Vikan - 24.08.1944, Blaðsíða 10
10
VTKAN, nr. 34, 1944
immn ia
n e. i iii i k i u
UM JURTALITUN
Eftir MATTHILDI HALLDÓKSDÓTTUR.
Niðurlag.
á að lita, látið í pottinn og seytt um stund. Þá er það tekið upp úr og
annar hluti bandsins settur ofan í. Það er tekið hæfilega mikið ijósara,
en hið fyrsta. Síðasti hlutinn má ekki vera niðri í litnum, nema litla
stund, því það á að vera mjög ljóst.
Rauðrófnablöð.
Rauðrófnablöðin og einnig litlar rófur er soðið nokkra stund. Blöðin
færð upp úr og lögurinn síaður. Ofurlítið af ediki látið í löginn. Band,
sem litað er i þessum legi, verður strax rauðbleikt. Ef það er soðið langur,
breytir það lit.
Ef blásteinn er látinn' í þenna lit, verður hann ljósgrænn.
Birkibarkarlitur.
Frá gulu upp I brúnt.
Börkurinn er soðinn sem fyrr segir (ekki látinn í hann keita). Þá er
börkurinn verkaður vandlega úr pottinum, og ofurlítið af álúni látið í
litinn. Bandið, sem áður er soðið í álúnsvatni, er svo látið í litinn, og haft
svo mikið, að hægt sé að skipta því í 4 litbrigði. Eftir litla stund má svo
taka upp úr það, sem ljósast á að vera, hitt soðið þar til fenginn er
dálitill litarmunur á því sem búið var að taka. Þá er tekið upp úr til
fulls það, sem á að vera í annað litbrigðið. Það sem eftir er, er einnig
tckið upp úr, og nú er blásteini bætt í litinn, og það látið ofan í hann.
Eftir nokkra bið tekið þriðja litbrigði, hitt soðið áfram þar til það er
orðið hæfilega mikið dekkra en þriðja litbrigðið. Bætist í blásteinn, ef
ekki verður nógu döddt.
Band soðið í álúni undir litun.
2 teskeiðar af álúni á fjögurra skeppa hespu. Álúnið látið í vatnið
ylvolgt. Þegar það sýður er bandið látið ofan í og seytt í 20 mínútur.
Þarf alltaf-að hreyfa það í pottinum á meðan sýður. Síðan er það tekið
af eldinum, en látið liggja í vatninu, þangað til litað er.
Þegar band er soðið í blásteinsvatni, er sama aðferð viðhöfð, nema suð-
an er tekin úr með köldu vatni, áður en bandið er látið ofan í og síðan
soðið hægt. Bandið ekki látið liggja í leginum.
Þegar band er soðið i vitrjólvatni er 1 litil teskeið af vitrjóli látin á
móti hverri hespu. Ekki má láta nema helming þess vitrjóls, sem á að
nota, í pottinn í einu. Fyrst soðið í 4 mín., bandið tekið upp, hinum helm-
ingnum bætt i, hrært í pottinum unz það er vel bráðnað, bandið látið í
aftur og soðið í 5 mínútur. Þá er bandið tekið upp úr, undið og breitt
á stag.
Bandið verður flekkótt, ef það er sett ofan í sjóðandi vatn með blásteini
eða vitrjóli í og eins, ef vitrjólinu er ekki tviskipt I Iöginn.
Matseðillinn
Aspargessúpa.
2 lítrar gott kjötsoð. 80 gr.
smjör. 80 gr. hveiti. % kg.
Asparges. 4 eggjarauður.
Kjötsoðið er hitað, smjörið brætt,
og hveitið jafnað saman við og þynnt
út með sjöðandi soðinu, sömuleiðis
aspargessafanum; súpan er soðin
hægt í 10 mín., en þá er hún jöfnuð
með hrærðum eggjarauðum; seinast
er asparges látið út í, hafrakex eða
hveitibollur bomar með.
Laukar fylltir með farsi.
12 st. laukar. iy2 kg. lagað fars.
Vatn til þess að sjóða í laukana.
2 tesk.. salt.
, Laukurinn er afhýddur, lok skorið
af og holaður að innan. Laukurinn
er fylltur með farsi, lokið látið á og
bundið um með garni.
Laukumin er látinn í vatn ásamt
salti það miklu, að aðeins fljóti yfir,
soðinn hægt í klukkutíma; það sem
holað var innan úr lauknum er látið í
pott ásamt smjöri, 1 tesk. salt, 1
tesk. sykur; soðið hægt þar til það er
vel meyrt. Böndin tekin af og laukn-
um raðað á föt, laukdýfa látin með á
fatið. Borinn á borð með ljósri sósu,
sem búin er til úr 50 gr. af smjöri og
50 gr. af hveiti, þynnt út með lauk-
soði og rjóma. Soðin í 5—6 mínútur.
n. Marmilaði.
3. Appelsínumarmilaði.
9 appelsinur, 3 sítrónur, sykur
1500 gr., vatn 750 gr., Pectinal
1 pakki.
Börkurinn er tekinn af appelsín-
unum og sítrónunum, hvíta lagið
vandlega tekið innan úr honum og
150 gr. af honum sett í pott ásamt
750 gr. af vatni og 300 gr. af sykri
Tízktimynd
Þetta er smekklegur þriggja flika ,
klæðnaður fýrir haustið. Vestið er úr
kremgulu ullarefni, kragalaus og með
brúnum hnöppum. Pilsið er svart, og
eins jakinn, sem er fóðraður með
gulu.
yfir eld í 15 mínútur. Á meðan eru
appelsínurnar og sítrónumar skornar
niður í mjóar ræmur, kjamarnir
teknir úr, og þær svo látnar i pott-
inn, sem síðan er látinn vera yfir
eldinum i 20 mínútur til viðbótar.
Maukið á nú að vega 1500 gr., annars
er bætt vatni svo sem á vantar. Þá
er pectinalinu bætt í og marmilaðið
búið til.
HÚSRÁÐ.
Farið vel með saumavélina yðar;
leggið aldrei of mikið á hana, minnist
þess, að þetta er tæki, sem erfitt er
að endumýja nú á tímum og um
ófyrirsjáanlega framtíð. Munið þess
vegna alltaf eftir því að bera rétt
og vel á hana olíu og hugsa vel um
hana að öllu leyti!
Husmœður! Sultutíminn er komiirn!
Tryggið yður góðan árangur af fyrirhöfn yðar. Varð-
veitið vetrarforðann fyrir skemmdum. Það gerið þér bezt
með því að nota
BETAMON, óbrigðult rotvamarefni.
BENSONAT, bensoesúrt natrón.
PECTINAL, Sultuhleypir.
VÍNEDIK, gerjað úr ávöxtum.
V ANILLETÖFLUR.
VlNSÝRU.
FLÖSKULAKK I plötum.
allxfea CHEMIAH/f
Fæst í öllum mntvömverzlnnnm.
Allir vita að
GEBBEB’S
BarnamjöL
he/ir reynst bezta og
bætiefnarikaata faeða,
»em hingað heíir flutzt
rarat I
Verzlun
Theódór Siemsen
Simi 4205.
NB. Sendl At nm land gogn
ptetkrilo. —