Vikan - 20.07.1944, Blaðsíða 4
4
VIKAN, nr. 29, 1944
Hönnu hafði skjátlast; það hlaut að
vera betra niðri 1 veitingasalnum.
Það var ágætt að sitja afsíðis í
veitingahúsi og hlusta á danslög og at-
huga fólkið. Hann stóð upp og 'fór fram
á svalirnar, þar sem hann sá betur. Úti á
gólfinu sveif fólkið og danslagið dundi.
Það var einfalt og létt og hafði góð áhrif
á hann, svo hann fór niður í danssalinn
og settist, þar sem skugga bar á. Hönnu
þótti leiðinlegt að geta ekki verið með í
dansinum.
Þegar hann ætlaði að fara, eftir að hafa
setið þarna góða stund, tók hann allt í
einu eftir stúlku skammt frá sér. Hún sat
þarna með slæðu yfir sér og brosti til hans.
Hefði hann ekki verið í ljósum fötum,
mundi hann hafa boðið henni upp í dans.
En honum fannst hann kannast við hana!
Hún var með klút og þurrkaði sér öðru
hverju um augun og hann var viss um,
að hún hafði grátið.
Fyrst ætlaði hann, að láta hana eiga sig.
Hvað kom honum það við þó stúlka sæti
á veitingahúsi og gréti. En af því, að hann
kenndi í brjóst um hana, fór hann til henn-
ar og settist við borðið hjá henni.
„Gott kvöld,“ hann kinkaði kolli og
brosti, en hún sneri sér undan og langaði
auðsjáanlega til að fara. Svo missti hún
eitthvað á gólfið svo hann stóð upp.
„Mig langar alls ekki til að standa hérna,
en ég hélt að ég gæti hjálpað yður.“ Hann
vildi helzt fara, en fannst, að hann gæti
það ekki. Og hann vildi f á að tala við hana.
„Ég vildi svo gjarnan taka þátt í sorg
yðar, ef það hjálpar nokkuð. Auðvitað
höfum við nægan tíma, þar sem hálfur
annar tími er til lokunar."
„Ég vil ekki dansa meir. Og hefi svo
sem ekkert dansað,“ svaraði hún slitrótt,
eins og tal hans hefði huggað hana ofur-
lítið. Svo leit hún til hans rannsóknaraug-
um, og hann sagði vandræðalega:
„Mér þykir mjög leitt, að ég skuli vera
svona klæddur. Annars hefðum við getað
dansað, þrátt fyrir það, að ég er enginn
dansmaður, en við hefðum getað reynt.“
„Nú, eruð þér ekki héðan úr borginni?“
„Nei, ég er gestur á veitingahúsinu og
fór gegnum rangar dyr fyrir fáum mín-
útum.“
„Ef þér væruð héðan úr borginni, þá
vilduð þér áreiðanlega ekki dansa við mig.“
Hún þurrkaði augun og stakk klútnum í
vasann. Hún var orðin róleg og horfði á
dansandi fólkið, en virtist ekki taka eftir
honum. Nú gat hann farið fyrir henni. —
Hann fiktaði við fatamerki sitt.
Allt í einu sneri hún sér að honum:
„Þér sögðust vera reiðubúinn að hjápa
mér. Ég væri þakklát ef þér fylgduð mér
út.“
Þau fóru áleiðis út, og hún var neydd
til að leiða hann. Og hann fann smágerða
hönd hennar beina sér áleiðis til dyranna
og fylgdi henni. Þegar þau komu fram
réði hann ferðinni og fór til herbergis síns.
Hún stóð eins og í leiðslu og eftir stundar
þögn sagði hann:
E-itix
Leck Fischer.
„Hér getum við dansað ef þér viljið."
Það barst aðeins ómur af hljóðfæra-
slættinum inn til þeirra.
„Við skulum fara burt.“
„Þér viljið ekki setjast?“
„Nei, helzt ekki. Ég get farið ein, það
sem eftir er leiðarinnar.
„Þér getið það.“ Hann gekk að borðinu
og settist.
„Viljið þér ekki setjast? Ég fór líka
hingað til einskis; kom í sérstökum til-
gangi, en gat ekkert aðhafst, og nú bíð ég
eftir morgundeginum. Þekkið þér til á
sjúkrahúsinu hérna?“
„Hvers vegna spyrjið þér að því?“ Hún
hafði verið að því komin að setjast, en
hætti við það og starði á hann.
„Verið þér rólegar og hlustið á mig.“
„Ég vil ekki heyra minnst á sjúkrahús“.
