Vikan


Vikan - 24.08.1944, Blaðsíða 2

Vikan - 24.08.1944, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 34, 1944 Pósturinn Kæra Vika! Mér hefir verið sagt, að fyrirmynd að þýzku þegnskylduvmnunni sé að finna á Islandi. Mig langar til, að þú, kæra Vika, sem oft ert æði ráð- holl, skerir úr þessu fyrir mig, og tjáir mér Uka, hvaða maður það er, sem hefir um þessi mál rætt og ritað, svo að Þjóðverjar gátu af honum lært. J. P. E. Svar: Sumir segja, að Þjóðverjar hafi hugmynd sýna um þegnskyldu- vinnuna frá Islandi, en sá maður, sem fyrst hreyfði þessu máli hér var Her- mann Jónasson frá Þingeyrum. Kæra Vika! Mig langaði til að leita þeirra upp- lýsinga hjá þér, hvort Handíðaskól- inn í Reykjavík er einkaskóli eða rík- isskóli. P. S. Svar: Handíðaskólinn í Reykjavík er einkaskóli, sem nýtur styrks úr ríkissjóði. Kæra Vika! Okkur langar til að biðja þig um að svara dálítilli spumingu fyrir okkur. Hvaða litir klæða okkur bezt ? Ég er með ljóst hár, grá augu og frekar ljósa húð svo er ég bæði há og grönn. En ég er ljóshærð, gráeygð og hefi dökkan hörundslit og rjóðar kinnar, svo er ég iág og nokkuð feit (ekki mjög). Hvemig færi okkur fjólublátt ? Við sendum þér fjóra kossa. Vinstúlkur. Svar: Þeirri fyrmefndu mun svart fara vel, sterkir litir, rautt og blátt; en þeirri síðamefndu ljósblátt, grænt og bleikt. Fjólublátt er nothæft. Halló, Vika! Getur þú sagt mér, hvaða utaná- skrift vesturíslenzka blaðið Heims- kringla hefir? Dætur Islands. Svar: „Heimskringla", The Viking Press Ltd. 853—855 Sargent Avenue, Winniþeg, Man. Canada. Reykjavik, 24.júlí 1944. Kæra Vika. Segðu mér eitt. Er mögulegt að fá eitthvað af gömlu góðu bókunum um Tarzan apabróðir og Buffalo Bill. Sami. Svar: Tvær af Tarzan-bókunum fást enn þá á íslenzku í bókaverzl- unum. 10. ágúst 1944. Halló, „Vika"! Þú getur víst ekki sagt okkur, hvort bókin „Ramona" mun fást í bókabúðum og ennfremur eftir hvaða tónskáld er lagið, sem er leikið á undan morgunfréttunum. Tvær 15 ára. 1. Bókin Ramona fæst ekki á ís- lenzku, en aftur á móti mun hún fást á ensku. 2. Lagið er menuett í A-dúr eftir Boccherini. Kæra Vika! Okkur langar til að biðja þig að leysa úr þrætu okkar. Hvort er hinn vinsæli söngkvartett „Comedian Harmonist" enskur eða þýzkur. Það varðar veðmál, ef þú ieysir úr þessu. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Þrætugjarnir. Svar: Comedian Harmonists eru þýzkir. ADVORUN | Að gefnu tilefni tilkynnist hér með öllum, er | 1$ hlut eiga að máli, að ýtrustu varkárni ber að | gæta um meðferð á innfluttum hálmumbúðum. | Óheimilt er að taka vörur úr hálmumbúðum, | nema undir eftirliti lögreglunnar, og skal tafar- | laust brenna umbúðunum, þannig að útilokað sé, | að áliti lögreglunnar og dýralæknis, að hætta | geti stafað af hálminum. | Lögreglustjórinn í Reykjavík, | 21. ágúst 1944. | Agnar Kofoed-Hansen 1 Kæra Vika! Það, sem mig langar til þess að spyrja þig í þetta sinn er, hvort frí- merkjabækur séu fáanlegar, og hvað þær muni kosta. Nanna. Svar: Islenzk frímerkjabók, út- gefin af Gisla Sigurbjömssyni, fæst í flestum bókaverzlunum og kostar fjórtán krónur. Kæra Vika! Viltu gera svo vel og segja mér, hvar ég get fundið sálminn „Lýs milda ljós". Ég hefi verið að leita í sálmabókinni en ekki getað fimdið hann þar. Með beztu kveðju. Ragna. Svar: Sálmur þessi er í sálmabók- arviðbæti próf. Haraldar Níelssonar, „Þitt ríki komi", en þar sem sú bók er ófáanleg, þá birtum við hann hér. 1. Lýs, milda ljós, í gegnum þenn- an geim. Mig giepur sýn; því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó hjálp- in min, Styð þú minn fót; þótt fetin nái Skammt, Ég feginn verð, ef áfram miðar samt. 2. Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú Og hennar ljós? Mér sýnd- ist bjart, en/ birtan þvarr, og nú Er burt mitt hrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan fyð, Unz fáráð öndin sætt- ist guð sinn við. 3. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, — 1 gegnum bár- ur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr Og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. Kæra Vika! Geturðu ekki frætt mig um, hvort hljómsveit Glenn Millers, sem lék i bíómyndinni „Eiginkonur hljómlistar- manna", er sýnd var í Nýja Bíó fyrir nokkru, hafi fylgt honum, þegar hann gekk í herinn, eða er það ekki satt, að hann sé genginn i herinn ? Geturðu ekki einnig frætt mig um, hver sé jazzkóngur Ameriku. Moto. Svar: Það er víst rétt, að Glenn Miller sé kominn í herinn, og þá hefir auðvitað hljómsveit hans orðið að hætta störfum í bili. Það eru svo margir, sem gera kröfur til þess að verða Jazzkóngar Ameriku, að það er ekki hægt að gefa neitt ákveðið svar við því. Ný bók. Liljur Vallarins, heitir ný bók, sem bókaútgáfan Esja í Reykjavík hefir gefið út. Það er saga frá Tahiti, sem var hér útvarpssaga og hefir einnig sézt á kvikmynd. Höfundar bókarinn- ar eru C. Nordhoff og J. N. Hall, en Karl Isfeld blaðamaður sneri á ís- lenzku. Rauðskinna í næstu viku kemur út nýtt hefti af Rauðskinnu, hinu vinsæla þjóðsagna- safni Jóns Thorarensen. í þessu hefti er auk margs annars stór- merkileg frásögn ensks fræðimanns, sem tekin er eftir bréfi frá honum til Ásgeirs heitins Sigurðssonar konsúls. Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. Utgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.