Vikan


Vikan - 03.02.1944, Page 14

Vikan - 03.02.1944, Page 14
14 VIKAN, nr. 5, 1944 mundabil fer bóndadóttir að raka hjá kaupa- manni og gengnr seint á ljána. Hún fer nú úr utanyfirfötunum og keppist við sem hún orkar, en hefir ekki við að heldur. Um nónbil hleypur hún heim, sækir fulla grautarfötu, og ber til kaupamanns og kastar átta spánum í slægjuna hjá fötunni. Þá mælti kaupamaður: ,,Á einn að sleikja?“ Bóndadóttir svarar: „Svei þér nú; þetta varstu meiri mér.“ Var svo sagt, að kaupamað- ur hefði átta púka sér til hjálpar við sláttinn, en bóndadóttir sjö, og hún hafi aldrei séð þann áttunda. Er svo mælt, að síðan færi kaupamað- ur úr lörfum sínum, og hafi hann innanundir verið skrautbúinn maður og hinn ásjálegasti. Bar hann bónorð sitt upp við bóndadóttur og fékk hennar, og bjuggu þau síðan á bæ þessum eftir föður hennar og endar svo saga þessi. (tjr þjóðsögum J. Árnasonar). Mannlýsing. Bréfa-Runki var fremur hár maður vexti, magur mjög og krangalegur, lotinn í herðum, leggjalangur og útskeifur. Hann var ljós á hár •g skegg, skarpleitur í andliti, augun greindar- leg, ennið hátt og svipurinn góðmannlegur, en einarður vel. Hann var jafnan órakaður með óklippt hár á höfði og lagðist það niður um háls og vanga. Bréfa-Runki var fámáil maður, jafnvel þurr á manninn og gat stundum verið önugur við fyrsta ávarp, en viðræðugóður þó, er til lengdar lét, einkum þá er hann varð þess var, að við- talið laut að alvarlegum málum, en var ekki neitt ,,grín“ við hann sjálfan eða umræðuefnið. Væri að honum sveigt, var hann skjótur til svars og svaraði vel fyrir sig, án þess að á honum heyrð- ist eða sæist, að hann reiddist. Hann hætti þá samtalinu, hafði sig á brott og gaf þeim, er bekkj- ast vildi við hann, aldrei færi á því framar, að eiga orðastað við sig. Græskulausu gamni tók hann vel, en aldrei sá ég hann hiæja. Hann leit stundum út undan sér, brosti kankvislega, og síðan kom stundum dálítið meinlegt og fyndið svar. Ávallt var Bréfa-Runki fótgangandi, með nokk- uð snjáða húfu á höfði, mórauða af elli, eða þá sjóhatt. Þunnan trefil hafði hann um háls- inn og einskeftuburu utan yfir svörtum jakka eða úlpu, sem grænleit var orðin af elli, en órifin og lítt bætt. Óþrif hafði hann engin. Hann var í ljósleitum buxum og sokkum mórendum, brettum utan yfir buxurnar upp við hnén með spjaldofnum sokkaböndum, vöfðum neðan hnés- bóta. — Islenzka skó hafði hann á fótum, óbrydd- aða og leistalanga, því að hann var með fót- stærri mönnum. Ristarþvengir voru í skónum. Hann mátti því heita sæmilega til fara af flakk- ara til, sem sumir töldu hann vera, en það var rangnefni. Þeim, sem reynt höfðu ráðvendni -og trúmennsku Bréfa-Runka og slcildu það, hversu mikið nauðsynjaverk hann var að vinna í ann- ara þarfir án þess að hafa hagsmuni sjálfs sín fyrir aug-um, kom ekki til hugar að velja honum neitt óvirðulegt nafn. Hin dæmafáa trúmennska hans og samvizkusemi i öllu