Vikan - 09.03.1944, Qupperneq 6
6
VTKAN, nr. 10, 1944
XX. KAFLI.
Eftir nótt kemur dagur.
Ljósið frá lampanum, sem hjúkrunakonan hafði
kveikt á, varpaði daufri birtu á andlit Sergiu.
Mary beygði sig yfir hana, og henni fannst hjarta
sitt ætla að hætta að slá, þegar hún horfði á hið
marmarahvíta andlit, þvi að Sergia leit nú á
þessari stundu út eins og hún væri dáin, en hinn
reglulegi andardráttur róaði Mary, og eftir að hafa
litið nokkra stund á þetta fallega, þjáða andlit,
dró hún sig í hlé, um leið og hún hugsaði um,
hvemig hún ætti að gera Sergiu heilbrigða aftur.
Mary var viss um, að þó hún fengi ekki nema
dálitla von um að Julian kæmi aftur, þá myndi
hún hressast. En ef hann kæmi svo ekki? Þá
væri það miskunnarlaust að segja nokkuð. Hún
ákvað svo loks, að hún skyldi ekki segja neitt
fyrr en hún hafði talað við Allan.
Við hugsunina um þann mann, sem hún elskaði,
brá fyrir ljómandi brosi á andliti Mary og um
nokkra stund gleymdi hún öllu öðru. En þegar
hún, rétt á eftir, var kölluð niður i dagstofuna til
hans, hugsaði hún þó fyrst og fremst um Sergiu.
„Heldurðu ekki, Allan,“ spurði hún, ,,að ég megi
gefa Sergiu dálitla von, þegar hún vaknar? Ég
trúi því statt og stöðugt, að Julian komi, þegar
hann fréttir þetta, heldur þú það ekki?“
„Jú; auðvitað kemur hann,“ sagði Allan sann-
færður. „Julian hefir mjög sterka skyldutilfinn-
ingu.“
Allan var nú ekki alveg viss um, að Julian
kæmi, hann þekkti hið ósveigjanlega stórlæti
vinar sins, en hann gat ekki fengið af sér að
segja það við unnustu sína; hann vonaði lika að
hægt væri að tala um fyrir Juliani. Og hann
sýndi svo Mary skeyti, sem hann hafði skrifað og
ætlaði að senda Juliani. Það var langt og ítarlegt,
og Mary var sérstaklega ánægð yfir tveim síð-
ustu línunum, sem hljóðuðu þannig:
„Sergia er veik og við Mary önnumst alveg
•am hana. Við giftumst þess vegna eins fljótt og
unnt er til þess að geta tekið hana að okkur.
Ég held það væri bezt fyrir okkur öll, ef þú
kæmir heim.“
„Hann hlýtur að vera óvenjulega heimskur, ef
harnn skilur þetta ekki rétt,“ sagði Sir Allan, og
Mary leit upp til hans með tárvot augu.
„En hvað þú ert góður! Ó, mikið ertu góður!“
sagði hún. „Mér hafði ekki dottið í hug, að við
gsetum sent skeyti, og ég mundi vera hrædd um
Sergiu, ef það liði alltof langur tími þangað til
við heyrðum frá Juliani."
„Þú verður að geyma tár þín, þangað til á
morgun,“ sagði Allan og kyssti hana, „og ég er
svo eigingjam, að það mundi vera mér huggun
að vita, að kærastan mín gréti mín vegna. Hefir
þú ekki hugsað neitt um móður þína?“ hélt hann
áfram, þegar Mary leit spyrjandi á hann. „Finnst
þér ekki, að ég verði að segja henni frá því, að
ég hafi rænt frá henni þvi dýrmætasta, sem hún
á? Og má ég þá líka spyrja hana að því, hvort
hún hafi á móti því, að við giftum okkur eftir
hálfan mánuð?“
„Ef — ef þú heldur að það sé bezt vegna
Sergiu," stamaði Mary og leit undan — „þá —.“
„Það er áreiðanlega bezt fyrir Sergiu," sagði
hann ákveðinn, „og líka fyrir annan,“ hvíslaði
hann og kyssti hana. „Við skulum gifta okkur í
kyrrþey í litlu kirkjunni hérna, svo skulum við
fara í burtu í vikutíma eða eða tvær. Þegar við
svo komum aftur, tökum við Sergiu með okkur
til Parísar og þaðan til Nizza eða annars staðar,
þar sem er sól og birta — hún má sjálf ráða
því, hvert hún vill fara, því okkur er alveg sama
hvert við förum, bara að við séum saman, elskan
mín, er það ekki?“
„Mikið ertu góður, Allan,“ sagði Mary aftur.
„Mér þætti gaman að vita, hvort þú segir það
eftir nokkur ár,“ sagði hann glettnislega.
„Ég vona, að ég lifi þá og geti sagt það. Ó,
Allan —“ sagði Mary allt í einu. — „Ég er svo
hamingjusöm, að ég vildi óska, að ég gæti lifað
að eilífu!“
„Þú tilheyrir þá ekki þeim iítillátu? Mig grun-
aði ekki, að þú værir svona fjörug."
