Vikan


Vikan - 12.04.1945, Side 3

Vikan - 12.04.1945, Side 3
VIKAN, nr. 15, 1945 Landslag eftir Asgrtm Jónsson. Asgrímur Jónsson rnáíarí Framhald af forsíðu. Fjalla-Eyvindar var, er hann lagði hönd að verki, og eru enn til gripir á landi hér eftir hann, sem sanna það, riðaðar körfur úr tágum og hlutir úr tré. Faðir Ásgríms var Jón Guðnason, Þing- eyingur; og var hann alinn upp á Ishóli fremst í Bárðardal, einna næst óbyggðum og Ódáðahrauni. Þaðan fór hann suður í Hreppa og kvæntist þar, en hóf svo bú- skap, við lítil efni, í Flóanum, með hinni sunnlenzku konu. Jafn snemma og Ásgrímur komst á legg, fór hann að hafa mikið yndi af að teikna og að móta allskonar myndir úr mold og leir. Annað efni var ekki fyrir hendi, en tilhneigingin rík til þessarar viðleitni. Jón, faðir drengsins, sagði: „Hann á að verða málari.“ Hann hafði sem sé þekkt eða séð Ásgrím Gíslason málara í Þing- eyjarsýslu og eitthvað af verkum hans. — Og Ásgrímur litli hélt áfram að teikna í frístundum sínum, myndir upp úr Biblíu- sögunum og fleira slíkt. Fjórtán ára gamall réðst hann svo til hinna alkunnu Nielsenshjóna á Eyrar- bakka, en heimili þeirra var víðfrægt fyrir menningu og góðvild húsráðendanna, og þessi vist Ásgríms þar varð þýðingarmikil fyrir hann, ekki sízt fyrir það, að þau hvöttu hann til að reyna að fara utan til náms, til að „sigla“ eins og það þá var kallað. Annar maður, sem Ásgrímur minn- ist jafnan með virðingu og þakklæti frá bemskuárunum, er séra Jón Steingríms- son í Gaulverjabæ (faðir Steingríms raf- magnsstjóra). Hann hélt uppi bamaskóla, og þar fékk Ásgrímur sína fyrstu fræðslu utan heimilisins. 1 þann tíð urðu böm fá- tæka fólksins oft lægri í skólaröðinni en böm hinna efnuðu og fengu jafnvel stimd- um lakari vitnisburð en þeim bar að réttu lagi. Þegar kennarinn hafði gefið Ásgrími einkimn fyrir skriftina, þá kom klerkur og sagði: „Hann á að fá meira fyrir þessa skrift, drengurinn“ — og einkunnin var hækkuð. Þetta jók traust drengsins og trú hans á sjálfum sér og hæfileikum sínum. Ekki raðaði séra Jón Steingrímsson bömunum eftir efnum og ástæðum for- eldranna við fermingarathöfnina, heldur lét þau draga um, hvar þau ættu að standa á kirkjugólfinu — og drengurinn úr hjá- leigunni dró númer 1. Jafnframt því sem Ásgrímur vann alla heiðarlega vinnu í æskunni, hélt hann áfram að teikna og fór jafnvel að mála myndir. Svo réði hann sig vestur á Bíldu- dal, til Péturs Thorsteinssons útgerðar- manns og málaði þar í frístundum, og þar seldi hann fyrstu málverkin sín. Telur hann að sum þessara æskuverka hafi verið furðanlega góð. En svo frétti hann þangað vestur, að unglingur úr Hmnamannahreppi, Einar, sonur Jóns á Galtafelli, væri sigldur til Kaupmannahafnar að læra að verða mynd- höggvari, og þá þoldi hann ekki lengur mátið og fór á eftir. Þar sem efnum var engum af að taka, varð hann að vinna fyrir sér alla daga, en gekk svo í teikni- skóla á kvöldin; hann var tápmikill og hraustur á þessum árum og þoldi allt. — Þeir þurfa minna á sig að leggja sumir unglingamir islenzku núna, sem fara utan til náms, og sumir með fullar hendur f jár. — Þannig liðu 2—3 ár, en þá komst Ásgrímur á listaháskólann, undir hand- leiðslu ágætra prófessora. Þó minnist hann jafnan á docent Grönvold, sem sinn ágæt- asta kennara á þessum skólaárum. Hafði Nátttröllið á glugganum, eftir Ásgrím. Þessi mynd og hinar þjóðsagna- myndimar, sem fylgja greininni, eru úr hinni prýðilegu þjóðsagnaútgáfu, „Islenzkar þjóðsögur og ævintýri", Einars Ól. Sveinssonar, sem Leift- ur hefir gefið út, með mörgum myndum eftir Islenzka listamenn. Framhald á bls. 7. Ásgrimur Jónsson: Gilitrutt. (Myndin er úr „Islenzkar þjóðsögur og ævintýri").

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.