Vikan


Vikan - 20.07.1944, Blaðsíða 5

Vikan - 20.07.1944, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 29, 1944 5 5^ Al M H jAl li D S S Cjí ... Poirot og lœknirinn ............ Sakamálasaga eftir Agatha Christie „Eflaust, eflaust," sagöi Poirot sefandi. „Verið ekki að koma yður í hugaræsing." Hann talaði til mtn eins og ég væri óþekkt barn. Við settumst öll að borðinu.' Mér virtist það ótrúlegt, að ekki væri liðinn sólarhringur síðan ég sat síðast þar við borðið. Á eftir benti frú Ackroyd mér til sín og við settumst niður á sófann. „Ég get ekki að því gert, að ég er dálítið særð,“ sagði hún lágt, og tók um leið upp vasa- klút og þerraði sér um augun, sem þó var aðeins gert til málamynda. „Særð, á ég við, vegna þess, að mér finnst, að Roger hafi ekki sýnt mér fuilt traust. Hann átti að láta þessi tuttugu þúsund pund ganga til mín, ekki til Flóru. Mér finnst, að treysta beri móður fyrir hagsmunum barns henn- ar. Þetta er vantraust, finnst mér.“ „Þér gleymið því, frú Ackroyd,” sagði ég, „að Flora var skyld Ackroyd, hún var bróðurdóttir hans. Það hefði verið öðruvísi, ef þér hefðuð verið systir hans, ekki mákona.“ „Sem ekkja Cecils sáluga finnst mér, að taka hefði átt tillit til tilfinninga minna," sagði konan og þerraði sér enn um augun með vasaklútnum. „En Roger var alltaf hálf einkennilegur, svo að ég segi ekki nízkur, í peningasökum. Það hefur verið mjög erfitt fyrir okkur Flóru að draga fram lífið sómasamlega. Hann lét ekki einu sinni veslings telpuna fá vasapeninga. Hann borgaði að vísu reikninga hennar, en með tregðu þó og spurði hana, til hvers hún þyrfti allan þennan hégóma — alveg eins og karlmenn alltaf láta, — en — nú gleymdi ég, hvað ég ætlaði að segja. Ó, já, ekki eyrissvirði gátum við kallað okkar eigið. Floru sárnaði það — já henni sámaði það mjög mikið. En samt þótti henni vænt um hann. Já, ég verð að segja það, að Roger hafði mjög einkennilegar hugmyndir um peninga. Honum datt ekki einu sinni í hug að láta okkur fá peninga til þess að kaupa ný handklæði, enda þótt gömöl væru öll í tætlum og svo, hélt frú Ackroyd áfram og hækkaði róminn skyndilega, ,,að láta þessa konu fá svona mikla peninga — þúsund pund hugsið yður það, eitt þúsund pund“. „Hvaða konu ?“ „Þessa Russel. Það er eitthvað einkennilegt við þann kvenmann, og það hefi ég líka alltaf sagt. En Roger mátti ekki heyra henni hallmælt. Hann sagði, að hún væri kona með mjög sterka skap- gerð og hann dáðist að henni óg bæri virðingu fyrir henni. Hann var alltaf að tala um ráðvendni hennar og sjálfstæði og siðferðisþrek hennar. Mér fanst eitthvað grunsamlegt við hana. Hún var vissulega að reyna eins og henni var frekast unnt að krækja í Roger. En ég kom i veg fyrir það. Hún hefur alltaf hatað mig. Auðvitað; ég sá í gegn um klækjabrögð hennar." Hammond kom í sömu svifum og stöðvaði þar með viðræður okkar. Hann kvaddi. Ég greip tæki- færið og stóð upp. „ Það er þetta með yfirheyhslunar,“ sagði ég. „Hvort viljið þér heldur láta þær fara fram hér eða niðri á veitingahúsinu ? “ Frú Ackroyd starði á mig. „Yfirheyrslur?" spurði hún og var skelfd á svip. „En það þurfa áreiðanlega ekki að fara fram neinar yfirheyrsl- ur i þessu ?