Vikan - 12.04.1945, Side 13
VIKAN, nr. 15, 1945
13
Felumynd.
„En hvað það er falleg stúlka, sem gengur
þama!“
„Hvar? Ég sé ekki nokkum mann!“
e :
| Dægrastytting |
iitiiiitiiitaimiMimiiiiiiiumiiiiia uiiiiiiiiniiiiniitiiimiimiiiiiii*i>'k
Austantórur.
Jón Pálsson, fyrrverandi aðalféhirðir, er einn
þeirra manna, sem óþreytandi hefir verið í þvi
að safna þjóðlegum fróðléik, skrá allskonar efni
af því tagi og bjarga því þannig frá glötun. Á
?inni löngu og starfsriku ævi hefir því safnazt
hjá honum geysimikið af handritum. Hefir nú
Víkingsútgáfan tekið að sér að gefa út eitthvað
af safni þessu, en Guðni Jónsson magister að búa
það undir prentun. Fyrsta heftið er komið út.
Jón Pálsson er fæddur 3. ágúst 1865 að Syðra-
Seli í Stokkseyrarhreppi. Eystra stundaði hann
störf til sjávar og sveita, var verzlunarmaður i
mörg ár og organisti og kennari, en fluttist um
aldamótin til Reykjavíkur og hefir þar gegnt
mörgum trúnaðarstörfum. Guðni Jónsson segir í
formála m. a. um safn hans: . . . Handrit hans
em nú orðin geysimikil að vöxtum og um harla
sundurleit efni. En magn þeirra og megin eru þó
hin þjóðlegu fræði. Þar sitja í fyrirrúmi þættir af
merkum eða einkennilegum mönnum, frásagnir
af ýmsum sögulegum átburðum, vinnubrögðum
til lands og sjávar og sveita, ýmisskonar þjóðhátt-
um og þjóðtrú og alþýðlegum reynsluvísindum. Þar
er og allmargt þjóðsagna, sem eigi eru til annars
staðar. Skrítlur af ýmsu tagi skipta þúsundum.
Yfirleitt er safn þetta svo auðugt, að ekki sér
högg á vatni, þótt af sé numið eitt hefti sem
þetta er . .
Þetta hefti hefst á þætti um Brand Magnússon
í Roðgúl og niðja hans. Næsti þáttur er um
Kolbein Jónsson í Ranakoti og fylgja honum
athugasemdir eftir G. J. Siðan er all-langur kafli
um Þorleif Kolbeinsson á Stóru-Háeyri. Þar eru
og nokkrar sagnir um Þorleif, skrásettar af Árna
Pálssyni prófessor. Þá eru „Veðurmerki og veður-
spár í Ámessýslu" og svo eftirmáli höfundarins.
Er þetta allt hinn skemmtilegasti fróðleikur og
aðgengilegur almenningi.
Það er frágangssök að reyna hér að lýsa efni
þessarar bókar, svo mikið er í henni sitt af
hvom tagi, en til fróðleiks skal þaðan tekin stutt
mannlýsing úr einum eftirtektarverðasta kaflan-
um: „ . . . Þorleifur á Háeyri var, sem áður segir,
smár vexti, en gildur á velli, munnviður, með
mikið hár á höfði og skegg á vöngum, hátt enni
og söðulbakað nef. Augun vora gáfuleg mjög og
mild, hýrleg og skýr, enda var hann spekingur
að viti. Hann var óvenjulega mikill framfara- og
hugsjónamaður á sinni tíð. Skáldmæltur var hann
vel sem bræður hans sumir, en hann varaðist að
láta neinn nema það, sem hann orti, fór aðeins einu
sinni með hvert kvæði eða vísu. Margt af þvi
var alvarlegs efnis, til áminningar eða viðvörun-
ar, en fleira þó spaugi blandið um menn og mál-
efni líðandi stundar, en yfirleitt var það allt
Faldci gullið.
BARNASAGA
Uppi í sveit bjó fátæk kona, sem
átti son, og hann var því miður svo
hræðilega latur.
Drengurinn hét Davíð, og það eina,
sem hann kærði sig um, var að reika
um þorpið og brjóta heilann um,
hvemig hann gæti í hvellinum orðið
svo ríkur, að hann þyrfti aldrei meira
að vinna.
Því að hann var auðvitað neyddur
til þess að vinna eitthvað, þó að hann
væri mjög svo tregur til þess, annars
gat hann ekki fengið mat og klæði.
„Davíð, viltu ekki hjálpa mér dá-
lítið í garðinum í dag,“ sagði móðir
hans, sem reyndi að vinna eins og
hún gat. „Þetta lítur mjög illa út,
og ég er sannfærð um að við gætum
unnið okkur inn marga peninga með
blómum okkar og grænmeti, ef þú
bara vildir hirða það betur."
Davíð varð auðvitað að hjálpa til,
þar sem honum þótti mjög vænt um
móður sína; en verkið gekk samt svo
illa að það var mesta skömm, því að
þau gátu vel haft góðar tekjur af
garðinum.
