Vikan


Vikan - 20.07.1944, Blaðsíða 10

Vikan - 20.07.1944, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 29, 1944 .upimii ii> n Ei i m i k i u Matseðillinn Smásteik. 6 pund kinda- eða kálfakjöt, 75 gr. mjör, 2 lítrar vatn, 2 tsk. salt, 3 laukar, 2 tsk. mat- arlitur, 80 gr. hveiti, 2—3 mat- sk. tómat. Kjötið er höggvið í litla bita, þveg- ið og þurrkað með hreinum klút, brúnað fallega á pönnu og látið í pott með heitu vatni, ásamt tómat, salti og matarlit, smátt brytjuðum. og brúnuðum lauk. Soðið hægt í 1% —iy2 klst., þá er það tekið upp, og sósan jöfnuð með hveiti, sem áður er hrært út í köldu vatni. Sósan er soðin hægt í 5—6 mín., meira krydd er látið í pottinn aftur og því haldið heitu; borið á borð með soðnum kartöflum. Saftbúðingur. 1 liter rjómi, 1 peli saft, 130 gr. sykur, 12 blöð matarlím, 75 gr. vatn í matarlímið. Matarlimið er látið liggja í bleyti í 10 mínútur, þá er saftin og sykur- inn látinn í skál og hrært í því í 10 mínútur, matarlímið er undið upp og bræt í vatni; því er svo hellt saman við saftina.. Þegar þetta er farið að þykkna er stífþeyttum rjómanum jafnað saman við. Sett í skál og skreytt með rjóma. I. Ávaxtasulta. 1. Kababbarasulta. Kabarbari 1000 gr., sykur 1500 gr., PECTINAL 1 pakki. Rabarbaraleggimir eru brytjaðir óflysjaðir í þunnar sneiðar og settir í pott ásamt 300 gr. af sykri og látið standa í 15 mínútur. Þá er pectinal- inu bætt út í og suðan síðan búin til með þvi, sem eftir er af sykrinum. Áttræð ljósmóðir. Margrét Grímsdóttir ljósmóðir, Silf- urgötu 9, Isafirði, varð áttræð 10. janúar s.l. — Á myndinni er hún með bamabamabarn sitt, 10 daga gamalt, sem hún tók á móti 10. febr. Margrét Grímsdóttir er fædd 10. janúar 1864 að Reykhúsum í Eyja- firði; foreldrar hennar voru Grímur Magnússon bóndi og kona hans Ólöf Ólafsdóttir. Þegar Margrét var 18 ára lærði hún ljósmóðurstörf. Henni var veitt ljósmóðurstaða árið eftir — eða þegar hún var 19 ára gömul. Þegar Margrét var 23 ára gömul giftist hún Þorláki Þorlákssyni. — Bjuggu þau á Lambanesreykjum í Austur-Fljótum, og höfðu þau stórt bú. Voru mikil störf fyrir húsfreyju, sem auk bústarfa, hafði ljósmóður- störf í þrem hreppum, Austur- og Vestur-Fljótum og Sléttuhlíð. En Margrét gengdi með framúrskarandi skyldurækni störfum sínum. Ekki er hægt að segja um, hvað mörgum börnum hún hefir tekið á móti, vegna þess að hún missti bækur sinar um það í bruna. Þau Þorlákur áttu tíu böm, en af þeim eru fjögur á 'lífi. Siðastliðin 23 ár hafa þau hjónin dvalið hjá dóttur sinni Lovisu og manni hennar Páli Jónssyni kaupmanni á Isafirði. Sultutíminn er kominn! Tryggið yður góðan árangur af fyrirhöfn yðar. Varð- veitið vetrarforðann fyrir skemmdum. Það gerið þér bezt með því að nota BETAMON, óbrigðult rotvarnarefni. BENSONAT, bensoesúrt natrón. PECTINAL, Sultuhleypir. VÍNEDIK, gerjað úr ávöxtum. VANILLETÖFLUR. VlNSVRU. FLÖSKULAKK í plötum. - ALLT FRÁ CHEMIAHA Fæst í öllum matvöruverzlunum. UM JURTALITUN Eftir MATTIIILDI HALLDÓRSDÓTTUR. Framh. Á undan litun skal bandið soðið í blásteinsvatni. Lyngið er soðið 2'/2 kl.st. Þá er það hreinsað vel úr leginum, dálítið af blásteini látið í löginn óg honum komið í suðu. Þá er bandið látið í löginn og stöðugt rótað í þvi meðan á litun