Vikan - 20.07.1944, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 29, 1944
13
Dægrastytting I
!
'<HMINMnlllMNHIUIIIUHIHIMIIIIU4 MUIIIIIMMIUNillHIIHNtlNnHIHl/
Orðaþraut.
INNI
S K A R
ÆÐUR
DÝFA
S N A R
ÖGUR
Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn
staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofnafrá og
niðureftir, myndast nýtt orð og er það nafn á
spili.
Sjá lausn á bls. 14.
Sendingin.
Einu sinni var ungur prestur, er Vigfús hét, á
Stað í Aðalvik. Hann átti í deilum við brœður tvo
þar i sókninni, er voru hinir mestu yfirgangs-
menn og þóttu kunna margt fyrir sér. Prestur
fór ávallt halloka fyrir þeim bræðrum, og þar
kom um síðir, að hann hélzt ekki lengur við á
Stað og sótti því um Einholt á Mýrum í Austur-
Skaptafellssýslu og fékk þar brauð. En áður en
hann fór að vestan hafði hann gjört þeim bræðr-
um einhvern grikk, svo þeir þóttust eiga sin í að
hefna. Vöktu þeir þá upp draug nokkru siðar og
sendu presti til að drepa hann. Það er sagt
að draugur þessi hafi verið meðalmaður á hæð
og skinnklæddur. Draugurinn kom að Tvískerjum
í Öræfum í rökkrinu á sprengidagskvöld, og sváfu
þar allir nema bóndi, er Einar hét, og var kallað-
ur maður sannsögull og greindur. Einar heyrði i
rökkrinu, að hurðin á húsi því, er hann var í,
hrökkk upp af sjálfu sér. Fór hann þá út, en
sá engann; læsti hann þá hurðinni aftur og lagð-
ist fyrir. En er hann hafði legið skamma stund,
heyrir hann, að hurðinni er aftur lokið upp, og
fór allt á sömu leið sem áður. En í þriðja sinn
er hurðinni hrundið upp, og kemur þá inn maður
á skinnklæðum og heilsar engum. Bóndi spyr
hann hvaðan hann sé. En hinn kveðst vera af
Vestfjörðum. Bóndi spyr hann frétta. En hinn
sagði, að Einar ætti dauða á úti í högum. Bónda
fer að gruna margt er hann heyrði, að Vest-
firðingur þekkti fjárkark sitt, og spyr hann,
hvernig hann geti vitað, að hann eigi ána, Hinn
þagði við því. Bóndi spyr hann þá að lykli, er
týnzt hafði fyrir tuttugu árum, og sagði komu-
maður til hans og nokkurra fleirri hluta, er bóndi
spurði hann um. Meðan þeir töluðust við, hafði
draugur færst svo nær bónda, að honum fannst
hann vera kominn rétt að sér, eða jafnvel ofan-
yfir sig; herðir hann þá upp hugann og segir;
Meðan hljómsveitin leikur.
Framh. af bls 4.
„Það geri ég áreiðanlega.'“ Hann tók
undir hendi hennar og leiddi hana til dyr-
anna. Hún stansaði.
„Hg er yður þakklát."
„Ég þakka sömuleiðis.“ Hann leit á hana
og sá að augu hennar gljáðu af tárum og
hann þerraði þau.
„Það er ekki af hryggð. Ég er svo þakk-
lát, að fá að fylgjast með yður, þér skiljið
það sjálfsagt ekki.“
„Ég held að ég skilji yður.“ Hann opnaði
dyrnar og þau gengu út. Hljóðfærasláttur-
inn heyrðist greinilega.
Þau hittu fólk á ganginum og hann
fann, að hann var óstyrkur. Samt gekk
hann teinréttur og brosti við þeim sem þau
mættu.