varð til þess, að menn höfðu mætur á honum og virtu hann að verðleikum. Þegar hans var von, áttu menn það víst, að þar var vinur á ferð, ýmist með gleði- fregnir frá vinum og ættingjum, eða þá eldheit ástarbréf frá elskhuga úr mikilii fjarlægð. Hann kom með „fréttir að heiman“ um vellíðan konu og bama, manna og málleysingja. Hann var jafnvel með munnlegt trúnaðarmál, sem englr aðrir máttu vita, og hann átti að „koma með orð eða bréf til baka.“ Sveit úr sveit, sýslu úr sýslu hafði allt þetta hvílt á herðum Runka og í huga hans, þegar irnnn á sinni löngu leið, oft torsóttri mjög, þramm- aði þegjandi sin seinu og löngu skref dag eftir dag og hugsaði um það eitt, að gera skyldu sína, reynast trúr til dauðans. Þegar Bréfa-Runki var beðinn að koma ein- hverju lítilræði til skiia, sagði hann oftast þetta: 217 Vikunnar. Lárétt skýrihg: 1. grútarlampi. — 4. rómuð. — 7. lin. — 10. liðdýr. - 11. hæð. — 12. nær dyrum. — 14. sk.st. — 15. hrasa. — 16. rukka. — 17. sk.st. — 18. fús. — 19. nauðsyn. — 20. rölt. — 21. slæmur. — 23. blásin lönd. — 24. glatað. -— 25. nízk. — 26. röð. — 27. Norðurlandabúi. — 28. gort. — 29. farir. — 30. heiður. - - 32. far. (Bh.). — 33. auli. — 34. auglýst. — 35. vísuorð. — 36. mánuður. — 37. væta. — 38. nafar. — 39. handleggir. — 41. stafur. — 42. úlf. — 43. dugleg. -— 44. hátt. — 45. álas. — 46. hæðir. — 47. skríkja. — 48. rófa. — 50. tveir eins. — 51. fleytur. — 52. kornéi. — 53. líta. — 54. málmur. — 55. gróður. — 56. dauði. — 57. fullsælu. — 59. hamingja. — 60. baggi. -— 61. læra. — 62. frú. — 63. gagnlega. — 64. þeir sem reyha kraftana (þf.). Lóðrétt skýring: 1. kjörhríðina. — 2. þyngdarein. — 3. sam- stæðir. — 4. fer í loftinu. — 5. bók. — 6. reið. — 7. kvæðisbrot. — 8. slóði. — 9. skeyti. — 11. skip. — 12. illúðlegt hljóð (sögn). — 13. lurk. — 15. ellimóð. - 16. hróp. — 17. tungl. — 18. fædd- um. — 19. fornafn. — 20. horfi. — 22. endaði. — 23. ígerð. — 24. oft. — 26. mikill. — 27. ruddi. — 29. fóðrir. — 30. saklaus. — 31. harmur. — 33. skipshluti. — 34. kæra. — 35. okkar. — 36. sumar. — 37. 'gripdeilda. — 38. staut. — 40. straumur. — 41. ræða. — 42. á auga. ■— 44. lögur. — 45. galið. - 47. ójafna. — 48. hirða. ■— 49. mæla. — 51. tvær. — 52. lofum. — 53. raunin. — 54. tugga. — 55. sinna. — 56. afhendi. - 58. tangi. — 59. nið. — 60. sjón. 62. kvað (stytting). — 63. ónefndur. Lausn á orðaþraut og bls 13: STEINDÓR. S ARGÁ T ASK A EIÐAR ILIN A N Æ R I R DORGA ÓSK AR BOLLA Svör við Veiztu —? á bls. 4: 1. Grískt sorgarleikaskáld, uppi 480—406 f. Kr. 2. Hann var austurrískur (1732—1809). 3. Eftir Sigurð Pétursson (1759—1827) og heita „Danir leita Grænlands (1786)“. 4. Eitt af frægustu ljóðskáldum Englendinga. 5. 384 km. 6. Á Sauðárkróki, 22. febrúar 1881. 7. Ur orðskviðum Salomons. 8. Frægur spænskur málari (1599—1660). 9. Cordell Hull. 10. Skozkur heimspekingur og söguritari (1711 —1776). „Ég heyri, hvað þú segir.