Vikan


Vikan - 29.06.1944, Page 6

Vikan - 29.06.1944, Page 6
6 maOur líka aö athuga hvaða sá.lfræðileg ástæða geti legið á bak við glæplnn." „Ó-já," sagði fulltrúinn. „Svo þér eruð áhang- andi allrar þessarar sálkönnunarvitleysu ? Jæja, ég er nú bara svona eins og fólk er flest —." „Frú Raglan mun sennilega ekki samþykkja það, er ég viss um,“ sagði Poirot og hneigði sig lítið eitt fyrir honum. Raglan, sem varð hissa, hneigði sig líka. „Þér skiljið ekki," sagði hann og glotti. „Guð minn almáttugur, hvað tungumálin geta verið ólik. Ég er að reyna að skýra fyrir yður, hvemig ég vann. Jæja, Ackroyd sást seinast lifandi klukk- an kortér fyrir níu, og þá var það frænka hans, ungfrú Flora, sem sá hann. Þetta er staðreynd númer eitt, er það ekki?" „Ef þér segið það." „Jæja, það er það. Klukkan hálf ellefu segir læknirinn héma okkur, að Ackroyd hafi verið dáinn í að minnsta kosti hálftíma. Þér standið enn við það, læknir?" „Auðvitað," sagði ég. „Hálftíma eða lengur." „Nú. Þetta bendir okkur nákvæmlega á tím- ann, sem morðið hlýtur að hafa verið framið á. Eg bý til lista yfir alla, sem em í húsinu og yfirheyri þá. Skrifa aftan við nöfn hvers og eins hvað hann eða hún hafði fyrir stafni frá kl. 9.45 til 10 í gærkvöldi." Hann rétti Poirot pappírsörk. Ég las hana yfir öxlina á honum. Þar stóð eftirfarandi, skrifað með snyrtilegri rithönd: — Blunt. — 1 knattborðsstofunni með Ray- mond. (Sá síðamefndi staðfestir.) Raymond. — 1 knattborðsstofunni. (Sjá að ofan.) Frú Ackroyd. — Kl. 9.45: Var að horfa á borðknattleikinn hjá Blunt og Raymond. Fór upp að hátta kl. 9.55. (Raymond og Blunt horfðu á eftir henni upp stigann.) Ungfrú Ackroyd. — Fór beint til herbergis síns frá frænda sinum. (Staðfest af Park- er, einnig af stofustúlkunni, Elise Dale.) Þjónustuf ólkið: Parker. — Fór beina leið út í herbergi kjallarameistarans. (Staðfest af ungfrú Russel, sem kom niður til þess að ræða við hann um eitthvað og dvaldist að minnsta kosti í tíu mínútur.) Ungfrú Russel. — Eins og að ofan getur. Talaði við stofustúlkuna, Elsie Dale, uppi um kl. 9.46. Ursula Boume (herbergisþema). — 1 her- bergi sínu til kl. 9.5Ö. Síðan í setustofu þjónustufólksins. Frú Cooper (matreiðslukona). — 1 setu- stofii þjónustufólksins. Gladys Jones (önnur stofustúlka). — 1 setustofu þjónustufólksins. Elsie Dale. — Uppi í einu svefnherberginu. Hitti þar ungfrú Russel og Floru Ack- royd. Mary Thripp (eldhússtúlka). — í setustofu þjónustufólksins. „Matreiðslukonan hefir verið hér í sjö ár, herbergisþeman í átján mánuði og Parker í rúmlega ár. Það virðist vera allt I lagi með þau öll, enda þótt Parker hafi h^gðað sér hálf-kjánalega." „Mjög nákvæmur listi," sagði Poirot og rétti honum hann aftur. „Ég er alveg viss um, að Parker framdi ekki morðið," bætti hann við alvarlegur. „Það er systlr mín líka," skaut ég inn í. „Og hún hefir venjulega á réttu að standa." Enginn veitti athugasemd minni neina athygli. „Það leysir þjónustufólkið hémmbil fullkom- lega undan öllum gmn," hélt fulltrúinn áfram. „Nú komum við að mjög þýðingarmiklu atriði. Konan í dyravarðarbústaðnum, Mary Black, var að draga fyrir gluggatjöldin í gærkvöldi, er hún sá Ralph Paton koma inn um hliðið og ganga upp að húsinu." „Hún er viss um það?