Vikan


Vikan - 10.05.1945, Blaðsíða 7

Vikan - 10.05.1945, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 19, 1945 1 Þessi mynd er af rústum hins konunglega danska siglingaklúbbs, en félagsskapur danskra föður- landssvikara unnu þessi skemmdarverk og var ætlun Þjóðverja að fá fólk til að trúa því, að föður- landsvinir hefðu verið þar að verki. Hús klúbbsins eru við Löngulínu i Kaupmannahöfn. „^SSatáfía á)anm etkm’ Sýning í Listamannasálanum. jyriÐVIKUDAGEVN 9. maí verður opnuð merkileg sýning í Listamannaskálan- um. Sýnir hún baráttu dönsku þjóðarinnar á hernámsárunum. Sýning þessi er kölluð „Barátta Danmerkur“. Hafa myndirnar verið sýndar í Frakklandi, Englandi og fleiri löndum og allsstaðar vakið mikla eftirtekt. Sýningin verður opin frá 9.— 15. maí og rennur ágóði hennar til danskra barna. Ludvig Storr aðalræðismaður skýrði blaðamönnum frá þessu á fundi, er hann hélt með þeim á föstudaginn. Þar voru við- staddir forystumenn félaga þeirra, sem starfað hafa að því að koma sýningunni á laggirnar. Voru það Kornerup-Hansen (Danske Selskap), Henry Aaberg (Danne- brog), Georg Nilsen (Frie Danske), Peter Vigelund (Félag Færeyinga) o. fl. Myndirnar, sem sýndar verða, eru um 150 og er þeim skipt í deildir. Þar eru myndir, er sýna baráttu frelsisvina gegn Þjóðverjum, lögregluna verja bústað kon- ungs, Þjóðverja leysa upp dönsku lögregl- una, skemmdarverk, sem unnin hafa verið gegn nazistum, Grænland og stríðið, störf verzlunarflota Danmerkur, danska sjálf- boðaliða í herjum bandamanna, leyniblöð- in, skáldið og þjóðhetjuna K. Munk o. m. fl. Reykvíkingar ættu að f jölmenna á þessa sýningu, sem að nokkru sýnir hina aðdá- unarverðu og drengilegu baráttu Dana á hinum miklu hörmungarárum. Tschaikowsky. Rússneska tónskáldið Peter Iljitsch Tsehaikowsky var ekki „undrabarn“, eins og Mozart og Mendelssohn. En snemma höfðu þó tónarnir mikil áhrif á hann. Hann reyndi að líkja eftir hljóðum klukkunnar, sem stóð á hljóðfærinu. Æskuheimili hans var gott og elskulegt, það var í Wotkinsk í austur-Rússlandi, þar sem faðir hans stjórnaði stórri verksmiðju. Þegar foreldrar Tschaikowsky urðu vör við, að hann var hneigður fyrir tónlist, sáu þau um, að hann fengi kennslu í henni. En það stóð ekki nema stuttan tíipa, því að drengurinn var mjög taugaveiklaður og þoldi í rauninni ekki tónlistina, hún hafði of mikil áhrif á hann. Kvöld eitt, þegar drengurinn hafði farið glaður og ánægður í rúmið, var verið að spila og syngja mik- ið á heimilinu. Barnfóstran kom og var hann þá hágrátandi. Er hún spurði, hvað að honum gengi, svaraði hann eitthvað á þá leið, að tónarnir væru innan í höfðinu á sér og bað um, að þeir yrðu teknir burt! Þá var hann látinn hætta tónlistarnám- inu og það var ekki fyrr en mörgum ár- um síðar, sem hann byrjaði aftur að fást við tónlistina, sem varð ævistarf hans. Skrítlur. Söngkennarinn: Þrjátíuárastríðið stóð i þrjátiu ár, en það hefði kannske staðið mikið lerigur, ef ekki hefði verið saminn friður í Múnster. 1. maður: Gekk dóttur yðar vel við tónlistar- námið ? 2. maður: Afar vel! Hún g'iftist kennaranum. Kennarinn (sem nýlega er búinn að predika mildi og skýra það fyrir nemendunum, af hverju þeir eigi ekki að vera hefnigjarnir): Jæja, Frans litli, hvað mundir þú gera, ef drengur ræki þér utanundir ? Frans (hugsar sig um): Hvað stór er dreng- urinn ? 1. kona: Hvemig líður manninum yðar? 2. kona: Ég hefi ekki séð hann í fimm ár. Ég hlýt að hafa sagt eitthvað við hann, sem hefir móðgað hann! Það má heita furðulegt, hve mikið kemst oft fyrir af húsgögnum og drasli í litlum húsum. Allt dótið, sem sefet á gangstéttinni, var borið út úr húsinu til vinstri á myndinni. Frúiri: Mikið er það ánægjulegt, hve þau 'eru prúð. Þarna hafa þau setið langalengi og lesið blaðið og dettur hvorki af þeim né drýpur. Það mundu svei rilér ekki öll kærustupör haga sér svona skikkanlega! Maðurinn: Ég er hræddur um, að mér hefði þótt það þunnur þrettándi i mínu ungdæmi!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.