Vikan


Vikan - 20.07.1944, Blaðsíða 2

Vikan - 20.07.1944, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 29, 1944 Pósturínn \ Kæra Vika! Þakka þér fyrir öll þau góðu svör, sem þú hefir sent mér. Mig langar tii ða biðja þig að svara mér nokkr- um spurningum. 1. Gefur kvenfólk ekki orðið blaðamenn og þarf sérstaka menntun til þess? 2. Getur kvenfólk orðið prestar hér á landi? 3. Hvað er talin meðal hæð á kven- fólki ? Með fyrirfram þökk fyrir allt saman. Þin einlæg vinkona. Judý. Svör: 1. Jú, þvi ekki það? Hvað ætti að vera því til fyrirstöðu, að kvenfólk verði blaðamenn? Hér á landi eru ekki sett nein sérstök menntunar- skilyrði fyrir blaðamenn, en vitaniega verður hver biaðamaður fyrst og fremst að vera sæmilega ritfær; vel að sér í málfræði og stafsetningu og Myndir frá Akureyri. Sundlaugin á Akureyri. Sundlaugin uppi á brekkunni var upprunalega gerð í köldum polli, sem þar var, en íyrir um 12 árum siðan var leitt í hana laugavatni úr Glerárgfli. Rétt sunnan við sundlaugina stendur hin glæsilega Iþróttahöll. Iþróttahöllin er ekki enn fullgerð, en á siðastliðnu hausti var tekinn til notkunar einn salur og gufubaðstofa, sem er í húsinu. Neðri myndin: Akureyri 1915. Á þessari mynd sést Pollurinn með hafskipabryggjunni og Oddeyri. Oddeyrin er nú albyggð og yzt á henni er bryggja. 1 baksýn sést Vaðlaheiði. — Ljósm.: Eðvard Sigur- geirsson. hafa allgóða almenna menntup og málakunnáttu. 2. Engin lög eru til, sem banna kvenfólki að læra prestskap, enda hafa nokkrar stúlkur verið innritað- ar í guðfræðideiid Háskóians. En engin stúlka hefir nokkumtíma tekið vígslu. 3. Ca. 165 cm. BÓKAVERZLUN GUNNL. TR. JÓNSSONAR Ráðhústorgi 1. Akureyri. Pósthóif 124. — símar íoo og 105. Hefir allar nýjar íslenzkar bækur. Erlendar bæltur, blöð og tímarit. SKÓLAVÖKUR — RITFÖNG. EVERSHARP lindarpennqr og blýantar EVERSHARP Venjuleg gerð. eru í fremstu röð fyrsta flokks lindarpenna í heiminum. enda fortakslaust mest seldu pennarnir í heimalandi sínn. Bandaríkiunum. Síðastl. 25 ár hafa fslendingar kynnst Eversharp, en þó einkum síðari stríðsárin, eftir að verzlunin fluttist að mestu til Bandaríkjanna. Og með hterri nýrri sendingu hafa vegur og vinsældir hans vaxið. Síðastliðið ár var byrjað á framleiðslu nýrrar gerðar af Eversharp lindarpennum, „Fifth Avenue“, gerð með innilokuðum penna. En vegna hinnar takmarkalausu eftir- spurnar, einkum frá hernum, í heimalandinu og víðar, hefir ekki tekist að fá þessa gerð hingað. En með haustinu eru líkur fyrir all-stórri sendingu á markað hér. Evcrsharp cr tryggður fyrir hvcrs konar skemmdum um aldur og æfi. Flcstir varahlutar til hér. Viðgerðir kostnaðarlaust. EIGNIST EVERSHARP, penna hinna vandlótu. GEFIÐ EVERSHARP, og þér gefað hið bezta. Fást í flestum stærstu ritfangaverzlunum landsins. Einkaumboð: DORST. THORLACIUS, Akureyri Umboð í Reykjavík: Sveinn Björnsson & Ásgeirsson. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.