Vikan - 03.02.1944, Qupperneq 12
12
VIKAN, nr. 5, 1944
leysir. En það er allt í lagi, ég fer ekki með
ósannindi. Jæja, verið þér sælir herrar minir. Það
var ánægjulegt að hitta yður, Poirot.”
Poirot dró upp vindlingaveski sitt. ,,Þér viljið
kannske heldur pípu?”
„Nei þakk.” Hann gekk út.
Mennimir litu á hvem annan.
„Haldið þér að hann segi satt?” spurði dr.
Constantine.
„Já, já, ekki efast ég um það. Auk þess er
auðvelt að komast að þvi.”
„Hann hefir gefið okkur mjög merkilegar upp-
iýsingar”, sagði Bouc.
„Já, satt er það.”
„Lítill maður — dökkur — með kvenlega
rödd”, sagði Bouc hugsandi.
„Lýsing, sem á ekki við nokkum mann í lest-
inni”, sagði Poriot.
18. Kafli
Vitnisburður ítalans
„Og nú,” sagði Poirot og kýmdi, skulum við
gleðja Bouc með því, að tala við Italann.”
Antonio Foscarelli gekk léttilega inn í borð-
stofuvagninn. Andlit hans ljómaði, það var eins
og venjuleg ítölsk andlit, dökkt og með sólskins-
svip.
Hann talaði frönsku vel og liðlega og aðeins
með litlum útlendum málhreim.
„Þér heitið Antonio Foscarelli?”
„Já, herra minn.”
„Ég sé, að þér eruð ameriskur ríkisborgari?”
Amerikumaðurinn brosti. „Já, það er betra
vegna starfs míns.”
„Eruð þér umboðssali fyrir Fordbila?”
„Já, ég skal segja yður —.“
Hann ruddi úr sér heilli ræðu. Þegar hann
svo loks hafði lokið henni, vissi Poirot, Bouc og
dr. Constantine mest allt um starf Foscarellis,
aðferðir, ferðalög, tekjur og skoðanir á Ameríku
og Evrópu. Það þurfti ekki að veiða upplýsing-
arnar upp úr honum. Þær streymdu.
Góðlega og barnalega andlitið hans ljómaði af
ánægju um leið og hann lauk máli sínu og þurrk-
aði sér um ennið með vasaklúti.
„Svo að þér sjáið, að ég hefi nóg að gera. Ég
fylgist með öllum nýjungum, ég hefi verzlunar-
vit!"
„Þér hafið þá að minnsta kosti verið í tíu ár
í Ameríku?”
„Já, herra minn. Ég man svo vel eftir degin-
um, þegar ég fór í fyrsta sinn um borð á skipið,
sem fór til Ameríku, svo langt i burtu! Móðir
min og litla systir —.”
Poirot greip framí fyrir þessu flóði minning-
anna.
„Sáuð þér nokkurn tima þann látna, á meðan
þér dvölduð í Ameríku?”
„Aldrei. En ég þekki manntegundina. Ég held
nú það.“ Hann pataði út í loftið. „Mjög virðingar-
verð, mjög vel klædd, en undir niðri er allt rangt.
Samkvæmt minni reynslu mundi ég segja, að
hann væri versti glæpamaður. Þarna hafið þér
álit mitt.”
„Álit yðar er alveg rétt,” sagði Poirot þurrlega.
„Ratchett var glæpamaðurinn Cassetti.”
„Hvað sagði ég yður? Ég er mjög næmur —
ég hefi lært að lesa úr svip mannsins. Það er
nauðsynlegt. Það er aðeins í Ameríku, sem menn
geta lært að selja. Ég —.“
„Munið þér eftir Armstrong-málinu ? “
„Ég man ekki vel. Nafnið, já? Það var lítil
stúlka, var það ekki?”
„Jú, það var mjög sorglegt mál.”
Italinn var fyrsti maðurinn, sem virtist mót-
mæla því.
„Ojá, jæja, þetta kemur fyrir,” sagði hann
spekingslega, „í mikilli menningu eins og í
Ameríku —.“
Poirot greip framí fyrir honum. „Hafið þér
nokkurn tíma hitt nokkurn úr Armstrongfjöl-
skyldunni?”
„Nei, ekki held ég það. Það er erfitt að segja.
Ég ætla að gefa yður nokkrar tölur. 1 fyrra
seldi ég —.“
„Herra minn, viljið þér ekki gjöra svo vel að
halda yður við efnið.”
Italinn pataði afsakandi út í loftið.
„Ég bið yður margfaldrar afsökunar.”
„Viljið þér gjöra svo vel að segja mér, hvað
þér gerðuð i gærkvöldi, frá því um kvöldmat?”
„Með ánægju. Ég er hér eins lengi og ég get.
Það er skemmtilegra. Ég tala við Ameríkumann-
inn, sem er við borð mitt. Hann selur ritvélar.