„Þér vilduð fá aðstoð, en þegar hún
gefst, þá ætlið þér að fara burt. Ef þér
viljið ekki hjálp núna, þá bið ég yður að
veita mér aðstoð. Við þekkjumst ekki, og
ég fer ekki fram á annað við yður, en þér
rabbið við mig.“
„Ég skal hlusta á yður.“ Hún settist,
og hann færði sig nær henni.
„Þér vitið ef til vill, að auglýst var eftir
ráðsmanni á sjúkrahúsið eftir að búið var
að reka þann, sem var þar. Ég sótti um
stöðuna og það fór svo langt, að ég átti að
VEIZTU—?
1. Hverjir voru kallaðir Oddaverjar?
2. Hver breytti Louvre-höllinni í París, i
listasafn ?
3. Eftir hvem er þessi staka:
Hávært tal er heimskra rök.
Hæst í tómu bylur.
Oft er viss í sinni sök
sá, er ekkert skilur.
4. Hver stjórnaði 24 véla flugflota frá
Italíu um Island til Ameríku árið 1933 ?
5. Hvað þýðir: að búa til seyðis?
6. Hvert er aðal tungumálið á Haiti?
7. Hver var August Strindberg?
8. Hver var nefndur hinn ókrýndi kon-
ungur Arabiu?
9. Hver sagði: ;,Ég kom, ég sá, ég
sigraði"?
10. Fyrir hvað eru þessar konur frægar:
a) Kirsten Flagstad, b) Sonja Heine,
c) Sigrid Undset?
Sjá svör á bls. 14.
koma til viðtals, en fékk að fara afur.
Þeim leizt ekki á mig.“
Hljóðfæraslátturinn barzt inn til þeirra
og truflaði samræðurnar. Hann var búinn
að gleyma hvar hann var staddur og far-
inn að trúa ókunni stúlku fyrir einkamál-
um sínum.
„Það kemur sjálfsagt oft fyrir að um-
sækjandi fær ekki stöðu, en fyrir mig valt
það á miklu. Ég hef alltaf mætt andstreymi
í lífinu, og nú stend ég ráðalaus uppi og
veit ekkert hvað skal gera.“ Hann þagnaði.
„Og hvað hafið þér hugsað yður að
gera?“ spurði stúlkan.
„Þegar ég verð fyrir vonbrigðum get ég
ekki meira.“
„Þér ættuð að skammast yðar svo ungur,
sem þér eruð, að gefast upp við fyrstu
mótbáru.“ Hún var svo ákveðin, að hann
undraðist. „Þó þér fengjuð ekki þessa
stöðu, þá er ekkert til fyrirstöðu, að þér
fáið aðra. Þér vitið víst ekki, að sá, sem
var látinn fara, var bróðir minn?“
Á meðan hún talaði stóð hann upp og
gekk um gólf. Orð hennar höfðu hughreyst
hann. Og áður en hann gat svarað, hélt
hún áfram: „Við höfum varla þekkst.
Hann lifði fyrir sig og ég fyrir mig, en
hann var þó bróðir minn. Hann hefir aldrei
hjálpað mér neitt, og þó ég kæmi heim til
hans, fékk ég ekkert af hans miklu pen-
ingum. Og þegar hann játaði þetta allt á
sig, þá var það hræðilegra fyrir mig en
flesta aðra. Ég var bendluð við það og var
friðlaus hvar sem ég fór. Og í kvöld, þegar
ég sat sat niðri í veitingasalnum var
hrópað að mér, þó að ég hefi ekkert rangt
aðhafst. Ég hefði átt að vera heima.“
„Þessvegna vilduð þér fara aðra leið út
en fjöldinn.“
„Já, en það er bannað að fara þessa leið
út,“ útskýrði hún. Hann var farinn að
fylgjast með af áhuga.
„Það getur ekki verið þetta, sem að yður
gengur. Það hefir einhver, sem þér hafið
treyst, snúið við yður bakinu?“
„Hvað meinið þér?“ Hún lézt ekki skilja
hann.
„Þegar einhverjum mistekst, leitar hann
til sinna beztu vina til þess að f á hughreyst-
ingu. En því meiri verða vonbrigðin, ef
þeir snúa við honum bakinu.“
„Ég ætla að fara heim.“ Hún leit
þrjóskulega á hann.
„Og ætlið þér gegn um veitingasalinn ?
Við skulum þá fylgjast.“
„Fylgjast,“ hún hlustaði eftir hljóð-
færaslættinuni.
„Já, við látum líta út, eins og við séum
gamlir kunningjar.“
„Ætlið þér að fylgja mér í gegnum sal-
inn“ spurði hún undrandi.
Framh. á bls. 3 3