Vikan


Vikan - 20.07.1944, Blaðsíða 6

Vikan - 20.07.1944, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 29,1944 þeasu,“ sagði fulltrúinn. „Hafi Ackroyd borgað út þessa peninga sjálfur, getur það hjálpað okkur að við ráðningu gátunnar um morðið. Þér grunið engan af hinu þjónustufólkinu ?“ „Nei.“ „Einskis verið saknað áður?“ „Nei.“ „Það'er ekkert þeirra, sem er að fara héðan, er það ? “ „Herbergisþeman er á förum." „Hvenær?" „Ég held, að hún hafi sagt upp í gær.‘ „Við yður?‘ „Nei, nei. Ég kem ekkert nálægt hússtjóminni eða þjónustuliðinu. Ungfrú Russel sér algjörlega um það.“ Fultrúin stóð hugsi um stund. Svo kinkaði hann kolli og sagði: — „Ég held, að ég ætti að tala nokkur orð í viðbót við ungfrú Russel, og svo ætla ég að tala við stofustúlkuna, Dale, líka.“ Við Poirot fómm með honum til ráðskonunnar. Ungfrú Russel tók kuldalega á móti okkur. Elsie Dale var búin að vera á Femley í fimm mánuði. Góð stúlka, fljótvirk og vandvirk. Góð meðmæli frá fyrri húsbændum. Hún myndi sizt allra leggja hönd á neitt, sem ekki tilheyrði henni. Og hvað um herbergisþernuna ? „Hún var lika ágætisstúlka. Mjög þögul og sið- prúð. Vann verkin sin til fyrirmyndar vel.“ „Hvers vegna er hún þá á föruum?“ spurði full- trúinn. Ungfrú Russel kipraði saman varimar. „Það var mér alveg óviðkomandi. Mér skildst, að Ackroyd hafi fundið eitthvað að við hana í gær. Það var hennar verk að sjá um skrifstofuna hans, og hún hafði fært eitthvað til á skrifborði hans, skildist mér. Hann reiddist mjög, og hún sagði upp starfinu. Það skildist mér að minnsta kosti á henni, en ef til vill þætti yður betra að fá að tala við hana sjálfa?“ Fulitrúinn féllst á það. Ég hafði tekið eftir stúlkunni er hún var að bera á borð fyrir okkur hádegisverðinn. Hávaxin stúlka með sítt, brúnt hár og stór, stöðug grá augu. Hún kom inn, er ráðskonan hafði gert boð eftir henni og stóð teinrétt og horfði á okkur með þessum stóru gráu augum. „Emð þér Ursula Boume?" spurði fulltrúinn. „Já.“ „Mér skilst, að þér séuð á förum héðan?“ „Já.“ „Hvemig stendur á því?“ „Ég aflagaði einhver skjöl á skrifborði herra Ackroyds. Hann reiddist mér mjög vegna þess, og ég sagði við hann, að líklega væri mér bezt að segja upp. Hann sagði mér að fara sem fyrst.“ „Komuð þér nokkuð inn í svefnherbergi Ackroyds í gærkvöldi? Að laga til ?“ „Nei, það er verk Elsie. Ég kom aldrei í þann hluta hússins.“ „Ég verð að segja yður, stúlka mín, að mikillar peningaupphæðar er saknað úr herbergi Ackroyds.“ Loks sá ég á henni einhver svipbrigði. Hún roðnaði ákaflega. „Ég veit ekkert um neina peninga. Ef þér haldið, að ég hafi tekið þá, og það sé þess- vegna, sem herra Ackroyd sagði mér upp, þá skjátlast yður. „Ég er heldur ekki að ásaka yður um neitt, stúlka mín. Verið nú ekki svona æstar.‘ Stúlkan horfði á hann kuldalega. „Þér getið látið leita í hirzlum mínum,“ sagði hún fyrirlitlega. „En þér munið ekki finna neitt.“ Poi'rot greip skyndilega fram í. „Það var í gær eftir hádegið, sem herra Ackroyd sagði yður upp, eða þér sögðuð upp sjálfar, var það ekki?“ Stúikan kinkaði kolli. „Hve lengi töluðuð þið saman?“ „Töluðum saman?" „Já, samtalið á skrifstofunni?" „Ég — ég veit það ekki.“ „Tuttugu mínútur? Hálftíma?" „Það var eitthvað um það bil.“ „Ekki iengur?“ „Vissulega ekki lengur en hálftíma." „Þakka yður fyrir, ungfrú.