“ Þetta var loforð, sem aldrei brást. — Áður fyrrum var það almenningi næg sönnun fyrir uppfyllingu loforða manna, jafnvel þótt umkomulitill förukarl hefði eigi ákveðnari orð en þetta, er hann iofaði einhverju. Hvemig er þessu varið nú á tímum? — Hvað hefir valdið þeirri gerbreytingu, sem nú er orð- in á hugsunum manna, orðum og athöfnum á svo skömmum tíma? Það er trúleysið á sjálfan sig og allt það, er mönnum á að vera og þarf að vera heilagt og óhagganlegt. Trúleysið á guð, réttlætið og sann- leikann. Þvílíkt trúleysi og vantraust á sjálfum sér eða öðrum þekktist ekki meðal almennings á mínum slóðum áður fyrrum, og Bréfa-Runki þekkti það ekki heldur. Hann var sannur Skaft- fellingur, sannur Islendingur, þótt fátækur um- Lausn á 216. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. móar. — 4. brok. — 7. sóar. — 10. afl. — 11. leik. — 12. verð. — 14. rá. — 15. geit. — 16. laka. — 17. vá. — 18. ærið. — 19. bögu. — 20. rak. — 21. fóður. — 23. fugl. — 24. lega. 25. ösin. — 26. kóng. — 27. bein. — 28. lán. — 29. fala. — 30. kast. - - 32. dr. — 33. rauk. — 34. væta. — 35. lá. — 36. senn. — 37. haft. — 38. hel. — 39. netin. - 41. fóru. — 42. keik. - 43. amar. — 44. sæla. — 45. hlið. — 46. rif. — 47. torf. — 48. svið. — 50. tl. — 51. mala. — 52. stef. — 53. fl. — 54. ball. — 55. spöl. — 56. kló. — 57. flúra. — 59. otar. — 60. ólán. — 61. laug. — 62. ásar. — 63. árið. ■— 64. afmælisfagnaður. Lóðrétt: 1. margföldunartafla. — 2. ófá. — 3. al. 4. beið. — 5. rit. — 6. ok. — 7. seku. — 8. óra. — 9. að. —■ 11. leir. — 12. vagl. —■ 13. káka. — 15. grun. -— 16. lögg. — 17. vagn. — 18. æðin. — 19. buna. — 20. reit. — 22. ósár. — 23. fólk. — 24. lesa. — 26. kaun. :— 27. batt. — 29. fann. — 30. kæfu. — 31. bálk. — 33. reir. — 34. vara. — 35. leið. — 36. staf. — 37. hólf. — 38. heið. - 40. Emil. — 41. færa. — 42. klif. — 44. soll. 45. hvel. — 47. tala. — 48. stör. — 49. flón. - 51. margæ. — 52. spara. -— 53. fláðu. — 54. búum. — 55. staf. — 56. klið. — 58. laf. — 59. oss. — 60. óra. — 62. ái. — 63. án. — renningur væri. En flakkari, förukarl eða um- renningur var hann þó eigi í þeim skilningi, að hann væri betlari, sníkjudýr eða landeyðumaður. Hann var ferðalangur, sem var að inna af hendi nauðsynlegt þjóðnytjastarf, fjölda manna til ánægju, gagns og gleði. Bréfa-Runki lét hvern þann, er hann var miili- göngu- eða trúnaðarmaður fyrir með bréf eða böggla, um það, hvað hann vildi ,,þægja“ honum fyrir það. Hann setti aldrei neitt verð á þá vinnu sína. Hitt var nóg, að hann fékk oftast, og senni- lega ávallt, ókeypis næturgistingu og góðgerðir fyrir sig og hest sinn, væri hann þá með nokk- urn hest. En áreiðanlegt má telja það, að menn ,,viku“ honum vel: nokkrum aurum, fataflík eða öðru því, er honum kom vel. — „Guðsást og góðar þakkir fyrir veittar velgerðir," var svo kveðjan að skilnaði. (Or Söguþáttum landpóstanna).

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.