Vikan


Vikan - 24.08.1944, Blaðsíða 15

Vikan - 24.08.1944, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 34, 1944 15 Þegar amma var ung Hér á myndinni sést 36 ára gömul amma (í miðjunni) með dóttur sinni, 19 ára, dótturdóttur og móður. Kona landnemans. Dag einn í september árið 1867 sá frú Stevens, er var gift landnema, sem sezt hafði að í frum- skógum norður-Arizona, grunsamlega hreyfingu í runna skammt frá húsinu. Hún lagði hiklaust frá sér deigið, sem hún var að hnoða, og náði S byssuna sína. Húsið hristist, þegar hún hleypti af byssunni, en úti í runnanum féll Indiáni dauður til jarðar. 1 sömu svipan gerðu 50 Indíánar árás, en í hús- inu voru aðeins þessi kona, böm hennar og gam- all maður. Gamli maðurinn gætti framhliðar hússins, en konan varði hina hliðina, og í sex klukkutíma vörðust þau áhlaupum Indíánanna. Þá heyrði flokkur kúreka, er var þama á ferð, skothríðina, reið heim að húsinu og rak villimennina á flótta. Þegar það var um garð gengið, spurði foringi kúrekanna: „Hvar er maðurinn þinn, frú Stev- ens?“ „Hann átti erindi til borgarinnar," svaraði hún. „Ég ætla að ríða þangað og segja fréttimar. Þú skalt skrifa það, sem þú vilt segja honum, ég skal afhenda honum það sjálfum.“ Um kvöldið fékk maður hennar bréfmiða frá henni. Á honum stóð: „Kæri Henry. Indíánamir komu. Ég er næstum búin með stóru skotin. Viltu gera svo vel að senda mér eitthvað af skotum. Þín elskandi eiginkona." Tímarnir breytast — Um aldaraðir hefir arabiska konan í Norður- Afríku verið lágt sett. Þegar hjón hafa verið á ferðalagi hefir maðurinn riðið asnanum þeirra, en konan gengið á eftir og borið það, sem þurfti til heimilisins. En stríðið og koma brezkra og amerískra hermanna hefir mörgu breytt. Að vísu ríður maðurinn enn þá asnanum, en konan geng- ur nú á undan. Það er vegna þess, að jarð- sprengjur geta orðið á vegi þeirra! Kviltmyndagerðin fimmtíu ára. Framhald af bls. 7. teknar að ofan, að neðan, frá ölum hliðum og í allri hreyfingu. Aðra stundina var það áhorf- andinn, hina einn af leikendunum, sem sá með augum myndavélarinnar. Á þessu tímabili voru það Douglas Fairbanks, Rudolph Valentino, Harold Lloyd, Barrymore, Ronald Colman, Gary Cooper, Joan Crawford og Greta Garbo, sem voru í mestu upáhaldi sem leikarar, og vinsældir Mary Pickford og Charlie Chaplin uxu enn. Svo var það 1927, að „byltingin" kom á sviði kvikmyndaiðnaðarins — fyrsta talmyndin. Skyndilega mættu framleiðendum, stjómendum og leikendum nýir erfiðleikar, — að sameina hreyfingar og samtöl. Það varð að byggja nýja, fullkomnari kvik- myndatökusali, nýtt fyrirkomulag varð að hafa á ljósum og nýjum vélum varð að bæta við, ekki einungis í Hollywood, heldur og I hverju einasta kvikmyndahúsi um allan heim. Hið erfiðasta var, að leikarar og leikkonur urðu að læra að leika á nýjan hátt. Mörg þeirra, sem ekki gátu aðlagað list sina hinu nýja um- hverfi, féllu í gleymsku, aðrir juku enn vinsældir sínar, og ný nöfn komu og hurfu á „stjömuhimn- inum". En einn galli var á þessum fyrstu tal- og hljómmyndum. 1 þeim var of mikið af sam- tölum og oflítið af leik, svo að þær urðu lítið annað en ljósmynduð leikrit. Kvikmyndafram- leiðendumir höfðu stigið einu skrefi og langt — kvikmyndir þeirra urðu of daufar og fábreyttar. Sú formúla, sem loks var unnið eftir, og er ennþá i heiðri höfð, er um það bil 2/r, samtöl á móti SA hreyfingu. Nú voru kvikmyndimar, eins og þær eru i dag, komnar á núverandi þroskastig. Frumstæðu, litlu „töframyndirnar" frá 1894 hafa vaxið og þróazt; þær hafa orðið að voldugri list, sem getur flutt mannkyninu boðskap sinn með fyrsta flokks leikurum, eins og Bette Davis og Paul Lukas í „Vörðurinn á Rín“ og grimmar þjóðfé- lagsádeilur eins og „Þrúgur reiðinnar", fegurðina og yndisþokkan i „Fantasíu" og „Bambi". Fyrsta fréttamyndin, „Ur ævi amerísks slökkviliðs- manns", hefir vaxið upp í stórmyndir eins og „Baráttan um Stalingrad" og „Sigur í eyðimörk- inni.“ En þótt fimmtíu ára þróunarsaga kvikmynd- anna sýni okkur furðulegar framfarir á ekki lengri tíma, þá er það sannast mála, að kvik- myndatæknin hefir verið unglingur, sem nú er að byrja að komast til vits og ára. Framtíðin og tæknislegar framfarir munu gera kvikmyndirnar ásamt sjónvarpinu að þýðingarmiklum þætti í menningarlifi allra þjóða. EsssssS! V 7jL ■■■■■■■» EÍsssssi Dráttarvextir Dráttarvextir falla á tekju- og eignaskatt ársins 1944 hafi gjöld Jtessi eltki verið greidd að fullu í síðasta lagi föstudaginn 8. septcmber næstkomandi. — Á Jiað sem J»á verður ógreitt, reiknast dráttarvcxtir frá gjalddaga, sem var 15. júní síðastliðinn. Reykjavílr, 15. ágúst 1944. Tollstjóraskrifstofan Ilafnarstræti 5. Auglýsið í VIKUNNI, útbreiddasta heimilisblaði landsins. RUÐUGLER Ilöfum fyrirliggjandi RÚÐUGLER, enskt og amerískt í þykktum 24 og 26 ounces, ennfremur 5 og 6 m.m gler. Gróðurhúsagler í stærðmn 45x60 cm. Verðið stórlœkkað Eggert Krirstjánsson & Co. h.f. Sími 1400.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.