Vikan


Vikan - 17.02.1944, Blaðsíða 4

Vikan - 17.02.1944, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 7, 1944 D 1 innii mnniBin DLimiM c-Dmásaga muBiiniii efíír ffí. 'f áia/A/fjer Ung stúlka, í fallegri grárri ferðakápu, gekk hratt eftir löngu þorpgötunni, hún nam að síðustu staðar við lítið hvítt hús, er var næstum því þakið af vafningsrósum og vínviði. Frá hliðinu lá mjó gata, með blómareit- um báðum megin, að dyrunum. Fyrir utan húsið sat gömul kona á bekk og vermdi sér í hinni björtu júnísól, sem lét hvíta hárið hennar skína eins og silfur. Unga stúlkan sá undir eins, að gamla konan, sem hafði lyft höfðinu, þegar hún heyrði fótatakið, var blind, og augu henn- ar fylltust tárum. ,,Má ég ganga innfyrir?" spurði hún og opnaði hliðið. „Gjörið svo vel,“ svaraði gamla konan, það gleður mig að sjá yður,“ og þegar stúlkan nálgaðist bekkinn, þar sem hún sat, benti hún henni að setjast hjá sér og rétti höndina til hennar. „Þér sjáið, að ég verð að láta nægjast með hjálp handa minna,“ sagði hún og þreifaði sig áfram. „Ó, ég finn, að hend- ur yðar eru mjúkar og hvítar — ekki harðar og brúnar eins og mínar. Mér hefir áhtaf líkað svo vel við fallegar hendur, en mínar eru slitnar af vinnu.“ „En það er fallegt í augum mínum, af því að ég veit, að þær hafa unnið svo margt gagnlegt og gert svo margt gott.“ „Og hönd yðar — hún er falleg og mjúk, en ekki er hún ónýt. Ég finn, að hún er föst og sterk. Ég er orðin snillingur að lesa mál handanna,“ sagði gamla konan og brosti. „Jæja, viðurkennið nú hrein- skilnislega, að þetta er ekki iðjulaus og ónýt hönd,“ hélt hún áfram. „Nei, iðjulaus hefir hún ekki verið, en ég er hædd um, að hún hafi verið mjög eigingjörn," svaraði stúlkan. „Já, svona hugsa víst flestir einhvern- tíma. Enginn er eins og hann vildi helzt vera, en við getum ekki dæmt okkur sjálf. Ef ég ætti til dæmis að dæma sjálfa mig, þá myndi ég dæma mig til eilífrar sorgar.“ „Ó, nei, segið það ekki!“ sagði unga stúlkan. „En ég dæmi ekki sjálfa mig! Það læt ég annan gera, sem er miklu mildari og kærleiksríkari við okkur dauðlega menn en nokkur annar,“ sagði gamla konan og sleppti hönd stúlkunnar. Hún strauk með hendinni niður eftir kjól ókunnugu stúlkunnar og hélt áfram: „Það er mjúkt og þykkt silki. Er hann svartur?“ „Nei, hann er blár.“ „Komið þér úr bænum? Ég hélt, að fyrst þér töluðuð við mig, þá væruð þér ferðamaður, sem vildi búa hérna, þeir eru- alltaf vingjarnlegir, en mér finnst samt þér ekki tala alveg eins og fólk úr bænum.“ „Ég hefi lengi verið í Englandi, og þér vitið að málið er dálítið öðru vísi þar en hér í Skotlandi. Ég hefi orðið fyrir áhrif- um þaðan.“ „Yngstu dóttur minni langaði alltaf að koma til Englands og talaði oft um það,“ sagði gamla konan alvarlega. „Gerði hún það?“ spurði unga stúlkan áköf. „Já, hana langaði til þess að læra um málaralist og bókmenntir. Hún gat sjálf málað. Langar yður að sjá mynd, sem hún málaði af litla skólahúsinu við ána? Mað- urinn minn lét setja hana í ramma fyrir mig stuttu áður en hann dó. Hann sótti hana upp í loftherbergið, þar sem hún hafði skilið hana eftir, þegar hún —. En yður langar ekki til að sjá hana?