Vikan


Vikan - 24.08.1944, Blaðsíða 4

Vikan - 24.08.1944, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 34, 1944 Silfurpeningurinn Smásaga eftir A. Roguenant. að var nálægt miðnætti, þegar Hector Merot yfirgaf skrifstofu sína, eftir að hafa lokið við lestur prófarka sinna. Síðastliðna viku, þegar grein, sem hann hafði lagt mikið á sig fyrir, og hann hafði réttlætanlega verið hreykinn af, hafði ver- ið algjörlega eyðilögð með prentvillu í þýðingarmestu setningunni, hafði hann ákveðið að gæta ýtrustu varúðar í þess- um efnum. Hann krafðist þess að fá að sjá lokapróförk á hverju kvöldi, áður en hann leyfði, að grein, sem birtast ætti næsta dag, yrði prentuð. Þetta var napurt kvöld snemma vetrar, og kaldur næðingur fór um hann, þegar hann gekk yfir Rue Montmartre í áttina til breiðgatnanna. Hugsunin um tómu her- bergin hans var ónotaleg, og hann beygði til hliðar, þar sem hann var kominn að veitingahúsi. Settist hann þar niður við afvikið borð og bað um heitan drykk. Hann drakk hann í skyndi, því að það átti að fara að loka, og ljósin höfðu þegar verið slökkt í veitingastofunni; því næst lagði hann lítinn silfurpening á borðið við hliðina á glasinu, handa þjóninum, stóð upp og fór að leita að stafnum sínum. í þessum svifum sá Hector mann laum- ast hljóðlega að borðinu og þrífa pening- inn, sem hann hafði skilið eftir. Hélt hann sem fætur toguðu niður götuna og fór fyrir fyrsta horn. Eftir að Hector hafði tekið annan pening upp úr vasa sínum handa þjóninum og vakið athy.gli hans á því, hélt hann á eftir þjófnum. Brátt varð það ljóst, að maðurinn, sem hann var að elta, var engan veginn lærð- ur þjófur, og hann þekkti ekki einu sinni hverfið, sem hann flýði um. Hann hljóp áfram í blindni, og æddi um hverja götuna á fætur annarri, hræddur og óttasleginn vegna vitneskjunnar um eftirför þá, sem honum var veitt. Ekki leið á löngu, þar til hann var aftur kominn á þann stað, sem hann hafði lagt af stað frá. Þessi einkennilega hegðun jók áhuga Herberts fyrir að ná í manninn, svo að'hann gæti komizt að raun um ástæðuna fyrir þess- um kenjum og sérvizku hans. Heetor var kunnugur öllum afgötum og útgötum í hverfinu, og gat hann með slyngari brögðum og hraðara göngulagi haft hendur í hári þessa bansetts dóna, sem reyndi að komast undan honum, við næsta götuhorn. Ljósker hékk uppi fyrir ofan þá, þar sem þeir stóðu saman, meðan Hector hrópaði hörkulega: „Skilaðu aftur peningnum mínum!“ En þá, þegar hann kom auga á andlit mannsins, varð honum öðruvísi innan- brjósts. Maðurinn stóð þögull og hnokinn, ímynd tómrar, vonlausrar eymdar. Hann var ungur maður, en fremur grannvaxinn, og hið föla, hvíta andlit hans var í fullkominni andstæðu við svart hár hans og yfirskegg. Það var ömurlega dapurlegt andlit á að sjá, það aumkunar- verðasta, sem Hector hafði nokkurn tíma séð; föt hans voru sömuleiðis slitin og rifin. — Án þess að mæla eitt orð af vörum, rétti hinn óhamingjusami náungi Hector peninginn, meðan örvæntingarsvipurinn lýsti sér betur og betur út úr augum hins volaða manns og skyndilega fannst Hector, að hann sjálfur væri glæpa- og afbrota- maðurinn, þar sem hann stóð frammi fyrir hinum þögula, ákærða manni. Hann tók buddu sína upp úr vasanum og setti hinn stolna pening niður í hana; síðan þrýsti hann buddunni í flýti í hönd mannsins, snéri sér við og fór burtu. Tíu ár liðu. Það voru ár þrotlausrar vinnu og sífelldrar baráttu fyrir Hector, en að lokum hafði hann áunnið sér álit- lega stöðu í blaðamennskunni og í heimi listanna. Ritdómar hans voru ekki rengdir. Greinar hans um bókmenntir og listir voru Iesnar og allsstaðar í þær vitnað, og hinir f jölmörgu lesendur hans biðu þeirra með mikilli óþreyju. Engir aðrir ritdómar fólu í sér í eins ríkum mæli einlægni, hæfni og heilbrigða dómgreind. Samt hvíldu enn á Hector merki fyrstu VETZTU—? í. Hvað þýðir orðið orðgífur ? 