Vikan - 24.08.1944, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 34, 1944
| Dægrastytting |
Orðaþraut.
ÓL AR
ÁRNI
S JÓR
UNNI
SK AR
ÆLIR \
AGLI
FINN
ÚFUR
FLÓ A
ÆSIR
N AÐS
OKIÐ
Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn
staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofanfrá
og niðureftir, myndast nýtt orð og er það nafn
á hátíðisdegi einnar stéttar í landinu.
Sjá lausn á bls. 14.
Púkinn og f jósamaðurinn.
Einu sinni hélt Sæmundur fróði fjósamann,
sem honum þótti vera um of blótsamur, og fann
hann oft að því við hann. Sagði hann fjósamanni,
að kölski hefði blótsyrði og illan munnsöfnuð
mannanna handa sér og púkum sínum til viður-
væris.
„Þá skyldi ég aldrei tala neitt ljótt,“ segir
fiósamaður, „ef ég vissi, að kölski missti við það
viðurværi sitt.“
„Ég skal nú bráðum vita, hvort þér er alvara
eða ekki,“ segir Sæmundur. — Lætur hann þá
púka einn í fjósið.
Fjósamanni var illa við þennan gest, því að
púkinn gerði honum allt til meins og skapraunar,
og átti þá fjósamaður bágt með að stilla sig um
blótsyrði. Þó leið svo nokkur tími, að honum
tókst það vel, og sá hann þá, að púkinn horaðist
með hverju dægri. Þótti fjósamanni harla vænt
um, þegar hann sá það, og blótaði nú aldrei.
Hin fræga, ameríska leikkona Ann Sheridan.
lililllllllllllllllllillilimiimiimllllillllllitmiliMiimmiiitilimiiiillilllllllllllli*'
Einn morgun, þegar hann kom út í fjósið, sér
hann, að allt er brotið og bramlað, og kýmar
allar bundnar saman á hölunum, en þær voru
margar. Snýst þá fjósamaðurinn að púkanum,
sem lá i vesöld og volæði á básnum sínum, og
hellir yfir hann bræði sinni með óttalegum ill-
yrðum og hroðalegu blóti. En sér til angurs og
skapraunar sá hann nú, að púkinn lifnaði við og
varð allt í einu svo feitur og pattaralegur, að við
13
sjálft lá, að hann mundi hlaupa í spik. Stillti
hann sig þá, fjósamaðurinn, og hætti að blóta og
hefir aldrei talað ljótt orð síðan. Enda er sá
púkinn fyrir löngu úr sögunni, sem átti að lifa á
vondum munnsöfnuði hans.
■ i
Púkablístran.
Sæmundur fróði átti pipu eina, sem hafði þá
náttúru, að þegar í hana var blásið, þá komu
einn eða fleiri púkar til þess, sem í hana blés,
og spurðu, hvað þeir ættu að gera.
Einu sinni hafði Sæmundur skilið pipuna eftir
í rúminu sínu, undir höfðalaginu, þar sem hann
var ætíð vanur að hafa hana á næturnar. Um
kvöldið sagði hann þjónustustúlkunni að búa um
sig eins og vant væri, en tók henni vara fyrir
því, ef hún fyndi nokkuð óvanalegt í rúminu, þá
mætti hún ekki snerta það, heldur láta það vera
kyrrt á sínum stað.
Stúlkan fer nú að búa um og varð heldur en
ekki forvitin, þegar hún sá pípuna. Hún tók hana
óðara, skoðaði hana í krók og kring, og seinast
blés hún í hana. Kom þá undir eins til hennar
púki einn og spurði: „Hvað á ég að gera?“ Stúlk-
unni varð bilt við, en lét þó ekki á því bera.
Stóð svo á, að um daginn hafði verið slátrað
tíu sauðum hjá Sæmundi, og lágu allar gærumar
úti. Stúlkan segir þá púkanum, að hann eigi að
telja öll hárin á gærunum, og ef hann verði fljót-
ari að því en hún að búa um rúmið, þá megi hann
eiga sig. Púkinn fór og kepptist við að telja, og
stúlkan hraðaði sér að búa um. Þegar hún var
búin, átti púkinn eftir að telja á einum skæklin-
um, og varð hann því af kaupinu.
Sæmundur spurði síðan stúlkuna, hvort hún
hefði fundið nokkuð í rúminu. Hún sagði frá öllu
eins og var, og líkaði Sæmundi vel ráðkænska
hennar.
Kölski er í f jósi.
Einu sinni vantaði Sæmund fróða fjósamann.
