Vikan - 22.06.1944, Síða 1
Karlakórinn „Vísir", Siglufirði
Karlakórinn „Vísir" ótti nýlega 20 óra afmœli.
í tilefni þess fór kórinn í söngför til Reykjavíkur,
Kórinn var stofnaður í janúar 1924 og hefir starfað af miklum áhuga síðan. Síðustu 15
árin hefir Þormóður Eyjólfsson ræðismaður verið söngstjóri. Er það mest dugnaði
hans að þakka, að kórinn hefir náð þeim þroska, sem hann nú hefir. — Kórinn hefir
farið í 14 söngferðir víðsvegar um landið og sungið á 23 stöðum utan Sigluf jarðar, en þar
hefir hann haldið að meðaltali 6 samsöngva á ári frá því að hann var stofnaður. — Söng
kórsins var mjög vel tekið í Reykjavík, og söng hann þar nokkrum sinnum við húsfyllir
og mikinn fögnuð áheyrenda.
tuttugu ára
F'remsta röð (talið frá vinstri): Sigurður Jónsson, Sigurjón Sæmundsson, Daníel Þórhallsson, Halldór Kristinsson, Egill Stefánsson, formaður kórsins,
Þormóður Eyjólfsson, söngstjóri, Kjartan Sigurjónsson, Jóhann Jóhannsson, Jósep Blöndal, Gunnlaugur Sigurðeson, Friðrik Hjartar. — önnur röð:
Baldvin Sigurðsson, Ólafur Einarsson, Maron Bjömsson, Páll Stefánsson, Ragnar Jónasson, 'Ólafur Hjartar, Jónas Halldórsson, Jón Hjartar, Gunn-
laugur Friðleifsson, Þórður Kristinsson. — Þriðja röð: Sigurgeir Þórarinsson, Jón Gunnlaugsson, Sveinbjöm Tómasson, Jónas Ásgeirsson, Svavax
Helgason, Bjöm Dúason, Sigurður Gunnlaugsson, Sigurbjöm Frimannsson, Kristján Stefánsson.