Vikan


Vikan - 29.06.1944, Blaðsíða 7

Vikan - 29.06.1944, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 26, 1944 7 Myndir frá pjóðhátíðinni 17. og 18. júní Avarp biskups. Hátíðin að Lögbergi hófst með því, að biskup íslands, herra Sigurgeir Sigurðsson, flutti ávarp og bæn. Myndin er af biskupnum í ræðu- stólnum, en bak við hann sjást nokkrir alþingismenn. (Ljósm. U. S. Army Signal Corps). Forseti Sameinaðs Alþingis, Gisli Sveinssou, lýsir yfir stofnun lýðveldis á Islandi. Fyrir framan forsetastólinn sitja ráðherrarnir, Bjöm Þórðarson, V .lhjálmur Þór, Einar Arnórsson og Björn Clafsson, en í baksýn sést austur yfir Þingvelli og hólmana í öxará. (Ljósm. U. S. Army Signal Corps). Kveðja sendifulltrúa Frakka, Á myndinni sést sendifulltrúi Frakka, Henry Voillery, heilsa forsetanum. Til vinstri á myndinni sitja ráðherramir, en í baksýn sést mannfjöldinn á hólmunum. (Ljósm. U. S. Army Signal Corps). Iteykjavík, 18. júní. 18. júní fór fram í Reykjavík einhver fjölmennasta hóp- ganga, sem sézt hefir hér á landi. 1 göngunni tóku þátt, auk um 1000 barna, íjiróttamenn, stúdentar, templarar og fjölmörg stéttarfélög og önnur félaga- samtök. Gengið var sunnan frá Stúdentagarði, eftir Bjarkargötu, Frikirkju- vegi, Vonarstræti og Kirkjustræti, fram hjá Alþingishúsinu, en þar var for- setinn hylltur af mannfjöldanum. Að lokum var gengið að Stjómarráðshús- inu, en þar flutti forsetinn ræðu. Myndin er tekin af þaki Stjómarráðs- hússins og gefur nokkra hugmynd um mannfjöldann, sem safnazt hafði saman á Lækjartorgi og í götunum þar í kring. (Ljósm. U. S. Army Signal Corps). Þjóðiiátíð Keylívikinga 1874. Framhald af bis. 3. úr bænum og til öskjuhlíðar fyrir austan bseinn. Þar var fyrirbúinn hátíðarstaður Reykvíkinga. Hafði ]:ar vcrið rudd slctta miltil og prýdd cftir föngum. Ræðustóll var þar reictur og stengur í kring með dönakum veifum á. Bæjarfógetinn, Lárus Sveinbjörnsson, sts fyrstur í raðustólinn og lýeti yfir því, að hátíðin værl sctt og mælti eftir það fyrir minni konungs. Þá mælti yfirkennari latínuskólans, Iíalldór Friðriksscn, fyrir minni íslands, og þá yfirkennari barnaskólans, Helgi Hclgasen, fyrir minni Danmerkur; en kv-ði voru jafnan sungin á milli eftir þjóðskáldin Matthías og Steingrím. Þá var klukkan 4 er hátíðahaldið byrjaði. Konungur hafði jafnframt boð mikið um daginn, og voru í boði hans flestir hinir tignari höfðingjar innlendir og útlendir. Borðsalur konungs var salur einn lang- ur í skólahúsinu; höfðu konungsmenn tjaldað hann allan dýrum tjöldum og búið fánum og skjaldarmerkjum. Konungur sat á stóli fyrir miðju borði, en þar úti frá prinsinn og aðrir höfðingjar á báðar hendur. Gegnt konungi sat stallari og hafði sem títt er umsjón alla. Borðbúnað- ur allur var úr gulli og silfri, og að öllu var veizlan hin dýrlegasta. Voru þar ýms minni drukkin, og þá er konungur mælti fyrir minni íslands dundi 101 skot frá her- skipunum á höfninni. Að lokinni veizlu þessari gekk konungur og margt tiginna manna til hátíðarstaðarins á Öskjuhlíð. Skömmu eftir að hátíðin hafði verið sett, þar á hlíðinni, tók veður mjög að hvessa og gjörði norðan rok, en þar með fylgdi moldrok svo mikið að lítt þótti við vært, og hörfuðu margir niður í bæinn. En um það lcyti sem konungur kom til hátíðarstaðar- ins, fór veðrið að kvrra og gerði gott veð- ur. Var þá fagurt að sjá þaðan af hæðinni út yfir nesin, vogana og skipin öll er lágu á höfninni prúðbúin sem mest mátti verða með marglitum fánum og öðru skipa- skrauti; en hinsvegar blöstu fjöllin við: . fagurlegá í kvöldsólinni. Konungi var fagn- Framhald á bls. 15v.,,.'; í

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.