Vikan


Vikan - 17.02.1944, Blaðsíða 2

Vikan - 17.02.1944, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 7, 1944 Pósturinn Kæra Vika! Viltu vera svo góð að segja mér hvaða kirkja er stærst i heimi og hvar hún er. Mér þætti vænt um að fá svar fljótt, því að það gildir veðmál. Með fyrirfram þökk. Siggi. Svar: Stærsta kirkja í heimi er Péturskirkjan í Róm. Kæra Vika! Geturðu sagt mér, hvort Shake- speare hafi verið giftur, og hvað kona hans hét? Dísa. Svar: Shakespeare kvæntist árið 1582 konu, sem hét Anne Hathaway. Kæra Vika! Geturðu birt fyrir mig kvæðið ,,Þ6tt hann rigni, þótt ég digni", og eftir hvem er það? Ég þakka þér kærlega fyrir svarið, sem ég veit að þú birtir undir eins og þú getur. Þín einlæg Silla. Svar: Kvæðið er eftir Hannes Hafstein og er svona: ,,Þótt hann rigni, þótt ég digni, þótt hann lygni aldrei meir“, fram skal stauta blautar brautir buga þraut unz fjörið deyr. Varhug gjalda, horfi halda hitta valda ; braut um leir! I’ótt hann rigni. þó ég dígni, :þá mun lygna síðar meir. Kæra Vika! Geturðu ekki sagt mér, hvaða íþróttamet voru staðfest á síðast- liðnu ári og hverjir settu þau ? Áhugasamur. Svar: Það á ekki illa við að svara þessari spumingu i þvi blaði af Vik- únni, sem fjallar um Iþróttasamband Islands. Um þetta segir í „Ársskýrslu 1. S. 1. 1942—1943“: 300 st. hlaup: Jóhann Bemhard (KR) á 37,8 sek., sett og staðfest í sept. 1942. — 4X 200 st. boðhlaup: K.R. á 1 mín. 37,9 sek., sett og staðfest í sept. ’42. -— 4X400 st. boðhlaup: K.R. á 3 min. •37,8 sek., sett í júní og staðfest í júlí '42. — 4X1500 st. boðhlaup: Glímufél. Ármann á 18 mín. 29,8 sek., sett í júlí og staðfest í ágúst '42. — Stangarstökk: Ólafur Erlingsson (KV) 3,48 st., sett í sept. og staðfest í okt. '42. — Kúluvarp betri hendi: Gunnar Huseby (KR) 14,79 st., sett og staðfest í júlí ’42. — 50 st. sund, frjáls aðferð: Rafn Sigurjónsson (KR) á 27,5 sek., sett og staðfest í apríl 1943. — 200 st. bringusund: Sigurður Jónsson (KR) á 2 mín. 57,1 sek., sett í marz og staðfest í apríl ’43. — 200 st. bringusund: Sigurður Jónsson (KR) á 2 min. 55,6 sek., sett og staðfest í apríl ’43. — 1000 st. bringusund: Sigurður Jónsson (KR) á 18 mín. 58 sek., sett i nóv. '42, Staðfest i jan. ’43. — 1500 st. bringu- sund: Sigurður Jónsson (K.R.) á 28. mín. 26,4 sek., sett i nóv. ’42, stað- fest í jan. ’43. — 50 st. bringusund kvenna: Sigríður Jónsdóttir (K.R.) á 43,9 sek., sett í marz og staðfest í apríl ’43. Reykjavik 17/2 ’44. Kæra Vika! Ég vil þakka þér fyrir birtinguna á grein Kaj Munks, „Kirkjan og leikhúsið”. Komir þú framvegis með greinar sem ekki eru lélegri en þessi, þá þarftu ekki að kvíða dómsdegi á meðan. Þinn einl. G. E. Kæra Vika! Okkur finnst þú svara svo vel öil- um spurningum. Getur þú sagt okkur hvernig við eigum að fara að því, að ná af okkur freknum, og líka hvemig við eigum að grenna á okkur fótlegg- ina. Bless,'Vika mín. Eva og Rut. Svar: Það er ekki auðvelt að ná burtu freknum, en fjöldi lyfja er samt til sem bleikja má með freknur. Vægustu lyfin eru burísupplausn og veikar sýrur, 3% vatnssýrlings upp- lausn og ýmiskonar smyrsli úr sama efni. Af sterkari lyfjum má nota sublimat og 5% hvítt kvikasilfur smyrsli. En nota verður þessi lyf með varúð, þvi að þau erta stundum húð- ina og geta valdið exemi og öðrum húðkvillum. Nudd er bezt og líklega eina ráðið til þess að grenna fótleggina. Kæra Vika! Ertu ekki dálítið fróð um fyrri heimsstyrjöldina ? Hvað geturðu sagt mér um það, sem þá gerðist á „suð- austurvígstöðvunum” ? Allt til íþróttaiðkana °9 ferðalaga íþróttaáhöld íþróttafatnaður § fþróttaskór HELLAS sportvöruverzlun. | Tjarnargötu 5. Sími 5196. $ Ú Svar: „Þjóðverjar, Austurríkis- menn, Ungverjar og Búlgarar her- tóku Serbíu og Svartfjallaland árin 1914 og 15. Síðan tóku þeir og mikið af Albaníu. Bretar og Frakkar settu her á land við Saloniki í Grikklandi 1915, en honum varð lítið ágengt. Þá settu þeir og her á land á Gallipoli- skaga i Tyrklandi 1915. Átti sá her að ná Konstantínópel á vald sitt og koma þannig á sambandi við Rússa, er vanhagaði mjög um ýmsar hern- aöarnauðsynjar. Þessi fyrirætlun mis- tókst algerlega og urðu hersveitimar áð hverfa aftur frá Gallipoli. Þjóð- verjum tókst að leggja meginhluta Rúmeníu undir sig á skömmum tíma síðari hluta ársins 1916. Urðu Rúm- enar að semja frið 1918 og ganga að allhörðum kostum." YÍECINGS HAPPDRÆTTIÐ Styrkið íprótta- starfsemina Sala miðanna er hafin Þessi fagri sumarbústaður fyrir aðeins 5 krónur. Drátturinn fer fram 1. júni n. k. Otgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.