“ spurði ég hvasst. „Alveg. Hún þekkir hann vel í sjón. Hann gekk mjög hratt framhjá og beygði inn á stíginn til hægri, sem liggur hingað að stéttnni." „Og um hvaða leyti var það?" spurði Poirot, sem hafði sett upp óútreiknanlegan íhugunar- svip . „Klukkan nákvæmlega tuttugu og fimm mín- útur yfir níu," sagði fulltrúinn alvarlegur. Það var þögn um stund. Þá tók fulltrúinn ti) máls aftur. „Þetta liggur allt í augum uppi. Allt fellur sam- an án nokkurrar misfellu. Klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir niu sést Paton ganga upp að húsinu;' um hálf-tíuleytið heyrir Geoffrey Ray- mond, að einhver er hérna inni, sem er að biðja um peninga, en Ackroyd neitar. Hvað skeður næst? Paton fer aftur sömu leið, út gegnum gluggann. Hann gengur eftir stéttinni, reiður og VIKAN, nr. 26, 1944 vonsvikinn. Hann kemur að opnum dagstofu- glugganum. Nú er klukkan um það bil kortér í tíu. Ungfrú Flora Ackroyd er að bjóða frænda sínum góða nótt. Bltrnt, Raymond og frú Ack- royd eru í knattborðsstofunni. Dagstofan er mannlaus. Hann læðist inn, tekur rýtinginn af silfurborðinu og fer aftur að skrifstofugluggan- um. Þar tekur hann af sér skóna, klifrast inn og — jæja, ég þarf víst ekki að fara út í þau atriði. Svo læðist hann út aftur og fer í burtu. Hann hafði ekki kjark í sér til þess að fara aftur á gistihúsið. Hann fer á jámbrautarstöðina, hringir þaðan-------." „Hvers vegna?‘i sagði Poirot ísmeygilega. Ég hrökk við við spuminguna. Litli maðurinn hallaði sér fram. 1 augum hans var einkennilégur grænn' glampi. Spumingin kom Raglan fulltrúa á óvart og i augnablik var eins.og kæmi fát á hann. „Það er erfitt að skera úr um hvers vegna hann gerði það,“ sagði hann að lokum. „En morð- ingjum dettur svo margt skrítið í hug. Þér mynd- uð kannast við það, ef þér væmð í lögregluliðinu. Hinir allra sniðugustu þeirra gera stimdum regin kórvillur. En komið nú með mér og ég skal sýna ykkur fótsporin." Við gengum með honum fyrir homið á stétt- inni, að glugganum á skrifstofunni. Lögreglu- þjónn rétti Raglan skóna, sem fengnir höfðu verið á gistihúsinu. Fulltrúinn bar þá saman við sporin. „Þeir em eins," sagði hann fullur trausts. „Það er að segja, þetta em ekki sömu skómir og bjuggu til förin. Hann fór burtu í þeim. Þetta par er alveg eins, aðeins em þeir eldri, sjáið hvað hælarnir em slitnir. „Það er auðvitað fjöldi fólks, sem gengur í skóm með svona gúmmíhælum?" spurði Poirot. „Vissulega," sagði fulltrúinn. „Ég myndi heldur ekki leggja svo mikið upp úr þeim, ef það væri ekki allt annað, sem er samfara þessu." „Mjög hugsunarlaus ungur maður, þessi Ralph Paton," sagði Poirot íhugull. „Ég á við, að hann skuli hafa skilið eftir svona mörg og skýr merki um vem sína hér." „O-jæja," sagði fulltrúinn. „Það var gott veður og þurrt um úti, eins og þér munið. Hann skildi ekki heldur eftir nein för á stéttinni eða á stígn- um, sem er malborinn. En, til allrar óhamingju fyrir hann, virðist hafa komið upp uppspretta nýlega, við endann á stígnum frá akveginum. Sjáið til.“ Eria og unnust- inn. Teíkning efttr * Geo. McManus. 'v l (5 m .................................. < ' ■ t ■ 1S3 Erla: Elsku Oddur! Ég hringdi í hershöfðingjann og sagði honum, að ég ætlaði Oddur: Ég vona hann sé á skrifstof- að koma með blómvönd handa honum — hann sagði, að það ætti að setja þau á unni! Þá fæ ég tækifæri tll að tala við skrifborðið sitt! hann! Oddur: Ljómandi em blómin falleg! Ég skal fara með þau — þú bíður héma — kvenfólk hefir ekki aðgang að hverfi hershöfðingjans! Oddur: Nú var ég óhepp- inn! Þama kemur liðþjálf- inn! Liðþjálfinn: Hver sagði þér að setja þessi blóm á skrifborð hers- Liðþjálfinn: Ljómandi em þau falleg — firinst höfðingjans ?! Þ^r það ekki ? Oddur: Hershöfðinginn!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.