stendur. Eigi að fá lithverfingu með 3—4 litbrigðum, þarf að taka það ljósasta upp úr eftir stutta stund og svo hvað af hverju eftir þvi, hvað litarmunur- inn á að vera mikill. Þyki þessir Iitir of gul-grænir, má bæta úr þvi á þann hátt að láta lítið eitt af vitrjóli í löginn og bregða bandinu ofan í aftur. Gæta þarf þess að taka ljósustu litina nógu fljótt úr litnum, svo að þeir dökkni ekki um of. Það, sem á að verða dökkt má sjóða lengur. Alltaf má dekkja bandið með því að bæta vitrjóli í litinn og sjóða lengur. Hræra þarf vitrjólið vel út í löginn áður en bandið er látið í hann aftur. Þessir litir verða mógrænir. En nú er litur eftir í leginum og má lita úr honum áfram. Verða þeir litir hreingrænni eða grágrænni en hinir fyrri. Má fá þá dökka eða ljósa eftir vild með mismunandi suðu og íblöndun blásteins og vitrjóls. Bandið í þessa liti á einnig að sjóða undir í blásteinsvatni. II. Gulir, gulgrænir og mógrænir litir úr bcitilyngi. Þegar lyngið hefir soðið um 1 kl.st., er það fært til hliðar í pottinum og látið í litinn það af bandinu, sem ljósast á að verða. Rétt er að hafa það svo mikið að hægt verði að skipta því i tvö litbrigði. Þegar þetta band er orðið ljósgult, er það tekið upp og þvegið strax. Nú er látið af nýju bandi i litinn, og skal það enn vera svo mikið að skipta megi. Er það soðið nokkru lengur en hitt og tekið svo úr litnum þegar hæfilegur litarmunur er fenginn — þvegið strax. Skilja má eftir nokkurn hluta af þessu bandi — og seyða áfram, unz lyngið er fullsoðið eftir 2V2 tíma. Allir eru litir þessir ljósir. Þessu næst er lyngið fært upp úr leginum, látið setjast i pottinum, leginum hellt ofan af grugginu, sem sezt hefir á botninn. Er nú htnum komið í suðu og talsvert af blásteini látið í hann. Þá er bandinu skipt, sem búið var að lita — eins og áður er að vikið —. Eftir verða þrir litir, sem ekki litast meir. Hinn hlutinn er látinn í litinn, fyrst það, sem dökkst á að verða, síðan hið ljósara, með ofurlitlu milli- bili, og má ljósasti liturinn vera í pottinum litla stund. Hinn dekksti af þessum litum á að vera græn-brúnn. Gera má ráð fyrir, að eftir sé litur i leginum. Er þá bætt all-miklu af blásteini í litinn og ofurlitlu af vitrjóli. Siðan er tund, sem soðið hefir verið undir i blásteinsvatni, látið í litinn, fyrst þ::ð dekksta, síðan annar og þriðji hluti með nokkru millibili, en siðasti Iilutinn má vera niðri í aðeins litla stund. m. Gult — dökkbrúnt. Bandið látið í litinn hjá lynginu, þegar það hefir soðið um 1 kl.st., eins og áður er sagt. Við hugsum okkur nú að eigi að lita 8 hespur af bandi og fá 4 liti. Skal þá setja 2 hespur saman í rúman smeig úr seglgarni, Iáta svo hvern flokk sér í pottinn, svo þægilegt sé að taka hann úr litnum, þegar hann er orðinn hæfilega dökkur. Smám saman þarf að hreyfa bandið, svo ekki mislitist. Eftir litla stund er fyrsti flokkur tekinn. Síðan bver af öðrum með hæfilegu millibili, þannig að siðasti flokkur sjóði jalnlengi lynginu — 2 y2 kl.st. Framhald í næsta blaði. Allir vita að GERBEK’S Barnamjöl hefir reynst bezta og bætiefnarikasta fæða, sem hingað hefir flutzt Fæst í Verzlun Theódór Siemsen Sími 4205. NB. Sendi út um land gegn póstkröfu. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.