“ Hammond ræksti sig og sagði; „Óhjákvæmi- legt. Eins og á stendur.“ „En áreiðanlega getur Shepphard læknir komið þvi þanníg fyrir —“. . Sheppard læknir er að ’ koma frá heimili frú Ferr- ars, en hún hafði látizt um nóttina. Caro- line systir hans spyr hann spjörunum úr og heldur því fram, að frú Ferrars hafi framið sjálfsmorð, og að hún hafi komið manni sínum fyrir kattamef, er hann lézt fyrir nokkrum mánuðum. Sheppard segir söguna og er búinn að lýsa því, er hajin mætti Roger Ackroyd, ríkum manni, er býr í Femley Park. Ralph Paton er uppeldis- sonur Ackroyd. Sheppard kjmnist Poirot. Þeir em nágrannar. Roger Ackroyd býður Sheppard til sin i kvöldverð og trúir hon- um fyrir því, að frú Ferrars hafi sagt sér, að hún hafi gefið manni sínmn eitur, og að einhver, sem vissi það, hafi gert henni lífið óbærilegt. Ackroyd fær bréf, sem frú Ferrars hefir skrifað rétt áður en hún dó og í því segir hún nafn þess, sem hefir of- sótt hana, en hann vill ekki lesa það allt fyrir lækninn. Sheppard fer heim, en um kl. tíu er hringt til hans og sagt að Roger Ackroyd hafi verið myrtur. Sheppard flýtir sér aftur til Femley Park. Kjallarameist- arinn, Parker, viðurkennir ekki að hafa hringt til Sheppards, en læknirinn segir, að það hafi verið hann. Ungfrú Flóra hefir verið inni hjá Ackroyd eftir að Sheppard fór. Flóra biður Sheppard um að fá Poirot til þess að taka að sér rannsókn málsins. Gmnur hafði strax fallið á Paton, sem fór í burtu sama kvöld og morðið var framið. Poirot heldur áfram rannsókn í samráði við Raglan lögreglufulltrúa, en ekkert kem- ur í ljós, sem orðið gæti til afsanna sekt Patons. Raglan fulltrúi er viss um, að hann sé búinn að leysa gátuna, og Foirot gefur honum í skyn, að hann trúi á ráðningu Raglans, en heldur sjálfur áfram rann- sókninni. Ackroyd hefir arfleitt mágkonu sina frú Ackroyd að tekjum af tíu þúsund punda virði í hlutabréfum, sem eiga að greiðast henni á meðan hún lifir. Flóra Ackroyd erfir tuttugu þúsund pund í pen- íngum. Frú Ackroyd er hálf móðguð yfir því að hafa ekki fengið meira. „Það eru takmörk fyrir því, sem hægt er að laga til í hendi sér,“ sagði ég þurrlega. „Ef þetta var slys —“. „Hann var myrtur, frú Ackroyd," sagði ég ruddalega. Hún rak upp óp. „Engin kenning um slysni getur staðizt". Frú Akroyd horfði til min með vandræðasvip. Ég hafði enga þolinmæði með því, sem ég hélt að væri ótti hennar við óþægindi. „Ef yfirheyrslunar verða látnar fara fram, verð ég þá að svara spumingum og svoleiðis ?“ „Ég veit ekki, hvað verður nauðsynlegt,“ svaraði ég. ,,Ég geri ráð fyrir því, að Raymond muni taka að sér öll formsatriðin“. Lögfræðingurinn samþykkti með því að hneigja sig lítilsháttar. „Satt að segja, held ég, að þetta verði ekkert að óttast, frú Ackroyd,“ sagði hánn. „Yður mun verða hlíft við öllum óþægindum. Nú, hvað peninga snertir, hafið þér eins og þér þarfnist sem stendur?" Hún leit á hann spyrjandi, svo að hann bætti við: — „Ég á við það, hvort þér hafið nóg í reiðu fé. Ef ekki, þá get ég komið því þannig fyrir, að þér fáið allt það, sem þér þarf- nist“. „Það ætti að vera í lagi,“ sagði Raymond, sem var viðstaddur. „Ackroyd lét taka út ávísun á hundrað pund í gær“. „Hundrað pund?