Vikan


Vikan - 22.06.1944, Síða 2

Vikan - 22.06.1944, Síða 2
2 VIKAN, nr. 25, 1944 Pósturínn Jí Kœra Vika! Getur þú frætt mig á þvi, hve mörg ár maður þarf að vera I búnaðar- skóla til þess að verða búfræðingur? Hvað er skólagjaldið hátt? Baddi. Svar: Námstíminn er 3 misseri; frá októberbyrjun fyrsta misseris og fram í apríl þriðja misseri. Verknám er sumarið milli vetrarmisseranna, þannig að námstiminn skiptist þá niður á tvo vetur og sumarið á milli þeirra. Skólagjald er ekkert nema fæðiskostnaður fyrsta veturinn, en sá kostnaður fer auðvitað eftir verð- lagi á hverjum tíma. Nemendur vinna fyrir uppihaldi sínu og fæði síðari veturinn og um sumarið. Kæra Vika! f>ú hefir leyst úr svo mövffk, sem maður hefir not af. Mig langar þvi að vita hvort þú getur svarað mér einni spumingu. Hvernig er hægt að ná svörtum blettum sem vilja setjast utaná tennumar, þó þær séu ekkert skemmdar, og ekki hægt að bursta þá af. Vonast eftir svari sem fyrst. Virðingarfyllst. Sjöfn. Svar: Þér skuluð láta tannlækni skoða tennur yðar. Kæra Vika! JÉg er að hugsa um að læra að aka bíl, en ég er aðeins 17 ára gamall. Finnst þér ég of ungur til að taka bílpróf? Einnig ætla ég að biðja þig að gjöra svo vel að segja mér hvort til er kennslubók á íslenzku um bygg- ingu og meðferð bílvéla? Með fyrirfram þökk fyrir svarið Iddod. Svar: Aldurstakmarkið fyrir minna bílprófi er 18 ára. Bifreiðabókin fæst ekki sem stendur, en mun koma út á ný, irrnan skamms. Kæra Vika! Geturðu ekki gefið mér upplýsing- ar um, við hvaða aldur er miðað, þegar skipt er í 1., 2., 3, og 4. flokk í knattspymu. Knattspymumaður. Svar: Aldursflokkuninni er þannigfc fyrir komið: 1 4. flokki eru drengir til 12 ára aldurs; í 3. flokki drengir til 16 ára; í 2. flokki piltar til 19 ára aldurs, en í 1. flokki fyrir ofan þann aldur. Miðað er við, að keppandi sé ekki búinn að ná aldurstakmarkinu 1. maí það ár, sem keppt er í vissum flokki. Góða Vika! Mig hefir lengi langað til að vita, hverjum sænska leikkonan Ingrid Bergman er gift, er hann sænskur ? Aðdáandi. Svar: Ingrid Bergman er gift sæiiskum manni dr. Peter Lindström. Kæra Vika! Geturðu frætt mig um það, hverj- um kvikmyndaleikkonan Maria Mon- tez er gift, sem stendur? Einn hrifinn. Svar: María Montez er gift Jean Pierre Aumont. Ljósm.: Jón Sen. i^josm.: Jón Sen. Þjóðhátíðin á Þingvöllum 17. júní og í Reykjavík 18. júní. Vikan birtir hér nokkrar myndir frá hátíðinni, en fleiri myndir og frá- sögn af hátiðahöldunum verða að bíða næsta blaðs vegna,rúmleysis. Efsta myndin er af sveit Hesta- mannafélagsins Fáks, er riðið var niður Almannagjá. . Myndin í miðið sýnir nokkum hluta tjaldborgarinnar og mann- fjöldann í Fangbrekku neðan við Almannagjá, þar sem hluti hátíða- haldanna fór fram á pallinum, sem sést neðst á myndinni til hægri. Neðsta myndin er frá úrslitum Is- landsglímunnar, sem fram fór í Reykjavík. Alexander Jóhannesson prófessor, formaður þjóðhátiðar- nefndar, afhendir glímukonungi Is- lands, Guðmundi Ágústssyni, silfur- bikar frá ríkisstjóminni og þjóð- hátiðamefnd. ————————————————— Ejósm.: Jón Sen. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.