Vikan


Vikan - 10.05.1945, Side 2

Vikan - 10.05.1945, Side 2
VIKAN, nr. 19, 1945 Pósturinn Kæra Vika! Heldur þú vildir vera svo góð að birta fyrir mig eftirfarandi: Ég undirrituð óska eftir bréfasam- bandi við stúlku á aldrinum 10—12 ára, einhversstaðar á landinu. Auður Hinriksdóttir, Helgafelli, Helgafellssveit, Snæfellsnessýslu. Vika mín! Viltu nú ekki vera svo góð að út- vega mér kvæðið „Bikarinn". Ég man nú ekki eftir hvem það er en ég kann tvær línur úr því. Þær eru svona: , Sorg sem er gleymd og grafin grætur í annað sinn. Með fyrirfram þakklæti í þeirri von að þú gerir bón mína. Ljóðelsk. Svar: Bikarinn er eftir Jóhann Sigurjónsson og er svona: Einn sit ég yfir drykkju aftaninn vetrarlangan, ilmar af gullnu glasi gamalla blóma angan. Gleði, sem löngu er liðin, lifnar í sálu minni, sorg, sem var gleymd og grafin, grætur í annað sinni. Bak við»mig bíður dauðinn, ber hann i hendi styrkri hyldjúpan næturhimin helltan fullan af myrkri. Svar til „Möggu, NinU og Þóru“: Ósköp er að vita, hve úrræðaiausar þið eruð! Sannast að segja finnst okkur, að stúlkur þyrftu ekki að Qagnfræðaskóli Reykvíkinga | Þar sem mér hafa borizt fjölmargar umsóknir um $ sæti í 1. bekk skólans n.k. vetur, fyrir nemendur, sem >> aðeins hafa lokið fullnaðarprófi í barnaskóla, skal vakin athygli á því, að Gagnfræðaskóli Keykvíklnga hefir sömu inntökuskilyrði og Menntaskólinn í Keykjavík og starfar að öllu leyti á sama kennslu- stigi og f jórir neðstu bekkir Menntaskólans. Nú, eins og endranær, lætur hann þá nemendur sitja fyrir með skólavist, sem staðizt hafa inntökupróf Mennta- skólans í Reykjavík, en ekki hlotið inngöngu þar. Vottorð með einkunnum og röð umsækjenda við inntökupróf Menntaskólans í Keykjavík, verða að fylgja hverri umsókn og sendist undirrituðum fyrir 15. júlí næstkomandi. Knútur Arngrímsson skólastjóri. vera í vandræðum með þetta, og af því að bréfið opinberar svo vandræða- skap ykkar, þá birtum við það ekki! En leggið þið bara sjálfar höfuðin í bleyti, þá er engin hætta á öðru en þið finnið lausn á þessu! Kæra „Vika“ mín! Ég sé þú leysir svo vel úr öllum spurningum lesenda þinna. Mig lang- ar því til að spyrja þig nokkurra spurninga. 1), Hvar get ég iátið berklarannsaka mig? 2) Mundi það kosta mikið ? Vonast eftir svari í næsta blaði. Einn í vandræðum. Svar: Heilsuverndarstöð Reykja- víkur (Líkn) Kirkjustr. 12, þriðjud. og miðvd. e. kl. 1%—3 og föstud. 5—6. Skoðunin er ókeypis. Kæra Vika! Ég undirrituð óska eftir að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 12—13 ára. Sigríður Guðjónsdóttir, Bollastöð- um, Hraungerðishr. Ámessýslu. SKRÍTLUR. Presturinn: Munið það, kæru böm, að syndina hafið þið drukkið i ykkur með móðurmjólkinni. Einn drengjanna: Þá er ég enginn syndari — ég var aldrei hafður á br jósti! Konan: Hvað er þetta maður, ferðu á fætur um miðja nótt til þess að drekka öl? Hollywood-leikkonan Ann Rutherford. Maðurinn: Ja—já! Mig dreymdi, að ég borðaði saltkjöt og ég varð svo þyrstur að ég mátti til með að ná mér í öl. Óskastundin er komin! Regnboginn er á Laugavegi 74. FLUGFERÐIR I maímánuði mun flugferðum vonun verða hagað svo sem hér greinir, eftir því sem veður og aðrar ástæður leyfa: REYKJAVÍK AKUREYRI — REYKJAVlK: Alla virka daga. Reykjavík — Egilsstaðir — Reykjavík: Tvisvar í viku — á þriðjudögum og föstudögum. Reykjavík — Höfn í Hornafirði — Reykjavík: (með viðkomu að Fagurhólsmýri í Öræfum þegar ástæða er til) vikulega á miðvikudögum. $lu%(MaQ, hítmds k.^. Allt til húsaprýði: Málning. Veggfoður. Yms hreinsiefni. Listmálaravörur. Önnumst veggfóðrun. . Lögum málningu og lökk eftir litavali viðskiptamannanna. Allt framkvæmt af fagmönnum. Sent heim. — Sent gegn póstkröfu. Regnboginn Laugavegi 74. Sími 2288. '■s-'ssos^esseeseeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeoeeoees eeeeeoeeeoeoeeeeoeeeeeeoeeeeoeeeeoeeesesseoeeoooeoos* Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.