Vikan - 12.04.1945, Síða 7
VIKAN, nr. 15, 1945
ASGRÍMUR JÓNSSON
máíatí. Framh. af 3. síðu.
Ahgiuuui Juiibbuu: ALjan barna faðir í álfheimum. (Myndin er úr „ls-
lenzkar þjóðsögur og ævintýri").
—0—.u junsbua: Mjoaijarðarskessan. (Myndin er úr „Islenzkar þjóð-
sögur og ævintýri").
hann stundað nám sitt hjá hinum fræga
franska málara Ingres og var mætavel að
sér, en auk þess félagslyndur og vænn
maður. I þrjú ár var Ásgrímur á listahá-
skólanum, frá 1899—1901.
Svo líða fá ár við þrotlaust starf að
málverkum, og fáum árum eftir aldamótin
opnar Ásgrímur málverkasýningu í
Reykjavík, í litlu, gömlu húsi á grunni
þeim þar sem Útvegsbanki íslands stendur
nú, og var sýningunni ágætlega tekið.
Líklega hefir þetta verið fyrsta málverka-
sýning, sem haldin hefir verið á íslandi.
Og eins var það út um landið, þar sem
Ásgrímur fór um og málaði, að menn stóðu
hugfangnir, því neitt þessu líkt höfðu þeir
aldrei áður séð. Gamall bóndi, austur í
Öræfum, horfði lengi á vatnslitamyndirn-
ar af hinum töfrandi viðfangsefnum lands-
ins og málarans og velti fyrir sér, hvaða
tilgang þetta hefði að vera að búa svona
hluti til. „Þetta er víst einhver tegund af
föðurlandsást," sagði hann svo, — og má
það til sanns vegar færa, um verk hinna
fyrstu meistara okkar, hinna þriggja stóru,
Einars Jónssonar, Ásgríms og Kjarvals,
sem hafa numið aðferðir sínar við erlend-
ar menntastofnanir, en eru þó fyrst og
fremst íslendingar og ekkert annað í verk-
um sínum.
Ásgrímur Jónsson náði undir eins föst-
um tökum á viðfangsefnum sínum, um það
vitna hinar aðdáanlegu myndir hans úr
íslenzkum þjóðsögum, sem hann málaði
skömmu eftir skólagöngu sína í Höfn. Má
þar á meðal nefna „Djáknann á Myrká“,
„Nátttröllið á glugganum", „Galdramenn-
ina í Vestmannaeyjum", „Drauginn á
kirkjugarðsveggnum“, „Martröð" og „Una
álfkona“ o. fl. Má harma það að þær mynd-
ir skuli ekki vera fleiri. Hygg ég að aldrei
ha,fi verið komizt nær hjartastað íslenzkra
þjóðsagna.
Þá málaði hann einnig á fyrsta áratug
aldarinnar, mikinn f jölda vatnslitamynda,
aðallega landslagsmyndir — og flestar úr
Skaftafellssýslu. Hygg ég margar þeirra
vera með því glæsilegasta, sem gert hefir
verið á sviði málaralistar hér á íslandi.
Fer þar saman þróttmikil teikning og mjúk
og mild litameðferð. „Það er listamannsins
að samræma ósamræmið í náttúrunni,“
sagði Þorsteinn Erlingsson eitt sinn við
Ásgrím, í sambandi við þessar myndir, en
Þorsteinn er einn þeirra manna, sem Ás-
grímur hefir mestar mætur á vegna mann-
kosta og skarpskyggnis. Ungir listamenn
áttu hauk í homi, þar sem hann var —
og hann tók Ásgrími opnum örmum. Það
er klassísk ró yfir verkum Ásgríms Jóns-
sonar frá þessum árnrn, er hann var ný-
kominn heim eftir hina löngu dvcl sína
erlendis. Honum gekk undir eins vel að
selja málverk sín og Alþingi veitti hon-
um nokkurn stjrrk á fjárlögum í viður-
kenningarskyni.
Árið 1908 lagði hann út í veröldina á ný,
í þetta sinn til Italíu, sem lengi var — og
er enn — draumaland allra listamanna.
Þar dvaldi hann árlangt, aðallega í Róm
og Firenze, þar sem f jölskrúðugustu mál-
verkasöfnin eru. Einnig dvaldi hann
í Sorrento og í Rocco di Papa, —
sem Þórhallur biskup nefndi „Páfa-
björg“.
Er hann kom úr Italíuför sinni, 1909,
málaði hann stærstu mynd sína — Heklu
— þá sem nú hangir í hinum nýja, stóra
móttökusal forseta Islands á Bessastöðum.
Er hún mikið verk og fagurt, og vakti að
vonum mikla athygli á Ásgrími málara
bæði hér heima og erlendis, er hún var
sýnd þar.
Síðan hefir Ásgrímur lifað flest sín æfi-
ár hér á Islandi, og starfið hefir verið lífs-
gleði hans, jafnframt sem það hefir glatt
alla þá, sem séð hafa og skilið verk þessa
meistara. Hann er maður hverdagsgæfur
og gjörsamlega yfirlætislaus, og ekkert er
honum jafn fjarlægt eins og hvers konar
auglýsingaaðferðir eða áróður fyrir sjálf-
um sér, þar er heill maður á bak við hvert
verk. En enda þótt hann sé svo lítið fyrir
að láta á sér bera, þá ber hann þó hæst,
og hin vönduðu, samvizkusamlega gerðu
handaverk hans munu forða nafni hans frá
gleymsku meðan myndir verða málaðar á
íslandi. Vamm sitt má hann ekki vita,
hvorki sem maður né málari.
Frá því að Ásgrímur Jónsson kom heim,
að afloknu námi, hefir hann ferðast um
á hverju ári. Viðförull verður hann naum-
ast talinn á landi hér, því heita má að starf
hans allt sé bundið við Suðurland, frá
Hornafirði til Borgarfjarðar. Hann hefir
tekið ástfóstri við staði eins og Fljótshlíð,
Þjórsárdal, Þingvöll og Húsafell, svo að
fáir staðir séu nefndir. Þaðan hafa komið
fyrirmyndir margra ágætra verka frá hans
hendi.
Um langt skeið var það — að heita
mátti — föst venja, að Ásgrímur málari
opnaði sýningu í höfuðstað landsins á
pálmasunnudag, og var þeim alla tíð vel
tekið og þóttu viðburður í hvert sinn. Nú
á seinni árum hafa sýningarnar orðið
strjálli, vegna þrálátra veikirida lista-
mannsins, sem þolir illa hið duttlungafulla
íslenzka veðurfar.
Er nú meir en kominn tími til að haldin
verði yfirlitssýning á verkum Ásgríms
Jónssonar, þess listamannsins okkar, sem
hefir átt lengstum og haldbeztum vinsæld-
um að fagna um fast að því hálfrar aldar
skeið. Nú þyrfti slík sýning ekki að stranda
á húsnæðisleysi, þegar listamennirnir eiga
sjálfir sýningarskála. ,
Ragnar Ásgeirsson.