Tók hann þá kölska og lét hann vera í fjósinu
hjá sér. Fór það allt vel, og leið svo fram á
útmánuði, að kölski gerði verk sitt með öllum
sóma. En á meðan séra Sæmundur var í stólnum
á páskadaginn, bar köski alla mykjuna i haug
\
Silfurpeningurinn.
Framhald af bls. 4.
mann. Dökkbrún augu hans, sem báru vott
um ákafa ástríðu og voru ekki alveg laus
við að vera sorgmædd, ljómuðu nú af kyrr-
látri gleði, svo að þau umbreyttu hinu fín-
gerða, ávala andliti hans. Frægðin hafði
nú loksins náð til hans.
,„Hector,“ sagði Charles, „leyfðu mér
að kynna vin minn, Jean Meunier.“
Hector stökk á fætur og greip hönd
myndhöggvarans og hrópaði af miklum
innileik: „Ég verð að þakka yður fyrir
hina ánægjulegustu morgunstund. Mynd
yðar, „Rekald,“ er dásamlegt listaverk.
Engin höggmynd, sem ég hefi nokkurn
tíma séð, hefir veitt mér meiri ánægju.“
Hinn ungi listamaður ljómaði af ánægju
við þetta hrós af vörum hins fræga
gagnrýnanda og tók feginsamlega boði
þeirra um að drekka með þeim kaffi. —
Hector fannst hann kannast einkeimilega
vel við fallegu dökku augun hans, sem
endurspegluðu yfirnáttúrlega einlægni, og
athugaði gaumgæfilega hið dásamlega
andlit Jean Meuniers, þar sem þeir sátu
saman og röbbuðu, en gat ekki munað,
hvenær eða hvar þeir hefðu getað sézt
áður. Hann leitaði í huga sínum að öllum
hugsanlegum stöðum, þar sem hann hefði
getað hitt hann, á kaffihúsum, skemmti-
stöðum, vinnustofum margra vina sinna,
— en árangurslaust. Að lokum var Hector
sannfærður um, að líking við annan mann
hlyrti að hafa blekkt hann og gafst upp
og varð brátt allt of niðursokkinní sam-
ræður listamannanna, vina sinna, til þess
að geta hugsað frekar um það. Herbergið
var núna hér um bil tómt. Eftir að hafa
kallað á þjóninn, borgaði hann fyrir mál-
tíðina, um leið og hann lagði peningana
á borðið. Silfurpeningur, sem ætlaður var
þjóninum, leyndist undir diskbrúninni, svo
að maðurinn tók ekki eftir því, þangað til
Hector kallaði til hans: „Takið þér við
þessu!“
Jean Meunier leit upp snögglega við
þessi orð, og gaut augunum frá horninu
í herberginu í áttina til Hectors og skalf
eins og honum væri ískalt. Andlit hans
varð náfölt og út úr augunum skein ótti
og hræðsla.
Hector þekkti allt í einu í ljósbjarman-
um þetta andlit vonlausrar eymdar, sem
hann hafði séð fyrir mörgum árum undir
götuljóskerinu, kvöldið forðum í nóvember.
Hann sneri sér að unga manninum, star-
andi augnaráði, fullur vinsemdar og skiln-
ings; og þegar hópurinn stóð upp frá borð-
um, rétti hann fram hönd sína sem tákn
um vináttu. Jean Meunier tók í hönd hans,
og þetta innilega handartak fól í sér ailt
þakklæti langrar og erfiðrar æfi.
Hinn náni kunningsskapur þeirra varð
meiri og meiri með hverjum degi, sem
leið; og að lokum rann upp sá dagur, þeg-
ar Hector heyrði söguna um hin hræðilegu
vandræði, sem hann hafði bjargað hinum
unga myndhöggvara úr, er hann stóð á
barmi örvæntingar og systir hans var nær
dauða en lífi. Þessi systir hans var núna
tuttugu ára að áldri og var eftirlæti bróð-
ur síns. Hún var kát og fjörug indæl
stúlka og fyllti heimili Jeans andrúmslofti
lífsánægju og unaðs.
Heimsóknir Hectors á þetta hamingju-
sama heimili urðu tíðari og tíðari og smám
saman hvarf allur þunglyndisblær, sem
verið hafði yfir svip hans. Ekki höfðu
margir mánuðir liðið, áður en tilkynning
birtist í blöðunum: „Innan skamms munu
verða gefin saman í hjónaband Hector
Merot, hinn kunni listagagnrýnandi og
ungfrú Héléne Meunier, systir Jean Meun-
iers, sem er höfundur að hinu fræga lista-
verki ,,Rekald“.
i