Vikan


Vikan - 22.06.1944, Page 6

Vikan - 22.06.1944, Page 6
6 „Parker," sagði litli maðuriim, „þegar þið Shepphard læknir brutuzt hingað inn í gærkvöldi og funduð húsbónda yðar látinn, hvemig var þá ástatt með eldinn í aminum?“ Parker svaraði umhugsunarlaust. „Það var mjög lítill eldur. Hann var alveg að drepast." „Ah!“ sagði Poirot. Upphrópunin hljómaði sem siguróp. Hann hélt áfram: „Lítið í kringum yður, Parker minn. Er alveg eins umhorfs í herberginu núna og var þá?“ Kjallarameistarinn leit í kringum sig. Hann staðnæmdist, er hann kom að glugganum. „Gluggatjöldin voru dregin fyrir, og það var kveikt á rafmagnsljósinu." Poirot kinkaði kolli til samþykkis. „Nokkuð annað?" „Já, þessi stóll stóð aðeins utar.“ Hann benti á háan hægindastól, sem stóð vinstra megin við dyrnar, milli þeirra og glugg- ans. „Viljið þér sýna mér hvað mikið," sagði Poirot. Kjallarameistarinn dró stólinn um tvö fet út frá veggnum og snéri honum þannig, að hann blasti við dymnurn. „Sko, sko, þetta er einkennilegt,” muldraði Poirot á frönsku. „Ég ímynda mér, að engum myndi detta í hug að setjast í stól, sem stendur svona. Nú, hver skyldi hafa ýtt stólnum aftur á réttan stað? Gerðuð þér það vinur minn?“ „Nei, sagði Parker. „Það kom svo mikið fát á mig við að sjá húsbóndann og allt það.“ Poirot leit til min. „Gerðuð þér það, læknir?“ Ég hristi höfuðið. „Stóllinn var aftur kominn á réttan stað, þegar ég kom aftur með lögregluna,“ skaut Parker tnn í. „Ég er viss um það.“ „Einkennilegt," sagði Poirot aftur. „Raymond eða Blunt hljóta að hafa sett hann tilbaka," stakk ég upp á. „Hefir það nokkra þýð- ingu?“ „Auðvitað er það alveg þýðingarlaust," sagðl Poirot. „Það er þess vegna, sem það er svo ein- kennilegt,“ bætti hann við mjúklega. „Afsakið mig augnablik," sagði Melrose. Hann ÍÓr Út úr herberginu með Parker. „Haldið þér, að Parker segi sannleikann?" apurði ég. „Já, um stólinn. Að öðru leyti veit ég ekki. -Maður kemst að því, læknir, ef maður fæst mikið Við svona mál, að það er eitt atriði, sem er sam- eiginlegt þeim öllum.“ „Hvað er það?“ spurði ég af forvitni. „Hver og einn, sem er á einhvem hátt við þau riðinn hefir eitthvað, sem hann vill hylja." „Hefi ég nokkuð," spurði ég og brosti. Poirot horfði fast á mig. „Ég held það,“ sagði hann rólega. „En —.“ „Hafið þér sagt mér allt, sem þér vitið um þennan unga mann, Paton?“ Hann brosti, þegar é'g roðnaði. „Nei, nei, óttist ekkert. Ég skal ekki ganga eftir yður. Ég mun komast að þvi fyrr en varir.“ „Mér þætti gaman að heyra eitthvað um að- ferðir yðar,“ sagði ég í flýti til þess að dylja fátið, sem kom á mig. „Til dæmis þetta með eldinn?" „Það var mjög einfalt. Þér farið frá herra Ackroyd um — tíu mínútur fyrir tíu, var það ekki?“ „Jú, nákvæmlega, held ég, að ég geti sagt.“ „Þá er glugginn lokaður og hurðin ólæst. Klukkan kortér yfir tíu, þegar líkið finnst, er dyrunum læst, en glugginn er opinn. Hver opnaði hann? Vissulega aðeins herra Ackroyd sjálfur og þá aðeins af einni tveggja ástæðna. Annaðhvort vegna þess, að orðið var óbærilega heitt í her- berginu, eða vegna þess, að hann hleypti ein- hverjum inn þá leiðina. Fyrri möguleikanum get- um við sleppt, vegna þess, að eldurinn var næst- um útbmnninn og hráslagalegt úti. En hafi hann hleypt einhverjum inn um gluggann, hlýtur það að hafa verið einhver, sem hann þekkti vel, úr því að hann hafði áður verið órólegur út af þess- um sama glugga.