Vikan


Vikan - 29.06.1944, Side 4

Vikan - 29.06.1944, Side 4
4 VIKAN, nr. 26, 1944 Stndsa^a eítir Louise Heilgers. Itíu ár hafði Mortimer Blake lifað sóma- samlegu lífi velmetins herragarðseig- anda, þegar hann skyndilega varð þreyttur á því. Það vildi þannig til: Hann var á heimleið frá sóknarprestinum eitt kvöld. Þeir höfðu verið að stæla um, hver væri réttlátasta aðferðin við úthlutun fá- tækrastyrkja, og nú fannst honum skyndi- legá, að líf hans væri óþolandi leiðinlegt, að honum væri það óbærilegt stundinni lengur. Einmitt þá kom töfraorðið París upp í huga hans. Honum virtist sem fuglarnir á trjánum og runnunum kölluðu það til hans af öllum mætti. Hann hafði alls ekki hugs- að um París í tíu ár, — ekki síðan hann fór þaðan, skildi eftir allar skemmtilegarminn- ingar og flúði frá Montmartre og lista- mannslífinu, kom heim til Muleston til þess að lifa lífi, sem sízt af öllu var listamanns- líf. En nú vöknuðu allar gömlu minning- arnar, sterkari en nokkru sinni áður, og hvísluðu að honum frásögnum um allt hið liðna, um ljósadýrðina á götunum, um tatarahljómlistina á veitingahúsunum, um ökuferðirnar í Boulogneskógi á stjörnu- björtum kvöldum, um konuna við hlið hans, konu, sem ilmaði af hinum beztu og dásamlegustu ilmvötnum. Konu ... Þær höfðu að vísu verið marg- ar, en það var aðeins eitt andlit, sem hann sá greinilega fyrir sér, þar sem hann nam staðar á veginum. Fölt andlit, fjörugt og lifandi, þrátt fyrir fölvann, broslega lítill, rauður munnur og eins og rammi utan um andlitið svart sítt hár, sem bylgjaðist niður með vöngunum og sindraði á. Honum fannst sem hann hefði gleymt nafni hennar, en meðan hann sá andlit hennar fyrir sér kom það í hug honum úr djúpi gleymskunnar. Hann sagði það upp- hátt í golunni, sem bar bergmál þess áfram eins og andvarp: „Margot.“------ Daginn eftir var hann kominn til París- ar. Hugur hans var fanginn af Ijósunum og lífinu í kringum hann, er leigubifreið- * in ók út af Norður-járnbrautarstöðinni. Við litlu borðin utan við veitingahúsin sat fjöldi kátra og fjörugra Frakka og hing- að og þangað sátu konur, fagrar konur. j Ljósaauglýsingarnar ljómuðu uppi yfir : húsaþökunum í öllum regnbogans litum. Allsstaðar fann hann hinn óskiljanlega, óskýranlega, töfrandi ilm Parísarborgar. Hin tíu, virðingarverðu ár ævi hans runnu nú frá honum, eins og þau hefðu aldrei verið til. Hann var uppnuminn af fögnuði meðan bifreið hans ók honum eftir Champs j Elysée til gistihússins. Er hann kom inn í anddyri gistihússins, j var þar fullt af konum, sem Ijómuðu eins og páfuglar, og er hann heyrði angurværa tóna ! frá imgverskri hljómsveitleggjaútúrborð- salnum, þá hvarf nokkuð af töframætti þeim, sem hafði gripið hann. Þetta var ekki París eins og hann þekkti hana, París gangstéttanna, þar sem menn gátu lifað og elskað fyrir nokkra skildinga. — En töframátturinn greip hann aftur mildum höndum, eins og langþráð ástmey, þegar hann stundu seinna fór aftur út í nóttina, — nóttina, sem í París er bjartari en nokkur dagur, — og er honum hafði tekizt að ná sér í bifreið, ók hann til veit- ingahússins í Rue Pigalle. Honum datt í hug, að þar, sem hann hafði lifað svo margar hamingjustundir og skemmt sér svo vel, þar skyldi hann borða í kvöld. Satt að segja var veitingahúsið í Rue Pigalle lítið og ómerkilegt, og þangað kom aðeins fólk, sem hafði lítil peningaráð, en vínið þar var fyrsta flokks, og það var þar, sem hann og Margot oft höfðu borð- að saman, þegar hann hafði haft næga peninga til þess að leyfa sér slíkt óhóf. Á afmælisdaginn sinn hafði hún verið í ljósbleikum kjól. — Það var einkennilegt, hvernig allt þetta kom honum í hug núna aftur. — Hann minntist þess, að þegar hún tók af sér síðu, svörtu kápuna, þá hafði hún staðið frammi fyrir honum eins og nýútsprungin rós; það var dásamlegur kjóll. Hvað skyldi hafa orðið um Margot litlu? Henni hafði þótt mjög vænt um hann. En þau höfðu skilið vinir, þegar hið nýja líf hans gerði kröfu til hans. Auð- vitað hafði hún grátið og stutt höfuðið á öxl hans og skilið þar eftir greinileg merki andlitsdufts, en vegna þess að hann hat- aði allan grát og kveinstafi, lofaði hann að borða með henni miðdegisverð á næsta afmælisdegi hennar. VETZT TT — ? ■ ■ ■ 1. Hver var fyr°ti biskup í Skálholti, og hve lengi var hann biskup.? 