Walter Huston, Ann Sheridan og Errol Flynn í kvik-
myndinni „Undir dögun.“
„Farðu út.“ Draugur fór þá út og heldur
seinlega; en allar dyragættir fór harrn
með á herðunum, og fundust þær í mol-
um úti um haga daginn eftir. Draugur
hélt, áfram ferð sinni, til þess, er hann
kom að Einholti. Nú er þess getið, að
prestur átti fóstru er kunni margt, og
eitthvert kvöld lætur kerling prest sofa
i sinu rúmi, en leggst sjálf í hans. Um
morguninn, er komið er á fætur, sjá
menn, að fötin í rúmi því, er kerling
svaf í um nóttina, eru öll sundurtætt og
rifin, en sjálf lá hún fyrir framan rúm-
stokkin nær dauða en lífi og svo mátt-
farin, að hún gat varla sagt frá viður-
eign sinni við drauginn. En þó segir
hún, að þeir bræður muni vart senda
presti fleiri sendingar.
Ketill prestur í Húsavík.
Fyrir norðan var prestur að nafni
Ketill, hann var Jónsson og bjó á Húsa-
vík. Hann lét grafa upp líkistur úr
kirkjugarðinum, og sagðist hann gjöra
það af þvi að svo rúmlítið væri orðið i kirkjugarð-
inum, en ekki væri annað en órými að þessum
kistum, þar sem líkin væru alveg rotnuð. Einu
sinni stóð svo á, að þrjár kerlingar voru frammi í
eldhúsi og voru að brenna kistum; stökk þá úr
eldinum neisti og á eina kerlinguna; kviknaði
fljótt i fötum hennar og svo líka í fötum hinna
kerlinganna, því að þær voru allar nærri hverri
annarri. Var eldurinn svo ákafur, að þær voru
allar dauðar, áður en fólk kom til og slökkti eld-
inn. Um nóttina dreymdi prest, mann koma til
sin og segja: „Þér skal ei auðnast að rýmka til
í kirkjugarðinum, þótt þú sért að rífa upp kist-
urnar okkar; því nú hefi ég drepið þrjár kerlingar
hjá þér til hefndar fyrir oss, og taka þær
nokkurt rúm í gavðinum og enn fleiri skal ég
drepa, ef þú lætur ekki af þessu athæfi þínu.“
Fór maðurinn svo á burt; en prestur vaknaði og
gróf aldrei framar upp neina kistu úr kirkju-
garðinum.
Sagan af Bergþóri í Bláf elli.
Bergþór hét maður; hann bjó í Bláfelli í helli
einum; kona hans hét Hrefna. Faðir Bergþórs
var Þórólfur í Þórólfshelli, sem öðru nafni heitir
Kálfstindar; en móðir Bergþórs hét Hlaðgerður
og bjó í Hlöðufelli. Þá var landið i heiðni, er
þessi saga gerðist og var það á dögum Hitar, sem
Hitardalur er kendur við. Bergþór var í boði
hennar, þegar hún bauð öllum tröllum af landinu
til veizlu í Hundahelli. Eftir máltíð bauð Hít
tröllunum að fá sér einhverja skemmtun, en það
voru aflraunir, og þótti Bergþór þar jafn sterk-
astur. Bergþór gerði mönnum ekki mein, ef ekki
var gert á hluta hans, en forspár þótti hann
og margvis. Eftir að landið kristnaðist, þótti
Hrefnu óskemmtilegt í Bláfelli, því hún sá þaðan
yfir kristna byggðina. Svo mikið var henni þessi
nýbreytni móti skapi, að hún vildi flytja byggð
þeirra norður yfir Hvítá. En Bergþór lát sig
engu varða siðbreytni landsmanna, og sagðist
mundi verða kyrr i helli sínum. Hrefna sat við
sinn keip sem áður og flutti byggð sína norður
yfir ána; byggði hún sér þar skála undir fjalli
einu, og heita það siðan Hrefnubúðir. Eftir það
hittust þau Bergþór aðeins á silungsveiðum við
Hvítárvatn. Oft fór Bergþór til mjölkaupa fram
á Eyrabakka, en helzt á vetrum, þegar vötn
voru lögð og bar þá jafnan tvær mjöltunnur.