2 .Hvaða íslenzkt orð er það, sem notað er sem alþjóðaheiti á hverum? 3. Eftir hvem er þetta erindi: Aldrei fellur á þig ryk fyrir innri sjónum minum. Átt hef ég sælust augnablik í sterkum örmum þínum. 4. Eftir hvem er Manfred, og hver þýddi hann á íslenzku? 5. Hvenær réði Ólafur Tryggvason Noregi ? yfir 6. Hvort er meira að flatarmáli á borði jarðar, land eða sjór? yfir-' 7. Hvað er Irak? 8. Hvaðer Kuomintang? 9. Hver var kallaður „galdramaðurinn í Menlo Park“? 10. 1 hvaða lagaflokki er Dans Anitru? Sjá svör á bls. 14. baráttuáranna, þrátt fyrir núverandi vel- gengni, og þetta var sérstaklega áberandi í hryggðarsvipnum, sem alltaf hvíldi yfir honum og var orðinn einkennandi fyrir hann. Þessi skrípaleikur mannanna, sem hafði verið verk hans að kynnast um æv- ina, er svo fullur af sorglegum atburðum, sem þeir sjá og kynnast, er gjægjast bak við tjöldin! Það var samt sem áður ekkert í fari hans, sem.bar vott um hryggð, þegar stóra vorlistasýningin var opnuð fagran morgun í maímánuði. Hector gekk fjörlega inn í veitingahúsið Ledoyen, þar sem margir myndhöggvarar, málarar og þlaðamenn voru saman komnir, þar sem þeir ræddu af ákafa um hinar helztu listsýningar, ágæti þeirra og lesti. Allt var á iði og hreyfingu í herberginu, þegar hánn kom inn. Á sinn vanalega kæruleysislega hátt, en þó einlægan og vingjarnlegan, heilsaði hann öllum með handabandi, sem stóðu upp til að heilsa honum; því næst, eftir að hann hafði sezt við litla borðið, sem hann alltaf sat við, gaf hann sig á tal við tvo vini sína, sem biðu komu hans, þeir Paul Nielssery, hinn ungi landslagsmálari og Charles Zirtius, hinn snjalli vatnslitamál- ari. — Þessir þrír vinir voru alltaf ham- ingujsamir saman; þeir höfðu sama smekk, sömu ást á listum og sama hatur og óbeit á öllu, sem er auðvirðilegt og einskis virði. „En hvað þú ert sæll í dag, Hector,“ hrópaði Paul. „Hefurðu komizt yfir fjár- sjóð? Eða hvar hefirðu verið?“ „Ég hefi verið þar, sem allur heimurinn hefir auðvitað verið,“ svaraði Hector. „Ég hefi verið að skoða málverkin og högg- myndirnar. Það er eitt, sem er alveg frá- bært, dásamlegt listaverk. Það hefir gefið mér innblástur, sem mun verða mér eilífur!" Hinir tveir félagar hans litu upp, gripnir þeim áhuga, sem einkennir listamenn, og margir við næstu borð þögnuðu, svo að þeir gætu heyrt með sínum eigin eyrum dóm hins fræga gagnrýnanda, sem allir myndu lesa í blöðunum á morgun. „Það er margt ágætt á þessa árs vor- listasýningu; en það er eitt listaverk, sem að mínum dómi ber ægishjálm yfir allt annað þar. Það er listaverk þeirrar teg- undar, sem maður rekst aðeins á einu sinni á tíu árum. Ég býst við, að þið vitið, við hvað ég á, en það er „Rekald“ Jean Meuniers." Ánægjukliðurinn frá borðunum í kring sýndi, að aðdáun Hectors á verki hins unga myndhöggvara hafði fallið í góðan jarðveg hjá öllum, sem heyrðu til hans. Þessir þrír vinir héldu nú áfram máltíð sinni, allir í bezta skapi og skemmtu sér hið bezta; og almennar umræður voru teknar upp .um allt herbergið. Þegar þeir ætluðu að fara að drekka kaffið, reis Charles Zirtius úr sæti sínu, gekk út í hinn enda herbergisins og kom aftur með mann, á að gizka þrítugan, lag- legan og velbúinn, augsýnilega heiðurs- Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.