Mary sagði honum nú, að hún yrði að fara
aftur til Sergiu og Sir Allan sleppti henni loks.
Hann fylgdi henni með augunum, þegar hún hljóp
upp tröppumar, svo sneri hann sér við og fór, um
leið og hann spurði sjálfan sig, hvort hann ætti
skilið alla þá hamingju, sem honum hafði
hlotnast.
„Sergia, ertu vöknuð ?“
„Já, Mary.“
Ködd Sergiu var mjög dauf, og Mary kraup
niður við rúmið, svo að Sergia þyrfti ekki að
leggja eins mikið á sig við að tala.
„Rödd þín er svo þreytuleg, Sergia," sagði hún.
„Og Cameron læknir hélt samt að þú mundir hafa
gott af því, að sofa.“
„Já, ég heyrði að hann var hér,“ sagði Sergia
kæruleysislega; „en hann getur jafnlítið hjálpað
mér og manninum, sem hann var að tala um,
þegar hann hélt að ég svæfi — maðurinn, sem
hafði misst — allt — allt, sem hann átti!“
„Heyrðirðu hvað hann sagði?“ hvíslaði Mary.
„Já, ég heyrði það, og ég hugsaði, að engin
orð væm sannari en þau — ég hefi eins og þessi
maður misst allt — allt! Ó, Mary, ef þú vissir,
ef þig grunaði, hvers líf ég hefi eyðilagt, þá
mundir þú hata mig.“
Mary kyssti hið föla, fagra andlit og þrýsti
hana fastar að sér.
„Nei, Sergia mín,“ sagði hún blíðlega „ekkert
í heiminum gæti fengið mig til að hata þig —
þér á ég að þakka alla mína hamingju."
Sergia leit undrandi á Mary.
„Hvaða hamingju hefi ég fært þér eða nokkmm
öðrum?“ spurði hún biturlega. „Nei, allt, sem
ég kem nálægt, visnar, og ef þú værir vitur, þá
mundir þú hata mig og flýja."
„Sergia,“ svaraði Mary, „þú mátt ekki tala
svona. Þú ert falleg og stórlát, og þú átt eftir
að færa mörgum gleði eins og mér. Hugsaðu þér,
Sergia, Allan elskar mig, ég á að verða eigin-
kona hans, og hann hefir sent Juliani skeyti og
beðið hann um að koma strax heim. Ég veit, að
þegar hann heyrir —.“
Mary sagði ekki meira, því að nú hneig Sergia
aftur í örmum hennar, náföl. Mary horfði á hana
utan við sig af hræðslu og sneri sér svo að
Cameron lækni, sem í því, kom inn í stofuna.
„Það er liðið yfir hana,“ sagði hann, um leið
og hann beygði sig yfir Sergiu. „Hvað hafið þér
sagt við hana?“
„Ég sagði henni að — nokkur, sem henni þykir
mjög vænt um, kemur bráðum heim til Englands
aftur. A1 — Sir Allan sagði, að ég mætti gjaman
segja henni frá því;-við héldum að það myndi
gleðja hana.“
„Nú, já, góðar fréttir gera sjaldan nokkurn
skaða,“ sagði Cameron og kinkaði kolli „og svo
er það bezt að þér endurtakið fréttina fyrir hana;
en svo megið þið helzt ekki tala meira í kvöld.“
„Mary, Mary, elsku vinkona mín! Er ég í raun
og veru vakandi? Er ég enn þálifandi? Er-erþað
satt, sem þú sagðir mér eða er þetta allt saman
draumur?"
Sergia var nú aftur komin til sjálfs sín og
Mary greip um litlu, hvítu hendumar hennar og
beygði sig yfir hana.
„Það er satt — það er áreiðanlega satt, Sergia
mín,“ með fullvissu í röddinni. Allan elskar mig
og hann vill, að við giftumst eftir hálfan mánuð.
Hann vill ekki einu sinni bíða eftir því, að Julian
komi, og það er þín vegna, Sergia. Við höfum
nefnilega ákveðið, að taka þig að okkur og gæta
þin vel á allan hátt, ef þú vilt leyfa okkur það."
„Heldur þú — heldur þú — að hann muni koma
— koma hingað aftur?“ spurði Sergia lágum
rómi, en það var eftirvæntingar- og harmhreimur
í röddinni.
Erla og
unnust-
inn.
Láki: Jæja, hvemig líkaði þér fjallgangan, Oddur? Oddur: Ó, hvað ég hlakka til að koma til Erlu
Oddur: Það er hræðilegt að klifra um fjöllin með þessa byrði. Ég og sitja í góða hægindastólnum hennar!
held ég sé hryggbrotinn!
Maðurinn: Sjáðu Marta! Hvað gengur að manninum?
Konan: Ætli hann hafi ekki tapað einhverju!
Oddur.- Æ! Æ! Bakið á mér!
Telpan: Ég vil fara á hestbak!
Erla: Hún er búin að bíða eftir þér í allan dag. Hún var farin að gráta, af því hún
hélt þú kæmir ekki! Hún segir, að þú sért bezti hesturinn hennar!