Eitt sinn gengur Bergþór með mjöltunnur sinar
UPP byggðina; en þegar hann kemur upp undir
túnið á Bergsstöðum í Biskupstungum hittir hann
bónda og biður hann að gefa sér að drekka. Berg-
þór segist muni bíða þar, meðan bóndi færi heim
eftir drykknum; leggur hann svo af sér byrðina
hjá berginu, sem bærinn dregur nafn af, og
lilappar holu í bergið með stafbroddi sínum. Bóndi
kemur aftur með drykkinn og færir Bergþóri.
Bergþór drekkur nægju sina, þakkar bónda fyrir
og segir, að hann skuli hafa ker það, sem hann
hafi klappað í bergið til að geyma i sýru, og
segir, að hvergi muni vatn blandast við hana i
kerinu, né heldur muni hún frjósa í því á vetrum,
en hundraðsmissir verði það í búi bónda, vilji hann
ekki nota kerið. Að svo mæltu kveður Bergþór
bónda og fer leiðar sinnar. Eitt sinn kemur Berg-
þór að máii við bóndann i Haukadal, þegar hann
var orðinn hniginn á efra aldur, segist vilja kjósa
sér legstað þar, sem heyrist klukknahljóð og ár-
niður, og biður hann því að flytja sig dauðan að
Haukadal, en fyrir það ómak skuli hann eiga það,
sem sé í katlinum hjá rúmi sínu; en þegar hann
sé dauður, skuli bóndi hafa það til merkis, að þá
muni göngustafur sinn vera við bæjardyrnar i
Haukadal. Bóndi lofar þessu, og skilja þeir að
þvi. Nú líður og bíður, að ekki fera neinar sögur
af Berþóri, þangað til einn morgunn, að fólk
kemur ofan úr Haukadal, er þar ákaflega mikill
göngustafur við bæjardyrnar. Heimamenn hafa
orð á þessu við bónda; bóndi talar fátt um, en
gengur út og sér að það er stafur Bergþórs.
Lætur hann þá þegar smíða líkkistu mikla og
býst til ferðar norður í Bláfell við nokkra menn,
Er ekki sagt af ferðuin þeirra, fyrr en þeir koma
norður í Bergþórshelli; sjá þeir Bergþór þar
dauðan i rúminu, láta hann í kistuna, og þykir
þeim hann furðu léttur eftir stærðinnni. Nú sér
bóndi, að stór ketill er við rúmið; litast hann nú
um, hvað í honum muni vera, og sér ekki í hon-
um annað en viðarlauf og þykir Bergþór hafa
gabbað sig og hirðir ekki. En einn af fylgdar-
mönnum hans fyllir báða vetlinga sina af lauf-
unum. Siðan fara þeir með lík Bergþórs úr hell-
inum niður fjallið. En þegar þeir eru komnir
ofan á jafnsléttu, fer maðurinn að gá í vetlingá
sína, og eru þeir þá fullir af peningum. Sneri
bóndi og menn hans þá aftur og vildu sækja
ketilinn, en fundu hvergi hellirinn, og aldrei hefir
hann fundizt síðan. Urðu þeir að snúa aftur við
svo búið og fluttu lík Bergþórs niður að Hauka-
dal, og lét bóndiJarða það fyrir norðan kirkjuna;
heitir það síðan Bergþórsleiði. Hringurinn úr staf
Bergþórs kvað vera í kirkjuhurðinni í Haukadal,
en broddurinn er sagt, að lengi hafi verið hafður
fyrir kirkjujárn; og endar hér sagan af Bergþóri
í Bláfelli.
Öfugmælavísa.
Ferðast skip á fjöllum bezt.
Flýtur steinn á hafi.
Helzt í réttum súlan sést.
Sauðir lifa í kafi.
— Viljir þú verða gæfumaður, þá glataðu ekki
augnablikunum þinum. Ævi þin er ekki annað
en mörg augnablik' — Stgr. A.
Við mundum komast langtum lengra með því
að sýna hvað við eruiYi, en með því að reyna
að sýnast það sem við erum ekki.