síðar fékk Hafnarfjarðarkirkja kirkju- gripi Garðakirkju til eignar. Þjóðkirkjan í Hafnarfirði var vigð af Þórhalli biskupi Bjarnasyni, 20. desember 1914. Lét biskup þá svo um mælt, að aldrei hefði neinn söfnuður hér á landi gefið kirkju sinni jafn-ríkulegar gjafir og Garðasöfnuður þessari nýju kirkju.“ Séra Ámi Björnsson var fyrsti prestur þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði. Barnaskólimi I Hafnarfirði. Þetta veglega skólahús var reist á árun- um 1926—27 og var þá orðinn mikil þörf fyrir það, en vígslan fór fram 2. október 1927. Einar Erlendsson byggingarmeistari gerði uppdrátt að skólahúsinu, en um smíði hússins önnuðust Ásgeir G. Stefánsson byggingarmeistari og félagar hans. Guðjón Guðjónsson hefir verið skólastjóri síðan 1930.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.