2. Hvar eru Andesfjöllin ? • 3. Eftir hvem er þetta ertndi og í hvaða : kvæði: Ó, frelsi, frelsi! Hugsjón alls, sem á • i eðli sinu lífsins vaxtarþrá! Þú allra stórra vona mark og mið, sem mannsins gáfu opnar hæstu svið! : Vér hrópum á þig — aldrei hærra en nú — ; en ekkert svar. Ó, frelsi, hvar ert þú ? ■ 4. Hver var bað, sem kallaður var „Litli ; liðþjálfinn" ? 5. Hvað þýðir í fomu að minnast við etn- j hvem? ■ 6. Hver spurði: „á ég að gæta bróður míns"? ; ■ 7. Hvað er O-G-P-U? 5 ■ 8. Hvað þýddi orðið óbótamaður í fomu jj máli? : 9. Hver var Praxiteles? 10. Eftir hvem er leikritið „Skrúðsbónd- : inn" ? Sjá syör á bls. 14. ■ „Er það víst?“ hafði hún sagt í bænar- rómi. „Áreiðanlega," hafði hann svarað kæruleysislega, þvi að hann var að verða of seinn í lestina. Vitanlega hafði hann ekki haldið loforð sitt. Karlmaður lofar konu ástum á sama hátt og hann lofar klæðskera sínum greiðslu. Loforð hans nægir báðum, en hann finnur enga skyldu til þess að halda það. Ekkert var breytt á veitingahúsinu. Það var ef til vill heldur óhreinna þar, en ann- ars var allt óbreytt. Enn var ekki fram- orðið, svo að fáir gestir voru komnir inn á v'eitingahúsið. Þeir sátu víðsvegar um salinn og honum veittist ekkert erfitt að fá sama borðið og þau Margot höfðu setið við fyrrum, og hann hafði drukkið skál hennar í ódýru rauðvíni. En í kvöld ætlaði hann að fá það bezta, sem á boðstólum var, og drekka eitthvað betra en súrt rauðvín Margot til heiðurs. Og þar eð leiðinlegt var að borða einn, kæmi ef til vill einhver fallegri stúlka inn á veitingahúsið en þessi, sem sat við næsta borð og gaf honum hýrt auga, og þá ætl- aði hann að bjóða henni að borða með sér. — I París lifa menn fyrir augna- blikið, án þess að hugsa um siðferðisregl- ur. Einmitt meðan hann var að bollaleggja þetta opnuðust dyrnar, og hún kom inn. Með henni kom svo ískaldur vindur, að gestirnir, sem sátu niðri við dýrnar, skulfu. Hún hafði ekki breytzt. Undrandi augnaráð hans fylgdi henni meðan hún gekkhægtinn gólfið í áttina til hans. Sama föla andlitið, litli, skringilegi munnurinn og síða hárið, svart og gljáandi. Hún var hulin svartri, síðri kápu, en neðan við hana sá hann bleika kjólinn fagra. Tíu ár höfðu liðið, og hún hafði alls ekki breytzt, en hann var orðinn grá- hærður. Já, en þetta var f jarstæðukennt. Annaðhvort var hann að dreyma, eða þá var þetta önnur kona. Hann sat enn og starði kjánalega á hana, þegar hún kom og settist við borðið hjá honum, and- spænis honum. Svipur hennar lýsti engri undrun, þegar augu þeirra mættust. „Þá komstu loksins," sagði hún. Hún talaði lágt, og honum virtist hljóðið berast til sín eins og andvarp. „Litla Margot mín.“ Hann rétti henni báðar hendur sínar. „Þú ert fegurri en nokkru sinni, en ég er orðinn gamall.“ „Ég hefi komið hingað á hverjum af- mælisdegi mínum,“ sagði hún, og lét káp- una falla, svo að kjóllinn breiddist út eins og nýútsprungin rós. „Tíminn hefir verið lengi að líða.“ Hann fór að afsaka sig. „Allt er svo breytt heima. Eg hefi skyldum að gegna, og mér hefur veitzt erfitt að koma. En það er dásamlegt að sjá þig aftur. Margot,“ vínið var farið að hrífa á hann, og hann hallaði sér ákafur fram yfir borðið, „það var í voninni um að sjá þig, að ég kom hér í kvöld, að ég kom til Parísar." Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.