Báðum megin í garðinum stóðu tré,
annað var eplatré og hitt perutré,
og einu sinni höfðu þau borið mikinn
og góðan ávöxt; en með hverju ár-
inu, sem leið, urðu ávextimir verri
og minni; það var vegna þess að
garðurinn var aldrei nógu vel stung-
inn upp, illgresið var aldrei reytt og
ekki var borinn á neinn áburður.
„Ó, að við væram rík!“ andvarp-
aði Davíð, og svo sagðí móðir hans:
„Þú hugsar aldrei una annað; en
þá gætirðu líka reynt að finna gull
álfanna!"
„Hvar er það?" spurði hann
ákafur.
„Já, það veit enginn; en ef þú
getur fundið litla skógardverginn, sem
geymir það, þá getur hann sagt þér
frá því."
„Hvar get ég hitt hann?“
„Þú verður að fara út í skóg um
miðnætti og leita að honum; en þeg-
ar þú sérð hann verður þú að horfa
á hann í fimm mínútur án þess að
líta af honum; ef þú litur til hliðar
eitt einast skipti, hverfur hann sjón-
um þínum, og þú sérð hann aldrei
framar."
„Þá ætla ég að reyna að finna
hann!" sagði Davíð. „Getur hann þá
sýnt mér hvar gullið er?“
,J3f þú horfir stöðugt á hann og
spyrð hann að því, þá er hann neydd-
ur til að svara þér; þá getur þú sjálf-
ui* séð um að finna það,“ sagði móðir
hans.
Davíð ákvað að fara út sömu nótt-
ina; og þegar klukkan var rúmlega
ellefu læddist hann hljóðlega út úr
húsinu. Tungiið skein, svo að það
var næstum því eins bjart og um
dag; en þegar hann kom í skóginn
varð dálítið dimmara.
En Davíð gekk samt áfram og var
kjarkgóður; og allt í einu sá hann
lítinn mann í rauðum fötum, sem kom
gangandi; í hendinni hélt hann á
rauðri húfu, sem var full af gljáandi
gullstykkjum.
„Hvar á ég að fela það,“ muldraði
maðurinn, og nokkrir litlir hérar
stukku við hliðina á honum eins og
til þess að hjálpa honum til þess að
finna felustað.
„Gefðu mér gull álfanna!" sagði
Davíð og starði á dverginn.
„Ó, varaðu þig!“ hrópaði hann.
„Tréð er að detta á þig!“
Davíð ætlaði að fara að gá að
því, en hann mxmdi þá, hvað mamma
hans hafði sagt honum, og hann hélt
áfram að stara á dverginn.
„Láttu bara tréð eiga sig," sagði
hann, „gefðu mér heldur gullið!"
Dvergurinn reyndi nú á allan hátt
að fá Davið til þess að líta undan,
en þegar það var árangurslaust, and-
varpaði hann að lokum og sagði:
„Þú veizt víst ekki, að það er fullt
af gulli I garðinum hennar móður
þiijnar? Ef þú grefur eftir því þar,
einkum á milli rótanna á stóru trján-
um, muntu finna mikið af því!“
Davið varð mjög glaður, þegar
hann heyrði þetta; hann vissi, að
skógardvergurinn sagði aldrei ósatt,
og hann þakkaði litla manninum og
flýtti sér heim.
Snemma næsta morgun fór Davið
á fætur og fór að grafa í garðinum.
Móðir hans gladdist yfir því, hvað
hann var iðinn, og til þess að gleðja
hana enn þá meira fór hann að reyta
i burtu illgresið af beðunum og vökv-
aði blómunum vel. En alltaf var hann
að hugsa:
„Bíðum bara þangað til ég finn
gullið, þá skulum við aldrei vinna.
meira!"
En hvorki þennan dag né næstá
dag fann hann nokkur merki gulis;
en aftur á móti fóra blómin og jurt-
imar að vera svo fallegar og stórar,
og móðir hans gat selt mikið af þeim
og græddi vel á þvi. En Davíð lét
samt ekki hugfallast, en hélt áfram
að grafa og varrn á hverjum degi í
garðinum, svo að allir hældu dugn-
aði hans og iðni.
Ávextir trjánna fóra að þroskast,
og eplin og peramar úr aldingarði
Davíðs urðu stærri og betri en af
nokkram trjám i allri sveitinni, svo
að þau gátu selt ávextjna og grætt
mikla peninga á því. Þau voru alls
ekki fátæk lengur, og Davíð fór að
gróðursetja önnur tré og rækta garð-
inn á bezta hátt.
Dag nokkum löngu seinna sat hann
og var að tala við móður sína um
það, hvað allt gengi þeim nú vel, og
hann sagði frá skógardverginum, og
hvað hann hafði sagt.
„Hann plataði mig alls ekki," sagði
Davíð og hló kátur. „Það var sann-
arlega gull í garðinum okkar — ég
var ba.ra svo heimskur að ég sá það
ekki fyrr — nú, þegar ég fór að
grafa eftir því, tók allt að vaxa og
þrífast svo vel, og fyrir það höfum
við fengið þá peninga, sem við þurf-
um á að halda."
Davíð sá litinn mann í rauðum fötum, hann hélt á rauðri húfu, sem var
full af gulli.