Vikan


Vikan - 09.03.1944, Blaðsíða 2

Vikan - 09.03.1944, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 10, 1944 Pósturinn Kœra Vika mín! Þú sem getur svo margt, vilt þú ekki vera svo góð og komast að því hjá Útvarpsráði af hverju við fáum aldrei að heyra í okkar beztu söngv- urum eins og Stefanó Islandi og Ein- ari Kristjánssyni. Eins hvort TJt- varpið getur ekki hætt þeim leiða sið að vera að tilkynna hverjir og hverjar séu sextíu- sjötíu- og áttatíu- ára o. s. frv. Þessi ósiður tíðkast ekki í öðrum löndum, nema þegar þjóð- höfðingjar eiga í hlut. Vona eftir svari Vika mín, vertu blessuð. Þin Vordís. Svar: Bréfið birtum við í þeirri von, að það berist fyrir augn réttra hlutaðeiganda. Svar til „Þreyttrar": Það getur mjög vel stafað af þvi, sem þér skrifið um í bréfinu. En við viljum ráðleggja yður að leita læknis fyrr en síðar. Reykjavík, 2. marz 1944. Kæra „Vika“. Ég hefi komist að raun um að þú leysir ágætlegá úr vandamálum margra. Ég hefi undanfarið veitt því athygli, að „eina 17 ára“ dauðlangar til þess að kynnast einum strák, sem hún er hrifin af. Oftast hefi ég verið sammála þér, en þarna vorum við ekki sammála. Ef ég má skipta mér af þessu, þá finnst mér að hún ætti að reyna að komast að hvað hann heitir og hvar hann eigi heima. Þegar hún væri búin að komast að því, eða jafnvel fyrr, þá finnst mér að hún ætti að hætta á að heilsa honum og vita, hvemig færi. Þetta eru mín ráð. Með beztu þökk fyrir birtinguna. „Ráðagóður". P.s. Ég sendi þér ábyggilega fleiri bréf seinna um eitthvað málefni. Kærar kveðjur. Sveit Skíðafélags Siglufjarðar er vann „Slalombikar Litla skíðafélags- ins" 1934: Guð- mundur Guðm- undsson, Jón Þor- steinsson, Ásgrim- ur Stefánsson og Haraldur Pálsson. Svar: „28. júní 1914 var Franz Ferdinand, bróðursonur Franz Jóseps Austurríkiskeisara, myrtur í Sera- jevo í Bosniu ásamt konu sinni. Hann var ríkiserfingi Austurríkis og Ung- verjalands. ... Austurríkismenn og Ungverjar gerðu viðtækar kröfur til Serba," sem gengu að sumum kröf- um þeirra, „en ekki hinum víðtæk- ustu, því að þeir treystu stuðningi Rússa. Austurrikismenn og Ungverj- ar sögðu þá Serbum stríð á hendur (28. júlí). Drógust Rússar siðan inn í stríðið með Serbum, en Þjóðverjar með Austurríkismönnum og Ungverj- um. Þá hófst og styrjöld milli Þjóð- verja og Frakka. Fóru Þjóðverjar með her manns inn í Belgíu til að koma að Frökkum þar, sem varnir þeirra voru veikastar. Bretar höfðu í fyrstu reynt að miðla málum, og meðal almennings þar voru margir andvígir því að taka þátt í styrjöld- inni, en er innsárin i Belgiu hófst, sögðu Bretar Þjóðverjum stríð á hendur (4. ágúst). . .. Tyrkland gekk í lið með Þjóðverjum 1914 og Búlga- ría 1915.“ Italir gengu í lið með Bret- um og Frökkum 1915, og á sömu leið fór um Rúmeníu, Svartfjalla- land, Albaníu, Grikkland og Portúgal. Japanir sögðu Þjóðverjum stríð á hendur 1914 og Bandaríkin 1917. Kína, Síam og Libería gengu einnig í lið með bandamönnum. Blóma- og matjurtafræið er komið. í Litla blómabúðin ; Bankastræti 14. — Sími 4957. niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiii Höfum til: HICKORY-sltí ði, HICKORY-skíði með stálköntum, SKlÐABÖND (gormabönd), SKlÐASTAFI. Trésmidjan FjöSnir iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimmiimimimmmiiiiiiiiiiiiiimimmmmmimi)»: Kæra Vika! Þakka þér kærlega fyrir allar skemmtilegu stundimar, sem þú veit- ir mér og nú síðast fyrir myndirnar og greinina um Vestur-lslendinga. Ég er afskaplega hrifinn af kvæðinu Sandy Bar eftir hann Guttorm. Hann er mikið skáld. En á einum stað í kvæðinu var Sandy Bar með litlu „b“-i. Er það ekki vitlaust? Það finnst mér! Geturðu bent mér á ein- hverjar bækur um Vestur-lslend- inga? B. K. Svar: Litla „b“-ið var prentvilla. Hvað bækumar snertir er um marg- ar að ræða, en benda má á Tímarit Þjóðræknisfélagsins, Vestur um haf, Minningarrit um 50 ára landnám Is- lendinga í Norður-Dakota, og Sögu Islendinga i Norður-Dakota, eftir T. Jackson. Fróða Vika! Viltu segja mér eitthvað um upp- hafa heimsstyrjaldarinnar 1914— 1918? Kæra Vika! Hvað getur þú sagt okkur um leik- konuna Annabella, sem lék í kvik- myndinni Suex? Tvær forvitnar. Svar: Annabella er fædd í París á Frakklandi 14. júní 1912. Hún er brúneygð og ljóshærð. Henni þykir gaman að garðyrkju og hundum. Hún er gift Tyrone Power, sem nú er í flota Bandaríkjanna. tírval. Tímaritið Urval er nýkomið út, mjög vandað að efni og frágangi eins og áður. Þetta er 1. hefti þriðja ár- gangs. 1 heftinu kennir margra og ólíkra grasa: „Er jass tónlist?“, „Þegar bami Lindbergs var rænt“, „Áburður úr sorpi", „Parisardaman", „Napoleon Bónaparte", „Upphitun með geislum", svo að nokkrar grein- ar séu nefndar. Ritstjórinn, Gísli Ólafsson, segir m. a. í „Til lesend- anna —“: „„Bókin" í þessu hefti er með nokkuð öðmm hætti en verið hefir fram að þessu. Hún er ævisaga merks vísindamanns, tekin upp úr ritverki miklu, sem heitir „Living Biographies" og flytur ævisögur flestra stórmenna heimsins á sviði heimspeki, vísinda, trúarbragða, stjórnmála og hvers konar lista. Ætlunin er, að fyrst um sinn verði ,,bókin“ aftast i hverju hefti slík ævisaga, að minnsta kosti öðru hvoru, og er ekki að efa, að slíkt verður vinsælt, því að ævisögur mikil- menna er skemmtilegur og hollur lestur.“ Bókin í þessu hefti er um Einstein og fylgir stór og góð mynd af honum. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 36j.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.