“ Ég horfði forvitnislega á hann. Hann var að flytja ýmsa hluti á borðinu. Augu hans ljómuðu. „Takk fyrir, þetta er nóg,“ sagði fulltrúinn. Ursula Boume fór út. Fulltrúinn sneri sér að ungfrú Russel. „Hvað hefur hún verið hér Iengi? Þér hafið ef til vill afrit af meðmælum hennar?“ Án þess að svara fyrri spurningunni gekk ung- frú Russel að veggskáp, opnaði eina skúffuna og tók úr henni nokkur bréf, sem voru f’est saman með stálklemmu. Hún valdi eitt úr bunkanum og réttti fulltrúanum. „Þetta virðist vera allt í lagi. Frú Folliot, Marby. Hver er það?" „Mjög velmetin heldri kona,“ sagði ungfrú Russel. „Jæja,“ sagði fulltrúinn og rétti henni aftur bréfið. Mættum við fá að tala við hina, Elsie Dale?“ Elsie Dale var stórgerð, ljóshærð stúlka, svip- hrein, en fremur heimskuleg á svip. Hún leysti vel úr spumingum okkar og virtist taka mjög nærri sér peningahvarfið. „Ég held ekki, að hún hafi komið nærri þessu," sagði fulltrúinn, þegar hún var farin. „Hvernig er með Parker?“ Ungfrú Russel kipraði varimar, en sagði ekki neitt. „Mér virðist eitthvað ekki í lagi með þann mann,“ hét fulltrúinn áfram íhugull. „Ég skii bara ekki hvenær hann hefði áttt að hafa tæki- færi til þess að fara inn til Ackroyds. Eftir kvöldverð hefur hann verið að gegna skyldu- störfum sinum, og hann hefur fullkomnar sannanir fyrir þvi, sem hann segist hafa aðhafzt allt kvöldið eftir á. Ég veit það, því að ég hefi veitt því sérstaka athygli. Jæja, þakka yður fyrir, ungfrú Russel. Við skulum nú ekki hugsa meira um þetta sem stendur. Það er vel líklegt, að Ackroyd hafi borgað út þessa peninga sjálfur." Ráðskonan kvaddi okkur þurrlega og við fórum. Við Poirot fómm saman út úr húsinu. „Mér þætti gaman að vita,“ rauf ég þögnina, „hvaðá skjöl það voru, sem stúlkan aflagaði á skrifborði Ackroyds, sem komú honum í svona vont skap. Ef til vill liggur þar einhver lausn á leyndarmálinu." „Einkaritarinn sagði, að það hefðu ekki verið nein þýðingarmikil skjöl á skrifborðinu," sagði Poirot hægt. „Já, en —“ „Yður finnst það ein'kenniíegt, að Ackroyd skyldi stökkva upp á nef sér vegna slíkra smá- muna?“ „Já, það finnst mér?“ „En voru það smámunir?" „Við vitum að vísu ekki, hvaða skjöl þetta hafa verið,“ viðurkenni ég, „cn Raymond sagði —.“ „Við skulum nú sleppa Raymond um stund. Hvernig leizt yður á stúlkuna?" „Hvaða stúlku?“ „Herbergisþemuna. Ursulu Boume." „Hún virtist vera bezta stúlka," sagði ég hikandi. Poirot endurtók orð mín, en hann lagði áherzlu á annað orðið, þar sem ég aftur á móti hafði lagt áherzlu á fjórða orðið. „Hún virtist vera bezta stúlka, já.“ Eftir stundarþögn tók hann miða upp úr vasa sinum og rétti mér. „Sjáið héma, vinur minn, ég skal sýna yður svolítið. Athugið þetta.“ Bréfmiðinn, sem hann rétti mér, var miðinn, sem fulltrúinn hafði samið um morgunin og látið Poirot hafa. Ég tók eftir því, að lítill kross hafði verið settur með blýanti út af nafni Ursulu Boume. Erla og unnust- inn. Teikning eftir Oddur: Ég hefði heldur átt að vera í flotanum — ég hefi Oddur: Það verður gott að koma til Erlu og mega sitja og Geo. McManus. ekki gert annað alla vikunna en að bera vatnsfötur. gleyma öilum vatnsburði — Oddur: Hversvegna horfirðu svona á mig ástin mín? Ég á tvær eikarfötur Erla: Því ertu svona fölur og þreytulegur — fáðu þér nú sæti — ég ætla og elska að bera vatn! að spila fyrir þig nýtt lag. sem ég er búin að fá —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.