“ „Já, það átti að fara í launagreiðslur og annan kostnað, sem greiða þurfti í dag. Það er ekki ennþá farið að taka af upphæðinni.“ „Hvar eru þessir peningar? 1 skrifborðinu hans?“ „Nei, hann geymdi alltaf reiðu fé, sem hann hafði í svefnherbergihu. 1 gömlum flibbakassa. Einkennileg hugmynd, finnst ykkur ekki?“ „Éé held, að við ættum að ganga úr skugga um, hvort peningarnir séu þar,“ sagði lögfræðingur- inn. „Sjálfsagt," samþykkti einkaritarinn. „Ég skal vísa yður þangað upp strax . . . Nú, ég gleymdi því, að það er læst.“ Við fréttum hjá Parker, að Ralgan fulltrúi væri uppi i herbergi ráðskonunnar að spyrja nokkurra spurninga til uppfyllingar. Stundakom síðar kom hann niður til okkar i anddyrið með lykilin. Hann opnaði fyrir okkur, og við gengum gegn um innri forstofuna og upp litla stigan. Dyrnar að svefn- hefbergi Ackroyds stóðu opnar. Það var dimmt þar inni, og gluggatjöldin vom dregin fyrir. Allt var óhreyft frá kvöldinu áður. Fulltrúinn dró gluggatjöldin frá, og Geoffrey Reymond gekk að rósviðarskáp og dró út efstu skúffuna. „Svo að hann geymdi peningana sína svona í opinni skúffu?“ sagði fultrúinn. Raymond roðnaði eilítið. „Herra Ackroyd treysti fullkomlega þjónustu- liði sínu,“ sagði hann þunglega. „Já, auðvitað,“ sagði fulltrúinn. Raymond tók sporöskjulagaðan leðurkassa upp úr skúffunni, opnaði hann og tók upp úr honum vel fyllt veski. ,, Hér éru'peningarnir, sagði hann og dróg út úr veskinu þykkan seðlabunka. „Ég veit, að þeir eru ósnertir, því að Ackroyd stakk þeim niður í flibba- kassan að mér viðstöddum í gærkvöldi, þegar hann var að búa sig til kvöldverðar, og auðvitað hefur enginn hróflað við þeim síðan“. Hammond tók seðlabunkann frá honum og taldi seðlana. Hann leit snögglega upp“. „Þér sögðuð, að hér væru hundrað pund. Það eru ekki nema sextíu“. Ramond starði á hann. „Það getur ekki verið,“ kallaði hann og kipptist við. Hann tók seðlana frá hinum og tók að telja þá upphátt. Hammond hafði á réttu að standa. Það voru ekki nema sextíu pund. „En — en ég get ekki skilið þetta,“ hröpaði einkaritarinn ruglaður. Nú lagði Poirot fyrir hann spurningu. „ Þér sáuð Ackroyd láta peningana héma niður í gærkvöldi ? Eruð þér vissir um, að hann b*fi ekki verið búinn að inna af hendi neina greiðslu áður?“ „Ég er viss um það. Hann tók það meira að segja fram og sagðist ekki kæra sig um að fara niður til kvöldverðar með hundrað pund í vasan- um. „Þá virðist þetta liggja alveg í augum uppi, sagði Poirot. „Annað hvort hefur hann borgað út fjörtíu pund seinna um kvöldið, eða þá hefur þeim verið stolið.“ „Það er rétt,“ samþykkti fulltrúin. Hann sneri sér að til frú Ackoyd. „Hvaða þjónustufólk kom hingað inn í gærkvöldi?“ „Ég geri ráð fyrir því, að stofustúlkan hafi komið hér til þess að búa um rúmið.“ „Hver er hún? Hvað vitið þér um hana?“ Hún hefir ekki verið hér mjög lengi," sagði frú Ackroyd, „en mér virðist hún vera snyrtileg og venjuleg sveitastúlka." „Ég held, að rétt sé að komast til botns i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.