Vikan - 12.04.1945, Qupperneq 2
2
VTKAN, nr. 15, 1945
Pósturinn I
Kæra „Vika“!
Við sitjum hér þrjár ungar stúlk-
ur á Fáskrúðsfirði, sem langar mjög
mikið til að vita örlítið um framtíð
okkar, en hér er því miður engin
spákona, sem hægt er að flýja til. Eln
við höfum heyrt getið um spákonu,
við vitum ekki hvað hún heitir, en
hún er frá Siglufirði, og er víst sér-
stök í sinni röð, segir sagan, hún
hefir ferðast um mikinn hluta lands-
ins til að spá fyrir fólk, en hefir ekki
komið hingað til Fáskrúðsfjarðar, en
við erum þó vissar um að ef hún
kæmi hingað mundi aðsóknin ekki
verða minni hér en annars staðar.
Við vitum, „Vika“ litla, að þú hefir
ráð undir rifi hverju og veizt kann-
ske eitthvað um þessa konu. Kann-
ske þú vildir hjálpa okkur og fá hana
til að snúa sér hingað austur. —
Ekki er sama hver er!
Yngismeyjar.
Svar: Ekki höfum við heyrt þess-
arar ,,spi!'onu“ getið, en látum bréf-
ið f>kka i „Póstinn“, svo að hún
geti séð það og tekið málið til „vin-
samlegrar athugunar".
Kæra Vika!
Mig langar að biðja þig að ráð-
leggja mér, hvað ég á að gera. Ég
er í skóla og er mjög hrifinn af
stúlku sem er með mér í bekk, og
langar mig mjög að kynnast henni
vel, en ég er frekar óframfærinn. Ég
vona að þú svarir mér vel, og þakka
ég þér fyrirfram mjög vel fyrir svar-
ið sem ég vona að komi í næsta
blaði.
Óframfærinn.
Svar: Það er ekki auðvelt að gefa
rétt ráð, þegar um svona persónuleg
„vandamál" er að ræða. Við höldum
að eitt ráðið sé að reyna að yfirbuga
óframfæmina og gera tilraun til að
komast að því, hvort stúlkunni er
nokkuð líkt innanbrjósts og þér sjálf-
um. En auðvitað verður þetta að ger-
ast með fullri kurteisi og næ’-gætni,
þvi að annars er ekki hægt að uúast
við góðum árangri.
16. marz 1945.
Kæra Vika!
Getur þú frætt mig á, hvað kosta
saxofónar, og hvar þeir fást, og hve
margar tegundir eru til af þeim.
Laggi.
Svar: Saxofónar hafa ekki verið
fluttir irm í lengri tíma, en í Hljóð-
færahúsinu hafa öðru hvoru fengist
notaðir Saxofonar og hefir verðið
verið 2—3000 kr. Ýmsar tegundir eru
til, Alt, Tenor o. fl.
Kæra Vika mín!
Þú leyhtir nú svo vel úr spurning-
um mínum með bækumar, sem ég
spurði þig um ekki alls fyrir löngu.
Ég mætti þess vegna ekki biðja þig
að spyrja fyrir mig eftir eftirtöldum
bókum og hvað þær kosti hver fyrir
sig. Bækurnar eru þessar.
1. Dularfulli Grámunkurinn. 2.
Fundurinn í ferjuhúsinu. 3. Grímu-
klæddi grímumaðurinn. 4. Svikamyll-
an. 5. Ást og afbrýði. 6. Blóðhefnd.
7. Tómhentur.
Með fyrirfram þökk fyrir svarið.
Bókavinur á sjúkrahúsi.
Svar: Þessar bækur fást a. m. k. í
Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar,
(allar nema „Tómhentur") og kosta:
1. 10 kr., 2. 10 kr., 3. 20 kr., 4. 10 kr.,
5. 20 kr. og 6. 12 kr.
Flateyri 16. marz 1945.
Kæra Vika mín!
Mig langar að komast í bréfasam-
band við pilt eða stúlku á aldrinum
16—18 ára.
Ásmundur Guðmundsson, Flateyri
við Önundarfjörð.
Akureyri, 24, marz.
Kæra Vika!
Mig langar til að biðja þig að
grennslast eftir því fyrir mig, hvort
mekkanó fáist í bænum, númer hvað
þau eru, í hvaða verzlunþau fást, og
hvað þau kosti? 1. H.
Svar: Eftir því, sem við komumst
næst er mekkanó ekki til í Reykjavík
núna.
Kæra Vika!
Ég er nýlega búin að gerast áskrif-
andi að þér, og mér líkar prýðilega
við þig. Mér þykir mjög gaman að
síðunni um heimilið, en mig langaði
til að það væri svolítið meira af
tizkumyndum. Jæja, það er nú ekki
vist að allir vildu það. En svo er að
segja um fréttamyndirnar, mér finnst
þær skemmtilegar, þegar þar eru
myndir af fallegum leikurum, mér
finnst svo gaman að leikurum. Og
svo er eitt, sem mig langar mjög til,
það er það að nýustu dansiögin væru
birt í Vikunni. Það er ekki víst að
þið getið uppfyllt þessa ósk mína. Ég
held ég fari nú að hætta þessu klóri.
Svo óska ég Vikunni alls góðs.
Þin einlæg vinkona.
Bogga.
Kæra Vika!
Ég hefi gerst kaupandi Vikimnar
frá og með síðustu áramótum, og hefi
ég í þeim 9 blöðum sem hafa borizt
mér í hendur fundið mikinn fróðleik
og margt skemmtilegt aflestrar. Þér
veitist svo auðvelt að ráða ýmsar tor-
skildar hugsanir. Mig hefir lengi lang-
að til að vita frá hvaða landi úiið
mitt er. Það er auðkennt: Bulova.
Flyt ég þér hérmeð beztu þakkir
fyrir væntanlegt svar, og óska þér
allra heilla. Eyjarskeggi.
Svar: tírið mun vera frá Ameríku,
en verkið svissneskt. Frh. á bls. 15.
Þessari hjúkrunarkonu, sem er úr her bandamanna á meginlandinu, finnst
það hressandi, innan um hörmungar og eymd, að halda sér dálítið til.
Vaniim er ríknr!
Stína: Er það satt, að það hafi
slitnað upp úr trúlofun ykkar Finna
um helgina?
Jóna: Já, og ég er búin að vera trú-
lofuð tveimur öðrum í vikunni, en því
er öllu lokið líka — maður hefir van-
ist svo á að skipta, að maður er bú-
inn að breyta til áður en varir.
Vindla- og
Cigarettukveikjarar
— nokkrar tegundir, þar á meðal GLÓÐAR-kveikjarar. Það getur komið
sér mjög vel að eiga kveikjara. — Lögur á þá og tinnusteinar. —
Blýantur og kveikjari einn og sami hlutur.
Sendur gegn póstkröfu.
Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.