Vikan - 12.04.1945, Side 8
8
VIKAN, nr. 15, 1945
Margt er manna bölið -
Teikning eftir George McManus.
Þórður: Ef þú værir búinn að vera eins lengi í
hjónabandi og ég, Gissur, þá mundirðu ekki segja,
að lifið væri leikur —
Gissur: Ég átti við það, hvað mér finnst fólk
vera skrítið og skal segja þér nokkur dæmi um
það —
Maður, sem þykist vera dýravinur, skilur
hundana sína eftir í bíl, meðan hann sjálfur fer
að horfa á kvikmynd —
Maðurinn, sem alltaf ætlar vitlaus að verða, ef það
kemur fyrir, að strætisvagninn er á eftir tímanum, fer
aldrei á réttri stundu til vinnunnar —
Konan: Vaknaðu maður! Vaknaðu!
.Telpan: Hann er kannske dáinn —
Snyrtimennið, sem er kurteisin sjálf, þegar hann
er utan heimilis með konunni sinni, verður allur
annar maður, strax og hann er kominn heim. Þá
hrópar hann: Burstaðu hattinn minn! Hvar eru
inniskómir? Komdu með tóbakið! Eru engar eld-
spýtur til?
Og nestið í ferðalögum
nema flugunum!
öllum þykir það vont
Sá, sem stjómar samsætinu eyðir klukkutíma í að
segja frá því, að enginn megi tala lengur en í fimm
mínútur. Hann segir svo oft ,,að lokum“, án þess að
hætta, að áheyrendum er að verða öllum lokið, þegar
hann er búinn að ljúka sér af —
Manni er boðið í samkvæmi til þess að skemmta
sér — frúin segist eiginlega ekki hafa ætlað að
syngja, en svo syngur hún og syngur — fólkið
klappar eftir hvert lag — hún misskilur það og
heldur áfram endalaust —
Þegar maður ætlar að fá sér kaffisopa og eitt-
hvað að borða, þá er hvorki bolli né diskur til óupp-
þveginn —
Konurnar hóta alltaf, þegar þær eru í illu skapi,
að fara heim til mömmu — en þær sitja samt heima
og fara hvergi, þrátt fyrir hótanirnar. 1 stað þess
kemur tengdamamma og sezt upp á heimilinu, eigin-
manni dótturinnar til afþreyingar!
Fólk, sem þykist hafa litið inn, af því að það
átti leið fram hjá og má ekkert vera að því að
stanza, hangir allt kvöldið og fer ekki fyn- en
einhvemtíma eftir miðnætti
Fari maður í veitingahús til þess að fá sér mat
eða kaffi, er ekkert líklegra en maður lendi við
hliðina á einhverjum dóna, sem enga mannasiði
kann og hefir hattinn og allt sitt háfurtask upp á
borði —
\
Og hvemig stendur á því, að minnsti maðurinn i
hljómsveitinni spilar oftast á stærsta hljóðfærið?