“ „Þetta virðist allt mjög einfalt," sagði ég. „Allt er einfallt, ef maður raðar staðreyndunum upp á réttan hátt. Okkur er nú umhugað um að vita, hver það var, sem var hjá honum um hálf tíu i gærkvöldi. Allt bendir til þess, að það hafi verið maðurinn, sem hleypt var inn um gluggann, og þó að ungfrú Flóra hafi séð Ackroyd lifandi seinna, þá getum við ekki nálgazt neina lausn á málinu fyrr en við vitum, hver þessi gestur var. Það kann að vera, að glugginn hafi verið skilinn eftir opinn eftir að sá gestur fór, og þannig hafi morðinginn getað komizt inn, eða sami maður getur hafa komið aftur annað skipti. Ah! þarna kemur yfirlögregluþjónninn aftur." Melrose kom inn og var kátur á svipinn. „Þá er loksins búið að rekja símtalið," sagði hann. „Það var ekki hringt héðan. Það var hringt úr almenningssímaklefa á King’s Abbot-stöðinni til Shepphards klukkan 10.15 í gærkvöldi. Og VIKAN, nr. 25, 1944 klukkan 10.23 fer kvöldpósturinn til Liver- pool.“ VIII. KAFLI. Raglan fulltrúi er öruggur. Við horfðum hver á annan. „Þér ætlið auðvitað að spyrjast fyrir á stöð- inni?“ sagði ég. „Vitanlega, en ég er ekki alltof vongóður um árangurinn af því. Þér vitið, hvemig það er á jámbrautarstöðinni þarna.“ Ég vissi það. King’s Abbot er að vísu aðeins þorp, en það vill svo til, að járnbrautarstöðin er þýðingarmikil miðstöð. Flestar nema staðar hér og lestunum er skipt, og þær eru endur- skipaðar. Á stöðinni eru tveir eða þrír almenn- ingssímaklefar. Um þetta leyti kvölds koma þrjár lestir inn á stöðina hver á fætur annari til þess að ná sambandi við hraðlestina, sem fer norður og kemur inn klukkan 10,19 en heldur áfram klukkan 10.23. öll stöðin er þá í uppnámi og líkurnar til þess, að tekið sé eftir einum ein- stökum manni við símaklefana, eru mjög litlar. „En hvers vegna að vera að hringja?” spurðl Melrose. „Það er það, sem mér finnst svo skrítið. Mér virðist ekki vera neitt vit í þessu öllu saman.” Poirot lagfærði postulínsskrautgrip á einni bókahillunni. „En auðvitað var einhver ástæða," sagði hann. „Hvaða ástæða gat það verið?" „Þegar við vitum það, þá vitum við allt. Þetta mál er mjög einkennilegt og skemmtilegt." Það var eitthvað hérumbil ólýsanlegt yfir því, hvemig hann sagði síðustu orðin. Ég fann, að hann leit á málið frá einhverju eigin, einkenni- legu sjónarmiði, og hvað sá hann í því, vissi eng- inn nema hann sjálfur. Hann gekk fram að glugganum, staðnæmdist þar og leit út. „Þér segið, að það hafi verið um níuleitið, lækn- ir, sem þér hittuð þennan ókunna mann fyrir utan hliðið ?“ Hann varpaði fram spumingunni án þess að snúa sér við. „Já,“ svaraði ég. „Ég heyrði kirkjuklukkuna slá.“ „Hversu langan tíma myndi hann vera að kom- ast héðan upp að húsinu, komast að þessum glugga, til dæmis?“ „Fimm mínútur ef hann færi lengri leiðina. Aðeins tvær eða þrjár mínútur, ef hann færi eftir gangstígnum til hægri við akveginn og kæmi beint hingað." Erla og unnust- inn. Teikning eftir Geo. McManus. "N Oddur: Ég vona, að Erla sjái aldrei, Erna í stað Erla á handlegginn á mér! Erla: Sæll elsku vinur minn! Ég hefi tilbúinn verulega góðan mat handa þér! Oddur: Það er fínt, ástin mín! Svo röbbum við saman á eftir! Erla: Ég hélt, að þú mundir verða of þreyttur til að fara út að borða, eftir að þú hefir starfað mikið með majórunum og hershöfðingjunum í her- þúðunum —. Oddur: Þú ert yndislegasta stúlkan í heiminum. Erla mín! Copt IS><4, Ktng Fcatutci Simdicatc. Inc.. Wn.l.t AgliULt.A Erla (frammi): Oddur! Nú verð- urðu að fara úr jakkanum og bretta upp ermarnar og hjálpa mér við að þvo leirinn! Erla: Elsku Oddur! Hvað er að sjá handlegginn á þér? Það eru bara smárispur — ég var að skylmast við hers- höfðingja — það er ekkert! «

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.