Vikan - 03.02.1944, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 5, 1944
13
TATJA1UA.
Framhald af bls. 4.
hátíðahöldum. Meðfram veginum að höll-
inni stóðu bændurnir og fögnuðu þeim,
kirkjuklukkurnar hringdu, og gamli furst-
inn stóð sjálfur á hallartröppunum og tók
á móti þeim með opnum örmum. Hann
þrýsti þeim báðum að brjósti sér og leiddi
þau því næst inn í borðsalinn, þar sem
hátíðarmáltíð var reiðubúin. Þau settust
við borðið og fengu hinar dýrlegustu
kræsingar. I kringum salinn stóðu kósakk-
ar með blys í höndum, eins og Nicholas
mundi eftir, að hafði verið einu sinni í
æsku hans, þegar keisarinn hafði verið á
veiðum og gist hjá föður hans.
Nicholas var hrærður yfir móttöku
föður síns og þessari dýrlegu máltíð þeim
til heiðurs. Hann gleymdi öllum ógnunum
og móðgunum gamla mannsins, hann
gleymdi ömurlegu dögunum í Moskva,
þegar hann og Tatjana höfðu bæði soltið
og verið kalt. Nú var því öllu lokið, og
hann horfði hrifinn á hið fallega og
hraustlega andlit konu sinnar, um leið og
gamli furstinn sneri sér að henni og spurði:
„Eruð þér nú hamingjusamar, furstafrú?“
Nicholas drakk með föður sínum, og
gamli maðurinn fylti glas hans jafnóðum
og það var tæmt. Nicholas var bæði svang-
ur og þyrstur eftir ferðalagið, og nú borð-
aði hann eins og hann gat.
Stuttu síðar fann hann til einkennilegs
sljóleika í höfðinu, hánn varð máttlaus og
ruglaður; hann reyndi að berjast við þessa
undarlegu þreytu, en varð að síðustu að
láta undan; hann hneig fram á borðið og
sofnaði fast.
Alt í einu var hann vakinn af skerandi
angistarópum. Hann leit í kringum sig.
Hann var einn í salnum, en að utan barst
örvæntingarfull kvenmannsrödd, sem
hrópaði hátt á hjálp.
„Nicholas! Nicholas! Komdu! — Þeir
drepa mig!“
Hann skjögraði að glugganum og varð
allt í einu algáður af þeirri sjón, sem hann
sá: Tatjana, nakin niður að mitti, var
bundin við staur í miðjum hallargarðinum,
og hópur drukkinna kósakka hýddu konu
hans með hnútasvipum sínum.
Gamli furstinn stóð hjá og horfði á og
djöfullegt bros lék um hið grimmdarfulla
andlit hans, um leið og hann hrópaði:
„Eruð þér nú hamingjusamar, fursta-
frú? Eruð þér hamingjusamar ?“
Nicholas greip hlaðna byssu, sem hékk
á veggnum og miðaði á föður sinn. Það
heyrðist hvellur, og gamli furstinn féll
niður dauður. Tatjana lá í marga mánuði
milli heims og helju, en að lokum sigraðist
hún á dauðanum, og hún náði sér aftur.
Roumanieff fursti seldi eignir sínar og
fór með konu sinni af landi burt. Þau
bjuggu í nokkur ár í París, þar sem hún
dó fullkomlega hamingjusöm.
Roumanieff fursti hefir aldrei síðan
stigið á rússneska grund.
Skrítlumyndir.
~7
t
Hann: ,,Við verðum að spara
meira og' hugsa um framtíðina.
Hvað verður af þér, ef ég dey?"
Hún: Ég verð hér. Spurningin
er -— hvað verður um þig?“
Hún: „Stundum óska égþess,
að ég sé karlmaður."
Hann: „Hvenær?"
Hún: „Þegar ég geng fram
hjá hattabúð og hugsa um það,
að væri ég karlmaður, gæti ég
gert konuna mína hamingju-
sama með því að gefa henni
nýjan hatt."
„Þú segir, að ég sé fyrsta
fyrirmyndin, sem þú hefir
kysst?"
„Já.“
„Hvað hefir þú notað marg-
ar fyrirmyndir hingað til?“
„Fjórar: Epli, tvær appel-
sínur og blómsturvasa."
Maðurinn með flughjálminn er hinn vel-
þekkti kvikmyndaleikari Clark Gable. Hann
er liðsforingi í ameríska hemum.
^'111111111IIIII IjMllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllll III1111111111111II >>,
I DÆGRASTYTTING I
Sigurfræði, sem lesast skulu
á móti reiði.
Sigurfræði vil ég syngja og tala; þau skulu
mér til sigurs og frelsis vera:
Signi ég mig af bræði,
signi ég mig og mín klæði,
signi ég mig fram að gá,
signi ég mig upp að stá.
Sigur sé mér í höndum,
sigur sé mér í fótum,
sigur sé mér í öllum liðamótum.
Bak mitt af járni,
fætur mínir af stáli,
höfuð mitt af hörðum hellusteini,
hendur mínar harðar í greipum.
Enginn maður verði mér svo sterkur, megn
eða reiður, að mér megi skaða gjöra eða mein.
(Úr þjóðsögum J. Ámasonar).
Orðaþraut.
ARGA
ASKA
I Ð A R
LINA
ÆRIR
ORG A
SK AR
OLL A
Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn
staf þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og
niður eftir myndast nýtt. orð, og er það ltarl-
mannsnafn. Svar á bls. 14.
Öfugmælavísur.
í eldi sviðna engin hár,
ísinn logar vatna,
eitur er gott í öll þau sár,
sem eiga fljótt að batna.
Blindir dæma bezt um lit,
bárur í vindi þegja,
í kálfunum er kóngavit,
kýmar frá mörgu segja.
Heyvinnan.
Einu sinni var bóndi á bæ, hann var auðugur
að fé og starfsmaður mikill. Hann átti dóttur
eina bama, hún var gjafvaxta orðin, er þessi
saga gjörðist. Efnileg var hún og vel að sér og
starfskona svo mikil, að menn undruðust, hvaS
miklu hún gat afkastað. Það vissu menn, að hún
hafði eitt sinn heitið því, að eiga engan mann
nema þann, sem hún hefði ekki við að raka eftir
i túni.
Etnu sinni kemur förukarl til bónda í byrjun
túnsláttar og falar kaupavinnu. Bónda lízt ekki
vel á manninn, en lætur þó til leiðast að taka
hann einn eða tvo daga fyrst og reyna hahn.
Fara menn nú að hátta um kvöldið, þvi liðið var
á dag, þegar maðurinn kom, og er förumaðurinn
látinn sofa hjá lúkugati. Sofa menn nú af um
nóttina, og um morguninn fára allir á fætur
til sláttar. Nú líður fram að dagmálum, og
vaknar ekki förumaður. Búrdyr voru undir loft-
inu nálægt rúmi því, sem hann svaf í. Þegar
búið er að mjalta, skellir húsfreyja búrhurðinni
svo fast, að förumaður rumskar. Fer hann fram
af þessu að klæða sig, en er þó mjög lengi að
þvi, og um hádegi kemur hann út og signir sig,
dregur orf með læri all-óliðugt og spyr bónda,
hvar hann eigi að bera niður. Honum er visað í
völl í túninu, sem Vítisvöllur var kallaður; er nú
ekki laust við, að sláttumenn hendi spaug að
kaupamanni. Fer hann nú að slá. Menn taka eftir
því, að fljótt stækkar bletturinn, svo alla undrar,
því að jörð þótti ætíð óþjál i Vítisvelli. Um mið-