Svo fer ég aftur í klefa minn. Hann er tómur.
Veslings Englendingurinn, sem býr með mér er
að þjóna húsbónda sínum. Að siðustu kemur hann
aftur langleitur i framan eins og venjulega.
Hann vill ekki tala — segir já og nei. Þeir eru
leiðinlegir Englendingar — ekki viðfeldnir. Hann
situr í horninu, mjög stífur og les bók. Lestar-
þjónninn kemur og býr um rúm okkar.”
MAGGI
OG
RAGGI.
Steini: Hann
Óli tók sykur-
stöngina
mína!!
Raggi:
Einmitt það.
Gerði hann
það?
Raggi:
Skammast þú
þín ekki, að
taka sykur-
stöng frá litl-
um dreng?
„Nr. 4 og 5,” muldraði Poirot.
„Já einmitt, endaklefinn. Efra rúmið er mitt.
Ég fer upp í það. Ég reyki og les. Litli Englend-
ingurinn er með tannpinu, held ég. Hann tekur
upp flösku af einhverju, sem er mjög sterk lykt
af. Hann liggur í rúminu og kveinkar sér.“
„Vitið þér, hvort hann fór nokkurn tíma úr
vagninum um nóttina?“
„Ekki held ég það. Ég myndi hafa heyrt það.
Ljósið úr ganginum — maður vaknar og hugsar
ósjálfrátt, að það sé tollskoðunin við einhver
landamæri.“
„Talaði hann nokkurn tíma um húsbónda sinn ?
Lét hann í ljós nokkra andúð á honum?“
„Ég var að segja yður, að hann talaði ekki.
Hann var ekki viðfeldinn. Melurinn."
„Þér reykið segið þér — pípu, vindlinga,
vindla?“
„Aðeins vindlinga.“
Poirot tók upp vindlinga — og rétti honum.
„Hafið þér komið til Chicago?“ spurði Bouc.
„Ó! já — fyrirtaks borg, en ég þekki New
York, Cleveland og Detroit bezt. Hafið þér kom-
ið til Bandaríkjanna ? Nei? Þér ættuð að koma
þangað. Það —.“
Poirot rétti honum pappírsörk.
„Viljið þér skrifa nafn yðar undir þetta og
heimilisfang."
ítalinn skrifaði með miklu útflúri. Því næst
stóð hann upp, og brosti alltaf jafn elskulega.
„Er þetta allt? Þér þurfið ekki að spyrja mig
að fleiru ? Verið þér sælir, herrar mínir, ég vildi
óska að við losnuðum úr þessum snjó. Ég þarf
að komast til Milano.“ Hann hristi höfuðið dap-
urlega. Hann fór út.
Poirot leit á vin sinn.
„Hann hefir verið lengi í Ameríku,” sagði
Bouc „og hann er ítali og Italir nota hnífinn!
Og þeir eru erkilygarar! Mér líkar ekki við
Itali.”
„Það kemur í ljós,” sagði Poirot og brosti.
„Jæja, það getur vel verið, að þú hafir á réttu
að standa, en ég vil benda þér á það, vinur minn
að það er ekki neitt, sem vitnar á móti honum."
„Og hvað um sálarfræðina ? Nota ekki Italir
hnífinn ?“
„Jú, vissulega. Einkum í hita deilunnar. En
þetta — þetta er öðruvísi glæpur. Ég hefi þá
litlu hugmynd, að þetta morð sé mjög vand-
lega ákveðið og framkvæmt. Þessi glæpur er
framinn af mikilli víðsýni og fyrirhyggju. Það
er ekki — ef ég má orða það svo — latneskur
glæpur. Heldur ber hann vitni um mjög mikla
kænsku og hugmyndaflug engilsaxneskur
glæpur.”
Hann tók að síðustu upp tvö vegabréf.
„Nú skulum við," sagði hann, „tala við ung-
frú Mary Debenham."
19. KAFLI.
Vitnisburður ungfrú Debenham.
Þegar Mary Debenham gekk inn I borðstofu-
vagninn, styrktist Poirot strax í fyrra áliti sínu
á henni. Hún var mjög snoturlega klædd í svart-
an kjól og bylgjurnar í hári hennar voru fallegar
og sléttar. Framkoma hennar var róleg og lýta-
laus.
Hún tók sér sæti á móti Poirot og Bouc og
horfði spyrjandi á þá.
„Nafn yðar er Mary Hermione Debenham og
þér eruð tuttugu og sex ára að aldri?” hóf Poi-
rot máls.
„Já.“
„Eruð þér enskar?“
„Já.“
„Viljið þér gjöra svo vel, að skrifa hérna heim-
ilisfang yðar á þetta blað?“
Hún samþykkti. Rithönd hennar var greinileg
og læsileg.
„Og nú, ungfrú Debenham, hvað getið þér sagt
okkur um atburðinn í nótt?"