“ „Jú, gjarnan, en við skulum bíða dálítið." „Faðir hennar var eftirlitsmaður allra skólanna í héraðinu, og litla Helen okkar var duglegust í sínum skóla, og þegar hún hætti í honum, málaði hún mynd af gamla húsinu til minningar. Nú vildi ég óska, að hún gæti séð, hve myndin er falleg, hún hangir yfir arninum í dagstofunni. Ég strýk höndinni yfir hana á hverjum degi til þess að finna, hvort allt sé í lagi og j VEIZTU —? j 1. Hverrar þjóðar var tónskáldið Wolf- gang Amadeus Mozart og hvenær var hann uppi? | 2. Hvenær er Kristín Jónsdóttir listmál- ari fædd og hvar? ■ 3. Hvað er eyjan Bomeo stór? • 4. Hver var Henry Irving? j 5. Eftir hvern er þessi vísa: Einlægt þú talar illa um mig, aftur ég tala vel um þig. En það bezta af öllu er, að enginn trúir þér — né mér. jj 6. Hvað er fjallið Mauna Kea á Hawaii hátt? ; 7. Á hvaða árum voru Japanir og Kín- verjar neyddir til að levfa útlending- um verzlun í löndum sínum? ■ 8. Hvenær var Lútherstrú komið á í Sviþjóð ? ■ 9. Hvenær var slitið sambandinu milli Hollands og Belgíu ? 10. Hvaða tungumál er álitið að Jesús Kristur hafi talað? : Sjá svör á bls. 14. ramminn ekki farinn í sundur nokkurs staðar, og ég spyr oft fólk, sem kemur hingað, hvort litirnir haldi sér ekki vel. Þér sjáið, að mér þykir mjög vænt um hana.“ „Búið þér hér alveg ein?“ spurði stúlkan. „Já, alveg ein.“ „Eruð þér ekki mjög einmana?“ „Nei, það get ég í rauninni ekki sagt — þó að ég verði stundum þreytt af því að bíða.“ „Bíða?“ spurði stúlkan og horfði kvíðin á hana. „Já, ég bíð. Ég hefi beðið í mörg ár. Allir synir mínir og dætur eru giftar og búa hér í nágrenninu — öll nema yngsta dóttir mín. Þau vilja öll gjaman, að ég búi hjá þeim, en ég vil það ekki. Þeim finnst það víst undarlegt af mér, og það er það kannske líka, en ég get ekki verið ham- ingjusöm annars staðar en hér í gamla húsinu, sem ég hefi búið í, frá því að þau voru lítil. Þau vilja, að ég hafi stúlku, en hvað ætti ég að gera við hana, sem hefi unnið alla ævi. Lítil stúlka úr þorpinu kem- ur á hverjum morgni og hjálpar mér. Hún er gott barn, og ég kenni henni að sauma og prjóna. Svo hefi ég auk þess síma. Ég fékk hann, þegar ég hafði heyrt, að fólk gæti talað saman úr miklum fjarlægðum, og það gat verið, að einhvern tíma væri símað til mín — úr mikilli fjarlægð. Nú, ég tala víst allt of mikið! Segið mér eitt- hvað um yður sjálfa. Mér þykir gaman að heyra um annað fólk.“ „Já, en ekki undir eins. Ég ætla að biðja yður um að segja mér fyrst frá því, sem þér bíðið eftir.“ „Þegar þér settust hérna við hlið mína, þá fann ég, að ég mundi segja yður frá því. Það er sumt fólk, sem ég hlýt að segja frá því, sem liggur mér mest á hjarta, og þegar ég segi frá því, finnst mér eins og mér líði betur. Það er eins og þegar maður skýtur ör út í loftið, enginn veit hvar hún lendir. Eins er um þau orð, sem ég segi við ókunnuga fólkið, sem hingað kemur. Ég sagði einu sinni ungum manni frá því, sem var vanur að koma hingað, og hann var sammála mér. Þau orð, sem maður sendir út í heiminn, týnast aldrei; einhvemtíma mun kannske sá rétti heyra þau. Hann gaf mér nýjan kjark, hann var sterkur og hjálpfús. Ég hefi svo oft ósk- að þess, að hann kæmi aftur, en hann hefir aldrei komið. — Og ég — ég held áfram að bíða.“ „Hvernig leit hann út?“ spurði stúlkan. „Hann var hár og herðabreiður og hafði djúpa og þægilega rödd. Hár hans og augu vom dökkbrún. Ég man svo greinilega eftir honum af því, að hann var síðasti maður- inn, sem ég sá, — áður en ég varð blind. Hann stóð við hliðið og kvaddi mig, og ég hugsaði, hvað það væri í rauninni undar- legt, að svona stór og hraustur maður lifði á því að mála myndir, — þegar fór að dimma í kringum mig. Ég hélt, að það væri hinn mikli hiti, sem olli því og sagði Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.